Fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild HÍ Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2018 14:13 Sigurður M. Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Lára Jóhannsdóttir og Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands Mynd/Háskóli Íslands Lára Jóhannsdóttir hlaut nýverið framgang í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum segir að rannsóknir Láru snúi aðallega að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði. Lára sé fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Lára brautskráðist árið 1992 með rekstrarfræðigráðu frá Háskólanum á Bifröst og 2007 lauk Lára MBA námi í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of Global Management en námið fór fram í Tékklandi, Sviss, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Lára lauk svo doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2012 en doktorsritgerð hennar fjallaði um áhuga og framlag norrænna skaðatryggingafélaga til lausna á umhverfislegum vandamálum. Lára var jafnframt fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild HÍ. Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi auk þess sem hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðs frá árinu 2011. Á næstu misserum munu rannsóknir Láru snúa að sjálfbærum hagkerfum á norðurskautssvæðinu, þá sér í lagi tækifærum og áhættu sem tengist efnahagsþróun. Lára var fyrr á þessu ári valin til þátttöku í Fulbright Arctic Initiative (FAI). FAI er flaggskip Fulbright-stofnunarinnar á sviði norðurskautsrannsókna. Lára var valin til þátttöku sameiginlega af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum. Hluti af FAI verkefninu felst í skiptidvöl við erlendan háskóla þar sem viðkomandi fræðimaður stundar sínar rannsóknir. Lára fór í skiptidvöl til Dartmouth College í Bandaríkjunum haustið 2018,“ segir í tilkynningunni. Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands er þverfræðileg námsbraut og nær þvert yfir öll fræðasvið Háskólans en er þó staðsett undir verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ á meðan heimadeild prófessors Láru Jóhannsdóttur er viðskiptafræðideild sem heyrir undir Félagsvísindasvið HÍ. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Lára Jóhannsdóttir hlaut nýverið framgang í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum segir að rannsóknir Láru snúi aðallega að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði. Lára sé fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Lára brautskráðist árið 1992 með rekstrarfræðigráðu frá Háskólanum á Bifröst og 2007 lauk Lára MBA námi í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of Global Management en námið fór fram í Tékklandi, Sviss, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Lára lauk svo doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2012 en doktorsritgerð hennar fjallaði um áhuga og framlag norrænna skaðatryggingafélaga til lausna á umhverfislegum vandamálum. Lára var jafnframt fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild HÍ. Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi auk þess sem hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðs frá árinu 2011. Á næstu misserum munu rannsóknir Láru snúa að sjálfbærum hagkerfum á norðurskautssvæðinu, þá sér í lagi tækifærum og áhættu sem tengist efnahagsþróun. Lára var fyrr á þessu ári valin til þátttöku í Fulbright Arctic Initiative (FAI). FAI er flaggskip Fulbright-stofnunarinnar á sviði norðurskautsrannsókna. Lára var valin til þátttöku sameiginlega af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum. Hluti af FAI verkefninu felst í skiptidvöl við erlendan háskóla þar sem viðkomandi fræðimaður stundar sínar rannsóknir. Lára fór í skiptidvöl til Dartmouth College í Bandaríkjunum haustið 2018,“ segir í tilkynningunni. Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands er þverfræðileg námsbraut og nær þvert yfir öll fræðasvið Háskólans en er þó staðsett undir verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ á meðan heimadeild prófessors Láru Jóhannsdóttur er viðskiptafræðideild sem heyrir undir Félagsvísindasvið HÍ.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira