Fimm fjármálafyrirtæki með hvatakerfi fengið sekt eða aðfinnslur frá Fjármálaeftirlitinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. desember 2018 19:00 Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 kemur fram að kaupaukakerfi í íslensku bönkunum 2004-2008 hafi leitt af sér aukna áhættusækni og átt sinn þátt í falli þeirra árið 2008. Kaupaukar voru ekki greiddir í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrstu árin eftir fjármálahrunið. Reglur um kaupauka voru verulega hertar árið 2016 og í dag hafa verið tekin upp slík kerfi í Arion banka og Íslandsbanka. Að auki eru greiddir út kaupaaukar í fimm öðrum fjármálafyrirtækjum. Í Landsbankanum voru greiddar álagsgreiðslur til starfsmanna allra deilda á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar voru ekki inntar af hendi á grundvelli kaupaukakerfis en rúmuðust þó ekki innan laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið sektaði þrjú fjármálafyrirtæki, Borgun, Arctica Finance og Kviku banka á síðasta ári og hefur, eins og áður segir, gert athugun hjá Landsbankanum og Landsbréfum vegna sniðgöngu á reglunum. Í framhaldinu kom fram að Kvika banki hygðist leggja kerfið niður. Stjórn kviku banka hefur þegar tilkynnt vegna kaupa á Gamma Capital Management að lagt verði fyrir aðalfund hvort bjóða eigi starfsmönnum Gamma áskriftarréttindi í bankanum á markaðsvirði eins og starfsmönnum Kviku hefur boðist frá haustinu 2017. Ekki virðist alveg skýrt samkvæmt lögunum hvort slík réttindi feli í sér kaupauka en í svari frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að slíkt geti falið í sér kaupauka en þurfi þó að meta hverju sinni. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að óttast hvatakerfi. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þróun kaupaukakerfa hér á landi. Það er búið að setja mjög stífar reglur varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja og takmarka áhættusækni þeirra mjög mikið. Þá er búið að setja stífar reglur um hvatakerfi. Loks sjáum við engin merki um aukna áhættuhegðun í kerfinu nema síður sé. Hins vegar skil ég vel að þessu sé velt upp og mikilvægt að huga að því hvernig kaupaukar eru hannaðir,“ segir Páll. Hann telur að sníða þurfi reglur um kaupaauka enn betur að núverandi fjármálakerfi. „Það er brýnt að hugleiða hvaða breytingar megi gera á komandi misserum. Ég tel fullt tilefni til að rýmka möguleika til kaupauka á sumum stöðum, slíkt gæti t.d. aukið samkeppnishæfni smærri fjármálafyrirtækja. En svo þarf að hafa mjög stífar reglur á öðrum sviðum t.d. þegar hætta er á ákveðnum hagsmunaárekstrum hjá viðkomandi starfsmanni. Það er hægt að hanna kaupauka þannig að þeir geti samræmt hagsmuni, starfsmanna, hluthafa og samfélagsins í heild og þannig þjónað hagsmunum samfélagsins í heild,“ segir Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upplýsingar um Landsbanka voru rangar í upprunalegri frétt. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 kemur fram að kaupaukakerfi í íslensku bönkunum 2004-2008 hafi leitt af sér aukna áhættusækni og átt sinn þátt í falli þeirra árið 2008. Kaupaukar voru ekki greiddir í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrstu árin eftir fjármálahrunið. Reglur um kaupauka voru verulega hertar árið 2016 og í dag hafa verið tekin upp slík kerfi í Arion banka og Íslandsbanka. Að auki eru greiddir út kaupaaukar í fimm öðrum fjármálafyrirtækjum. Í Landsbankanum voru greiddar álagsgreiðslur til starfsmanna allra deilda á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar voru ekki inntar af hendi á grundvelli kaupaukakerfis en rúmuðust þó ekki innan laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið sektaði þrjú fjármálafyrirtæki, Borgun, Arctica Finance og Kviku banka á síðasta ári og hefur, eins og áður segir, gert athugun hjá Landsbankanum og Landsbréfum vegna sniðgöngu á reglunum. Í framhaldinu kom fram að Kvika banki hygðist leggja kerfið niður. Stjórn kviku banka hefur þegar tilkynnt vegna kaupa á Gamma Capital Management að lagt verði fyrir aðalfund hvort bjóða eigi starfsmönnum Gamma áskriftarréttindi í bankanum á markaðsvirði eins og starfsmönnum Kviku hefur boðist frá haustinu 2017. Ekki virðist alveg skýrt samkvæmt lögunum hvort slík réttindi feli í sér kaupauka en í svari frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að slíkt geti falið í sér kaupauka en þurfi þó að meta hverju sinni. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að óttast hvatakerfi. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þróun kaupaukakerfa hér á landi. Það er búið að setja mjög stífar reglur varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja og takmarka áhættusækni þeirra mjög mikið. Þá er búið að setja stífar reglur um hvatakerfi. Loks sjáum við engin merki um aukna áhættuhegðun í kerfinu nema síður sé. Hins vegar skil ég vel að þessu sé velt upp og mikilvægt að huga að því hvernig kaupaukar eru hannaðir,“ segir Páll. Hann telur að sníða þurfi reglur um kaupaauka enn betur að núverandi fjármálakerfi. „Það er brýnt að hugleiða hvaða breytingar megi gera á komandi misserum. Ég tel fullt tilefni til að rýmka möguleika til kaupauka á sumum stöðum, slíkt gæti t.d. aukið samkeppnishæfni smærri fjármálafyrirtækja. En svo þarf að hafa mjög stífar reglur á öðrum sviðum t.d. þegar hætta er á ákveðnum hagsmunaárekstrum hjá viðkomandi starfsmanni. Það er hægt að hanna kaupauka þannig að þeir geti samræmt hagsmuni, starfsmanna, hluthafa og samfélagsins í heild og þannig þjónað hagsmunum samfélagsins í heild,“ segir Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upplýsingar um Landsbanka voru rangar í upprunalegri frétt.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira