Um ellefu hundruð búa ólöglega í Hafnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. desember 2018 07:00 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldinn sem búi í ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði geti verið um ellefu hundruð manns. Alls segir slökkviliðsstjórinn að á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu öllu. Slökkviliðsstjórinn vitnar í bréfi sínu til úttektar sem stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað í ársbyrjun 2017 að ráðast í. Kortleggja átti óleyfisíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin. Síðast hafi slíkt verið gert ítarlega árið 2008. „Í þessu samhengi er vert að árétta að kortlagning eins og þessi getur aldrei verið jafn áreiðanleg og eldvarnarskoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru.“ Að sögn slökkviliðsstjórans var að þessu sinni farið yfir skráningu lögheimila og skráð heimilisföng á Já.is. „Meginvinnan fólst síðan í að ganga götur á atvinnusvæðum og kanna vísbendingar um búsetu, til dæmis ljós í gluggum að kvöldlagi og óreiðu á sorpi,“ lýsir Jón Viðar. Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin langmest í Hafnarfirði frá 2008. Talið er að nú sé búið ólöglega á nærri þrefalt fleiri stöðum þar en fyrir tíu árum. Hraunahverfi og Helluhverfi eru í aðalhlutverki. Margir búa á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði í nóvember. Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi málið á fundi sínum í gær. Þar var samþykkt að fela Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að taka málið upp innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Rósa hefur að sögn slökkviliðsstjórans haft fyrrgreindar upplýsingar frá því í september. Lítið virðist eiga að gera áþreifanlegt að sinni í Hafnarfirði. „Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni sameiginlega að samantekt á ólöglegri búsetu innan sveitarfélaganna. Mikilvægt er að greina þau gögn að lokinni samantekt og vinna heildstæðar tillögur að úrbótum. Mikilvægt er að brunavarnir og útgönguleiðir séu fullnægjandi til að tryggja öryggi íbúanna fyrir fram. Það er forgangsverkefni,“ segir bæjarráðið. Fulltrúar minnihlutans á fundi skipulagsráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag vildu að bærinn hraðaði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu. „Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður,“ bókuðu fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks: „Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldinn sem búi í ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði geti verið um ellefu hundruð manns. Alls segir slökkviliðsstjórinn að á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu öllu. Slökkviliðsstjórinn vitnar í bréfi sínu til úttektar sem stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað í ársbyrjun 2017 að ráðast í. Kortleggja átti óleyfisíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin. Síðast hafi slíkt verið gert ítarlega árið 2008. „Í þessu samhengi er vert að árétta að kortlagning eins og þessi getur aldrei verið jafn áreiðanleg og eldvarnarskoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru.“ Að sögn slökkviliðsstjórans var að þessu sinni farið yfir skráningu lögheimila og skráð heimilisföng á Já.is. „Meginvinnan fólst síðan í að ganga götur á atvinnusvæðum og kanna vísbendingar um búsetu, til dæmis ljós í gluggum að kvöldlagi og óreiðu á sorpi,“ lýsir Jón Viðar. Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin langmest í Hafnarfirði frá 2008. Talið er að nú sé búið ólöglega á nærri þrefalt fleiri stöðum þar en fyrir tíu árum. Hraunahverfi og Helluhverfi eru í aðalhlutverki. Margir búa á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði í nóvember. Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi málið á fundi sínum í gær. Þar var samþykkt að fela Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að taka málið upp innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Rósa hefur að sögn slökkviliðsstjórans haft fyrrgreindar upplýsingar frá því í september. Lítið virðist eiga að gera áþreifanlegt að sinni í Hafnarfirði. „Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni sameiginlega að samantekt á ólöglegri búsetu innan sveitarfélaganna. Mikilvægt er að greina þau gögn að lokinni samantekt og vinna heildstæðar tillögur að úrbótum. Mikilvægt er að brunavarnir og útgönguleiðir séu fullnægjandi til að tryggja öryggi íbúanna fyrir fram. Það er forgangsverkefni,“ segir bæjarráðið. Fulltrúar minnihlutans á fundi skipulagsráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag vildu að bærinn hraðaði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu. „Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður,“ bókuðu fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks: „Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira