Blaðamaður Spiegel safnaði fé til styrktar börnum á flótta en hirti það svo sjálfur Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2018 23:30 Claas Relotius er 33 ára gamall og hóf fyrst störf hjá Der Spiegel árið 2011. EPA Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem nýverið viðurkenndi að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist einnig hafa svikið fé út úr lesendum blaðsins.Spiegel greinir nú frá því að Relotius hafi hafið fjársöfnun eftir að hafa skrifað stóra umfjöllun um sýrlenskt systkinapar á flótta í Tyrklandi. Er ljóst að greinin var uppfull af fölsuðum tilvitnuðum og er greinin nú til rannsóknar hjá blaðinu. Auk þess virðast peningar frá lesendum sem söfnuðust hafa endað á bankareikningi Relotius. Der Spiegel grandskoðar nú allar þær greinar sem hafa birst undir nafni Relotius. Ekki liggur fyrir hversu margir lesendur hafi gefið fé „til sýrlensku systkinanna“, eða hvaða fjárhæðir um ræðir. Talsmenn blaðsins segjast ekki hafa verið kunnugt um söfnun Relotius og að öll viðkomandi gögn verði komið í hendur þar til gerðra yfirvalda. Í nýlegri grein Relotius sagðist hann hafa komið systkinunum til þýskra læknahjóna sem hafi ættleitt þau. Það virðist heldur ekki standast skoðun.EPAFjórtán greinar Relotius, sem er 33 ára gamall, hefur játað að hafa blekkt lesendur í fjórtán greinum sem höfðu verið birtar í blaðinu, meðal annars um innflytjendamál í Bandaríkjunum, fanga í Guantanamóflóa á Kúbu og um bandaríska ruðningskappann Colin Kaepernick. Relotius hefur áður verið tilnefndur og unnið til blaðamannaverðlauna fyrir einhverjar greinar sínar. Samstarfsmaður Relotius vakti fyrst athygli á málinu eftir að hafa unnið með honum að grein þar sem honum þótti fréttaöfluninsérkennileg. Relotius neitaði ásökunum í fyrstu en játaði svo í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum. Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í sjötíu ára sögu blaðsins. Fjölmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem nýverið viðurkenndi að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist einnig hafa svikið fé út úr lesendum blaðsins.Spiegel greinir nú frá því að Relotius hafi hafið fjársöfnun eftir að hafa skrifað stóra umfjöllun um sýrlenskt systkinapar á flótta í Tyrklandi. Er ljóst að greinin var uppfull af fölsuðum tilvitnuðum og er greinin nú til rannsóknar hjá blaðinu. Auk þess virðast peningar frá lesendum sem söfnuðust hafa endað á bankareikningi Relotius. Der Spiegel grandskoðar nú allar þær greinar sem hafa birst undir nafni Relotius. Ekki liggur fyrir hversu margir lesendur hafi gefið fé „til sýrlensku systkinanna“, eða hvaða fjárhæðir um ræðir. Talsmenn blaðsins segjast ekki hafa verið kunnugt um söfnun Relotius og að öll viðkomandi gögn verði komið í hendur þar til gerðra yfirvalda. Í nýlegri grein Relotius sagðist hann hafa komið systkinunum til þýskra læknahjóna sem hafi ættleitt þau. Það virðist heldur ekki standast skoðun.EPAFjórtán greinar Relotius, sem er 33 ára gamall, hefur játað að hafa blekkt lesendur í fjórtán greinum sem höfðu verið birtar í blaðinu, meðal annars um innflytjendamál í Bandaríkjunum, fanga í Guantanamóflóa á Kúbu og um bandaríska ruðningskappann Colin Kaepernick. Relotius hefur áður verið tilnefndur og unnið til blaðamannaverðlauna fyrir einhverjar greinar sínar. Samstarfsmaður Relotius vakti fyrst athygli á málinu eftir að hafa unnið með honum að grein þar sem honum þótti fréttaöfluninsérkennileg. Relotius neitaði ásökunum í fyrstu en játaði svo í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum. Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í sjötíu ára sögu blaðsins.
Fjölmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16