Trump segir neyðarástand kalla á landamæravegginn Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2019 06:30 Donald Trump stendur í ströngu vegna landamæraveggjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Fréttaskýrendur bjuggust við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi lýsa því yfir í sjónvarpsávarpi að neyðarástand við mexíkósku landamærin kallaði á það að ráðist yrði í byggingu landamæraveggjarins sem hann hefur lengi barist fyrir. Ávarpið fór fram kl. 2 í nótt að íslenskum tíma. Mike Pence varaforseti sagði í samtali við NBC að Trump myndi skýra fyrir bandarísku þjóðinni að um væri að ræða neyðarástand bæði af mannúðarástæðum og öryggisástæðum. Til stendur að Trump heimsæki landamærin á fimmtudag. Sú ákvörðun bandarískra sjónvarpsstöðva að sýna beint frá ávarpi forsetans hefur verið gagnrýnd. Andstæðingar Trumps telja að miðað við málflutning hans hingað til verði ávarpið fullt af röngum eða misvísandi upplýsingum. Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar Demókrata, hafa farið fram á að fá að bregðast við ávarpinu. Stóð til að sýna viðbrögð þeirra í beinni útsendingu hjá öllum helstu sjónvarpsstöðvunum. Trump hefur farið fram á 5 milljarða dollara fjárveitingu vegna byggingar veggjarins en þá fjármuni er ekki að finna í þeim fjárlögum sem nýlega voru samþykkt af fulltrúadeild þingsins. Af þeim sökum hefur Trump neitað að staðfesta lögin og fjölmargar alríkisstofnanir hafa verið lokaðar síðan fyrir jól. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Demókratar krefjast þess að fá að svara ávarpi Trump Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna ætla að senda út sjónvarpsávarp Trump forseta um landamærin að Mexíkó þrátt fyrir áhyggjur af því hversu ótt og títt forsetinn lýgur. 8. janúar 2019 07:55 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Fréttaskýrendur bjuggust við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi lýsa því yfir í sjónvarpsávarpi að neyðarástand við mexíkósku landamærin kallaði á það að ráðist yrði í byggingu landamæraveggjarins sem hann hefur lengi barist fyrir. Ávarpið fór fram kl. 2 í nótt að íslenskum tíma. Mike Pence varaforseti sagði í samtali við NBC að Trump myndi skýra fyrir bandarísku þjóðinni að um væri að ræða neyðarástand bæði af mannúðarástæðum og öryggisástæðum. Til stendur að Trump heimsæki landamærin á fimmtudag. Sú ákvörðun bandarískra sjónvarpsstöðva að sýna beint frá ávarpi forsetans hefur verið gagnrýnd. Andstæðingar Trumps telja að miðað við málflutning hans hingað til verði ávarpið fullt af röngum eða misvísandi upplýsingum. Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar Demókrata, hafa farið fram á að fá að bregðast við ávarpinu. Stóð til að sýna viðbrögð þeirra í beinni útsendingu hjá öllum helstu sjónvarpsstöðvunum. Trump hefur farið fram á 5 milljarða dollara fjárveitingu vegna byggingar veggjarins en þá fjármuni er ekki að finna í þeim fjárlögum sem nýlega voru samþykkt af fulltrúadeild þingsins. Af þeim sökum hefur Trump neitað að staðfesta lögin og fjölmargar alríkisstofnanir hafa verið lokaðar síðan fyrir jól.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Demókratar krefjast þess að fá að svara ávarpi Trump Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna ætla að senda út sjónvarpsávarp Trump forseta um landamærin að Mexíkó þrátt fyrir áhyggjur af því hversu ótt og títt forsetinn lýgur. 8. janúar 2019 07:55 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45
Demókratar krefjast þess að fá að svara ávarpi Trump Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna ætla að senda út sjónvarpsávarp Trump forseta um landamærin að Mexíkó þrátt fyrir áhyggjur af því hversu ótt og títt forsetinn lýgur. 8. janúar 2019 07:55