Veggjöld – gott mál? Guðmundur Edgarsson skrifar 27. desember 2018 08:00 Nú hillir undir að ríkið muni krefja vegfarendur um sérstök veggjöld. Mörgum þykir sem þar fari græðgi stjórnmálamanna út fyrir velsæmismörk þar sem útreikningar sýni að einungis hluti þeirra skatta og gjalda sem ríkið innheimtir nú þegar vegna vegaframkvæmda fari í slík verkefni. Á almenningur því ekki að klæðast gulum vestum og mótmæla? Ekki endilega. Gjald beintengt notkun er mun eðlilegri leið til fjármögnunar en óbeinir skattar. En þá þarf vitaskuld að fella niður allar álögur sem ríkið hefur hingað til eyrnamerkt vegaframkvæmdum. Síðan þarf að hefja stórtæka einkavæðingu vegakerfisins. Þá mun tvennt gerast. Vegirnir verða betri og öruggari og kostnaður vegfarenda lækkar verulega. Hvers vegna? Jú, þar sem samkeppni ríkir, aukast gæði og verð lækkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða flugferðir og farsímaþjónustu eða tölvur og sjónvörp. Hví skyldi ekki það sama gerast með vegina? Ástæða þess að fólk er hrætt við einkavæðingu vega er grýlusögur um að vondir kapítalistar muni kaupa upp mikilvægar leiðir og hleypa fólki ekki í gegn nema gegn svimandi gjaldi. En hversu trúverðugur er slíkur hræðsluáróður?Væri Miklabraut einkavædd Tökum dæmi af Miklubraut og einstaklingi sem þarf að komast til vinnu frá Grafarholti vestur í bæ. Hvað gæti hann gert? Fjölmargt, t.d. valið aðrar leiðir, verið oftar í samfloti, notað strætó eða unnið meira heima. Þá er viðbúið að vinnustaðurinn flytti yfir á svæði sem væri síður háð Miklubraut. Enn fremur er líklegt að markaðurinn fjárfesti í nýjum leiðum, t.d. í grennd við Miklubraut. Eignarhald á Miklubraut væri gífurlega dýr fjárfesting sem ekki mætti við snöggri minnkun á umferð. Fjárfestar myndu því ekki þora að reka hana út frá gróðasjónarmiðum til skamms tíma enda viðbúið að þeir sætu þá eftir stórskuldugir með ónýtt orðspor að auki. Það ætti því að vera óhætt að einkavæða Miklubraut eða aðra vegi. Það eina sem stjórnmálamenn þyrftu þá að muna væri að afnema á móti allar opinberar álögur tengdar vegaframkvæmdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú hillir undir að ríkið muni krefja vegfarendur um sérstök veggjöld. Mörgum þykir sem þar fari græðgi stjórnmálamanna út fyrir velsæmismörk þar sem útreikningar sýni að einungis hluti þeirra skatta og gjalda sem ríkið innheimtir nú þegar vegna vegaframkvæmda fari í slík verkefni. Á almenningur því ekki að klæðast gulum vestum og mótmæla? Ekki endilega. Gjald beintengt notkun er mun eðlilegri leið til fjármögnunar en óbeinir skattar. En þá þarf vitaskuld að fella niður allar álögur sem ríkið hefur hingað til eyrnamerkt vegaframkvæmdum. Síðan þarf að hefja stórtæka einkavæðingu vegakerfisins. Þá mun tvennt gerast. Vegirnir verða betri og öruggari og kostnaður vegfarenda lækkar verulega. Hvers vegna? Jú, þar sem samkeppni ríkir, aukast gæði og verð lækkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða flugferðir og farsímaþjónustu eða tölvur og sjónvörp. Hví skyldi ekki það sama gerast með vegina? Ástæða þess að fólk er hrætt við einkavæðingu vega er grýlusögur um að vondir kapítalistar muni kaupa upp mikilvægar leiðir og hleypa fólki ekki í gegn nema gegn svimandi gjaldi. En hversu trúverðugur er slíkur hræðsluáróður?Væri Miklabraut einkavædd Tökum dæmi af Miklubraut og einstaklingi sem þarf að komast til vinnu frá Grafarholti vestur í bæ. Hvað gæti hann gert? Fjölmargt, t.d. valið aðrar leiðir, verið oftar í samfloti, notað strætó eða unnið meira heima. Þá er viðbúið að vinnustaðurinn flytti yfir á svæði sem væri síður háð Miklubraut. Enn fremur er líklegt að markaðurinn fjárfesti í nýjum leiðum, t.d. í grennd við Miklubraut. Eignarhald á Miklubraut væri gífurlega dýr fjárfesting sem ekki mætti við snöggri minnkun á umferð. Fjárfestar myndu því ekki þora að reka hana út frá gróðasjónarmiðum til skamms tíma enda viðbúið að þeir sætu þá eftir stórskuldugir með ónýtt orðspor að auki. Það ætti því að vera óhætt að einkavæða Miklubraut eða aðra vegi. Það eina sem stjórnmálamenn þyrftu þá að muna væri að afnema á móti allar opinberar álögur tengdar vegaframkvæmdum.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun