Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 14. október 2025 12:00 Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Slagorðið er að segja að Íslendingar eigi að huga að sínum eigin hagsmunum áður en þeir aðstoða aðra. Þetta sprettur m.a. út frá umræðunni um fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er satt, heilbrigðiskerfið okkar er fjársvelt og hefur verið það í of langan tíma. En til að fjármagna það þarf það að vera á kostnað þeirra sem minna mega sín? Ísland fyrst svo allt hitt gefur til kynna að íbúar landsins búi við verri kost en allar aðrar þjóðir heims. Það gefur til kynna að soft power í alþjóðafræðum sé tilgangslaust og fjármagnið fyrir slíkt eigi einungis að vera nýtt innanlands. Samkvæmt þessu á að nota þetta fjármagn einungis fyrir Íslendinga. Það á ekki að nota það til að aðstoða úkraínska herinn í sprengjuleit, það á ekki að nota það í að aðstoða aðrar þjóðir eftir náttúruhamfarir sem eyðileggja líf þúsunda, ef ekki milljóna, manna og það á ekki að nota þetta fjármagn til að veita sveltandi börnum mat og heilbrigðisþjónustu. Nei, þetta fjármagn á einungis að vera nýtt hér á landi. Ef allar þjóðir heims myndu hugsa svona, sérstaklega okkar nágrannaþjóðir, þá væri Ísland ekki landið sem það er í dag. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengum við Marshall-aðstoðina svokölluðu frá Bandaríkjunum. Við nýttum það fjármagn til að byggja upp fiskveiðikerfið og byggja virkjanir, verksmiðjur og frystihús. Í stuttu máli hafði þetta gífurleg áhrif á íslenskt samfélag og hjálpaði samfélaginu að nútímavæðast. Bankahrunið 2008 var hörmung fyrir Ísland en við stóðum ekki ein á þeim tíma. Færeyjar hlupu undir bagga og lánuðu Íslandi um sjö milljarða króna. Ásamt því tóku hinar Norðurlandaþjóðirnar saman í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisbankann og lánuðu Íslandi fjármagn til að komast í gegnum þetta hrun. Samkvæmt þessu myndi ætla að Ísland myndi skilja hversu mikilvægt það er að styðja á bakið við aðrar þjóðir. Ef við myndum einangra okkur fyllilega getum við þá átt von á því að aðrar þjóðir muni ekki aðstoða okkur þegar hörmungar dynja yfir. Þessi hugsunarháttur, Ísland fyrst, er hins vegar alls ekki nýr af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom fram beiðni frá fjölskyldum í Þýskalandi að taka á móti átta gyðingabörnum. Það var hópur Íslendinga sem barðist fyrir því að ríkisstjórnin tæki á móti þessum börnum í ljósi þeirra ofsókna sem gyðingar sættu í Þýskalandi. Forsætisráðherra landsins á þeim tíma, Hermann Jónasson, neitaði þessum börnum um vernd. Það var gert þar sem hann taldi best að Ísland ætti einungis að huga að hagsmunum Íslendinga. Hvað varðar afdrif þessara barna er ekki vitað en það er hægt að gera sér í hugarlund um það. Þessi saga hefur verið stundum til umræðu á seinustu árum, sú umræða hefur einkennst af skömm. Skömm af því að hafa ekki veitt hjálparhönd þar sem það hefði ekki haft áhrif á íslenskt samfélag að bjarga þeim börnum. En einhvern veginn er þessi orðræða sem Hermann Jónasson og aðrir stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komin aftur á kreik í dag. Þessi orðræða er ekkert nema einangrunarstefna, svipað og ríkisstjórn Trumps talar fyrir í dag. Við fáum ekkert út úr því að einangra okkur í alþjóðlegu samfélagi. Orðræðan ætti frekar að vera um að heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild sinni sé fjársvelt. Sækja þarf fjármagnið á réttum stöðum, ekki láta það bitna á þeim sem minna mega sín. Það er hægt að sækja meira fjármagn með því að breyta kvótakerfinu, það er mjög óeðlilegt að hér séu nokkrir einstaklingar sem má kalla „kvótakónga“ þegar þessir peningar eiga að fara beint í ríkiskassann. Sama á við um fjármagnið í ferðaþjónustunni. Það eru til ýmsar betri leiðir til að sækja fjármagn fyrir þessi málefni sem tengjast ekki því að gera líf annarra verra, líf annarra sem búa við aðstæður sem Íslendingar geta ekki gert sér hugarlund um. Það er líka ákveðin hræsni að slíkt slagorð kemur frá Miðflokknum þegar formaður flokksins var sjálfur sekur um að fara með fjármagn úr aflandsfélaginu sínu, Wintris, út fyrir landssteinanna. Ekki var hann að setja Ísland í fyrsta sæti með slíku framferði. Finnum betri leiðir til að fjármagna grunnstoðir samfélagsins sem gerir líf Íslendinga betra frekar en að einangra landið, gera Ísland veikara á alþjóðavettvangi og taka fjármagn af þeim sem minna mega sín. Verum fyrirmyndar samfélag og stöndum saman, með mannúð í fyrirrúmi. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Slagorðið er að segja að Íslendingar eigi að huga að sínum eigin hagsmunum áður en þeir aðstoða aðra. Þetta sprettur m.a. út frá umræðunni um fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er satt, heilbrigðiskerfið okkar er fjársvelt og hefur verið það í of langan tíma. En til að fjármagna það þarf það að vera á kostnað þeirra sem minna mega sín? Ísland fyrst svo allt hitt gefur til kynna að íbúar landsins búi við verri kost en allar aðrar þjóðir heims. Það gefur til kynna að soft power í alþjóðafræðum sé tilgangslaust og fjármagnið fyrir slíkt eigi einungis að vera nýtt innanlands. Samkvæmt þessu á að nota þetta fjármagn einungis fyrir Íslendinga. Það á ekki að nota það til að aðstoða úkraínska herinn í sprengjuleit, það á ekki að nota það í að aðstoða aðrar þjóðir eftir náttúruhamfarir sem eyðileggja líf þúsunda, ef ekki milljóna, manna og það á ekki að nota þetta fjármagn til að veita sveltandi börnum mat og heilbrigðisþjónustu. Nei, þetta fjármagn á einungis að vera nýtt hér á landi. Ef allar þjóðir heims myndu hugsa svona, sérstaklega okkar nágrannaþjóðir, þá væri Ísland ekki landið sem það er í dag. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengum við Marshall-aðstoðina svokölluðu frá Bandaríkjunum. Við nýttum það fjármagn til að byggja upp fiskveiðikerfið og byggja virkjanir, verksmiðjur og frystihús. Í stuttu máli hafði þetta gífurleg áhrif á íslenskt samfélag og hjálpaði samfélaginu að nútímavæðast. Bankahrunið 2008 var hörmung fyrir Ísland en við stóðum ekki ein á þeim tíma. Færeyjar hlupu undir bagga og lánuðu Íslandi um sjö milljarða króna. Ásamt því tóku hinar Norðurlandaþjóðirnar saman í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisbankann og lánuðu Íslandi fjármagn til að komast í gegnum þetta hrun. Samkvæmt þessu myndi ætla að Ísland myndi skilja hversu mikilvægt það er að styðja á bakið við aðrar þjóðir. Ef við myndum einangra okkur fyllilega getum við þá átt von á því að aðrar þjóðir muni ekki aðstoða okkur þegar hörmungar dynja yfir. Þessi hugsunarháttur, Ísland fyrst, er hins vegar alls ekki nýr af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom fram beiðni frá fjölskyldum í Þýskalandi að taka á móti átta gyðingabörnum. Það var hópur Íslendinga sem barðist fyrir því að ríkisstjórnin tæki á móti þessum börnum í ljósi þeirra ofsókna sem gyðingar sættu í Þýskalandi. Forsætisráðherra landsins á þeim tíma, Hermann Jónasson, neitaði þessum börnum um vernd. Það var gert þar sem hann taldi best að Ísland ætti einungis að huga að hagsmunum Íslendinga. Hvað varðar afdrif þessara barna er ekki vitað en það er hægt að gera sér í hugarlund um það. Þessi saga hefur verið stundum til umræðu á seinustu árum, sú umræða hefur einkennst af skömm. Skömm af því að hafa ekki veitt hjálparhönd þar sem það hefði ekki haft áhrif á íslenskt samfélag að bjarga þeim börnum. En einhvern veginn er þessi orðræða sem Hermann Jónasson og aðrir stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komin aftur á kreik í dag. Þessi orðræða er ekkert nema einangrunarstefna, svipað og ríkisstjórn Trumps talar fyrir í dag. Við fáum ekkert út úr því að einangra okkur í alþjóðlegu samfélagi. Orðræðan ætti frekar að vera um að heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild sinni sé fjársvelt. Sækja þarf fjármagnið á réttum stöðum, ekki láta það bitna á þeim sem minna mega sín. Það er hægt að sækja meira fjármagn með því að breyta kvótakerfinu, það er mjög óeðlilegt að hér séu nokkrir einstaklingar sem má kalla „kvótakónga“ þegar þessir peningar eiga að fara beint í ríkiskassann. Sama á við um fjármagnið í ferðaþjónustunni. Það eru til ýmsar betri leiðir til að sækja fjármagn fyrir þessi málefni sem tengjast ekki því að gera líf annarra verra, líf annarra sem búa við aðstæður sem Íslendingar geta ekki gert sér hugarlund um. Það er líka ákveðin hræsni að slíkt slagorð kemur frá Miðflokknum þegar formaður flokksins var sjálfur sekur um að fara með fjármagn úr aflandsfélaginu sínu, Wintris, út fyrir landssteinanna. Ekki var hann að setja Ísland í fyrsta sæti með slíku framferði. Finnum betri leiðir til að fjármagna grunnstoðir samfélagsins sem gerir líf Íslendinga betra frekar en að einangra landið, gera Ísland veikara á alþjóðavettvangi og taka fjármagn af þeim sem minna mega sín. Verum fyrirmyndar samfélag og stöndum saman, með mannúð í fyrirrúmi. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun