Blaðamaður Spiegel safnaði fé til styrktar börnum á flótta en hirti það svo sjálfur Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2018 23:30 Claas Relotius er 33 ára gamall og hóf fyrst störf hjá Der Spiegel árið 2011. EPA Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem nýverið viðurkenndi að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist einnig hafa svikið fé út úr lesendum blaðsins.Spiegel greinir nú frá því að Relotius hafi hafið fjársöfnun eftir að hafa skrifað stóra umfjöllun um sýrlenskt systkinapar á flótta í Tyrklandi. Er ljóst að greinin var uppfull af fölsuðum tilvitnuðum og er greinin nú til rannsóknar hjá blaðinu. Auk þess virðast peningar frá lesendum sem söfnuðust hafa endað á bankareikningi Relotius. Der Spiegel grandskoðar nú allar þær greinar sem hafa birst undir nafni Relotius. Ekki liggur fyrir hversu margir lesendur hafi gefið fé „til sýrlensku systkinanna“, eða hvaða fjárhæðir um ræðir. Talsmenn blaðsins segjast ekki hafa verið kunnugt um söfnun Relotius og að öll viðkomandi gögn verði komið í hendur þar til gerðra yfirvalda. Í nýlegri grein Relotius sagðist hann hafa komið systkinunum til þýskra læknahjóna sem hafi ættleitt þau. Það virðist heldur ekki standast skoðun.EPAFjórtán greinar Relotius, sem er 33 ára gamall, hefur játað að hafa blekkt lesendur í fjórtán greinum sem höfðu verið birtar í blaðinu, meðal annars um innflytjendamál í Bandaríkjunum, fanga í Guantanamóflóa á Kúbu og um bandaríska ruðningskappann Colin Kaepernick. Relotius hefur áður verið tilnefndur og unnið til blaðamannaverðlauna fyrir einhverjar greinar sínar. Samstarfsmaður Relotius vakti fyrst athygli á málinu eftir að hafa unnið með honum að grein þar sem honum þótti fréttaöfluninsérkennileg. Relotius neitaði ásökunum í fyrstu en játaði svo í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum. Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í sjötíu ára sögu blaðsins. Fjölmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem nýverið viðurkenndi að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist einnig hafa svikið fé út úr lesendum blaðsins.Spiegel greinir nú frá því að Relotius hafi hafið fjársöfnun eftir að hafa skrifað stóra umfjöllun um sýrlenskt systkinapar á flótta í Tyrklandi. Er ljóst að greinin var uppfull af fölsuðum tilvitnuðum og er greinin nú til rannsóknar hjá blaðinu. Auk þess virðast peningar frá lesendum sem söfnuðust hafa endað á bankareikningi Relotius. Der Spiegel grandskoðar nú allar þær greinar sem hafa birst undir nafni Relotius. Ekki liggur fyrir hversu margir lesendur hafi gefið fé „til sýrlensku systkinanna“, eða hvaða fjárhæðir um ræðir. Talsmenn blaðsins segjast ekki hafa verið kunnugt um söfnun Relotius og að öll viðkomandi gögn verði komið í hendur þar til gerðra yfirvalda. Í nýlegri grein Relotius sagðist hann hafa komið systkinunum til þýskra læknahjóna sem hafi ættleitt þau. Það virðist heldur ekki standast skoðun.EPAFjórtán greinar Relotius, sem er 33 ára gamall, hefur játað að hafa blekkt lesendur í fjórtán greinum sem höfðu verið birtar í blaðinu, meðal annars um innflytjendamál í Bandaríkjunum, fanga í Guantanamóflóa á Kúbu og um bandaríska ruðningskappann Colin Kaepernick. Relotius hefur áður verið tilnefndur og unnið til blaðamannaverðlauna fyrir einhverjar greinar sínar. Samstarfsmaður Relotius vakti fyrst athygli á málinu eftir að hafa unnið með honum að grein þar sem honum þótti fréttaöfluninsérkennileg. Relotius neitaði ásökunum í fyrstu en játaði svo í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum. Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í sjötíu ára sögu blaðsins.
Fjölmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16