Fimm fjármálafyrirtæki með hvatakerfi fengið sekt eða aðfinnslur frá Fjármálaeftirlitinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. desember 2018 19:00 Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 kemur fram að kaupaukakerfi í íslensku bönkunum 2004-2008 hafi leitt af sér aukna áhættusækni og átt sinn þátt í falli þeirra árið 2008. Kaupaukar voru ekki greiddir í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrstu árin eftir fjármálahrunið. Reglur um kaupauka voru verulega hertar árið 2016 og í dag hafa verið tekin upp slík kerfi í Arion banka og Íslandsbanka. Að auki eru greiddir út kaupaaukar í fimm öðrum fjármálafyrirtækjum. Í Landsbankanum voru greiddar álagsgreiðslur til starfsmanna allra deilda á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar voru ekki inntar af hendi á grundvelli kaupaukakerfis en rúmuðust þó ekki innan laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið sektaði þrjú fjármálafyrirtæki, Borgun, Arctica Finance og Kviku banka á síðasta ári og hefur, eins og áður segir, gert athugun hjá Landsbankanum og Landsbréfum vegna sniðgöngu á reglunum. Í framhaldinu kom fram að Kvika banki hygðist leggja kerfið niður. Stjórn kviku banka hefur þegar tilkynnt vegna kaupa á Gamma Capital Management að lagt verði fyrir aðalfund hvort bjóða eigi starfsmönnum Gamma áskriftarréttindi í bankanum á markaðsvirði eins og starfsmönnum Kviku hefur boðist frá haustinu 2017. Ekki virðist alveg skýrt samkvæmt lögunum hvort slík réttindi feli í sér kaupauka en í svari frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að slíkt geti falið í sér kaupauka en þurfi þó að meta hverju sinni. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að óttast hvatakerfi. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þróun kaupaukakerfa hér á landi. Það er búið að setja mjög stífar reglur varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja og takmarka áhættusækni þeirra mjög mikið. Þá er búið að setja stífar reglur um hvatakerfi. Loks sjáum við engin merki um aukna áhættuhegðun í kerfinu nema síður sé. Hins vegar skil ég vel að þessu sé velt upp og mikilvægt að huga að því hvernig kaupaukar eru hannaðir,“ segir Páll. Hann telur að sníða þurfi reglur um kaupaauka enn betur að núverandi fjármálakerfi. „Það er brýnt að hugleiða hvaða breytingar megi gera á komandi misserum. Ég tel fullt tilefni til að rýmka möguleika til kaupauka á sumum stöðum, slíkt gæti t.d. aukið samkeppnishæfni smærri fjármálafyrirtækja. En svo þarf að hafa mjög stífar reglur á öðrum sviðum t.d. þegar hætta er á ákveðnum hagsmunaárekstrum hjá viðkomandi starfsmanni. Það er hægt að hanna kaupauka þannig að þeir geti samræmt hagsmuni, starfsmanna, hluthafa og samfélagsins í heild og þannig þjónað hagsmunum samfélagsins í heild,“ segir Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upplýsingar um Landsbanka voru rangar í upprunalegri frétt. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 kemur fram að kaupaukakerfi í íslensku bönkunum 2004-2008 hafi leitt af sér aukna áhættusækni og átt sinn þátt í falli þeirra árið 2008. Kaupaukar voru ekki greiddir í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrstu árin eftir fjármálahrunið. Reglur um kaupauka voru verulega hertar árið 2016 og í dag hafa verið tekin upp slík kerfi í Arion banka og Íslandsbanka. Að auki eru greiddir út kaupaaukar í fimm öðrum fjármálafyrirtækjum. Í Landsbankanum voru greiddar álagsgreiðslur til starfsmanna allra deilda á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar voru ekki inntar af hendi á grundvelli kaupaukakerfis en rúmuðust þó ekki innan laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið sektaði þrjú fjármálafyrirtæki, Borgun, Arctica Finance og Kviku banka á síðasta ári og hefur, eins og áður segir, gert athugun hjá Landsbankanum og Landsbréfum vegna sniðgöngu á reglunum. Í framhaldinu kom fram að Kvika banki hygðist leggja kerfið niður. Stjórn kviku banka hefur þegar tilkynnt vegna kaupa á Gamma Capital Management að lagt verði fyrir aðalfund hvort bjóða eigi starfsmönnum Gamma áskriftarréttindi í bankanum á markaðsvirði eins og starfsmönnum Kviku hefur boðist frá haustinu 2017. Ekki virðist alveg skýrt samkvæmt lögunum hvort slík réttindi feli í sér kaupauka en í svari frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að slíkt geti falið í sér kaupauka en þurfi þó að meta hverju sinni. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að óttast hvatakerfi. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þróun kaupaukakerfa hér á landi. Það er búið að setja mjög stífar reglur varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja og takmarka áhættusækni þeirra mjög mikið. Þá er búið að setja stífar reglur um hvatakerfi. Loks sjáum við engin merki um aukna áhættuhegðun í kerfinu nema síður sé. Hins vegar skil ég vel að þessu sé velt upp og mikilvægt að huga að því hvernig kaupaukar eru hannaðir,“ segir Páll. Hann telur að sníða þurfi reglur um kaupaauka enn betur að núverandi fjármálakerfi. „Það er brýnt að hugleiða hvaða breytingar megi gera á komandi misserum. Ég tel fullt tilefni til að rýmka möguleika til kaupauka á sumum stöðum, slíkt gæti t.d. aukið samkeppnishæfni smærri fjármálafyrirtækja. En svo þarf að hafa mjög stífar reglur á öðrum sviðum t.d. þegar hætta er á ákveðnum hagsmunaárekstrum hjá viðkomandi starfsmanni. Það er hægt að hanna kaupauka þannig að þeir geti samræmt hagsmuni, starfsmanna, hluthafa og samfélagsins í heild og þannig þjónað hagsmunum samfélagsins í heild,“ segir Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upplýsingar um Landsbanka voru rangar í upprunalegri frétt.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira