Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 14. október 2025 12:00 Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Slagorðið er að segja að Íslendingar eigi að huga að sínum eigin hagsmunum áður en þeir aðstoða aðra. Þetta sprettur m.a. út frá umræðunni um fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er satt, heilbrigðiskerfið okkar er fjársvelt og hefur verið það í of langan tíma. En til að fjármagna það þarf það að vera á kostnað þeirra sem minna mega sín? Ísland fyrst svo allt hitt gefur til kynna að íbúar landsins búi við verri kost en allar aðrar þjóðir heims. Það gefur til kynna að soft power í alþjóðafræðum sé tilgangslaust og fjármagnið fyrir slíkt eigi einungis að vera nýtt innanlands. Samkvæmt þessu á að nota þetta fjármagn einungis fyrir Íslendinga. Það á ekki að nota það til að aðstoða úkraínska herinn í sprengjuleit, það á ekki að nota það í að aðstoða aðrar þjóðir eftir náttúruhamfarir sem eyðileggja líf þúsunda, ef ekki milljóna, manna og það á ekki að nota þetta fjármagn til að veita sveltandi börnum mat og heilbrigðisþjónustu. Nei, þetta fjármagn á einungis að vera nýtt hér á landi. Ef allar þjóðir heims myndu hugsa svona, sérstaklega okkar nágrannaþjóðir, þá væri Ísland ekki landið sem það er í dag. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengum við Marshall-aðstoðina svokölluðu frá Bandaríkjunum. Við nýttum það fjármagn til að byggja upp fiskveiðikerfið og byggja virkjanir, verksmiðjur og frystihús. Í stuttu máli hafði þetta gífurleg áhrif á íslenskt samfélag og hjálpaði samfélaginu að nútímavæðast. Bankahrunið 2008 var hörmung fyrir Ísland en við stóðum ekki ein á þeim tíma. Færeyjar hlupu undir bagga og lánuðu Íslandi um sjö milljarða króna. Ásamt því tóku hinar Norðurlandaþjóðirnar saman í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisbankann og lánuðu Íslandi fjármagn til að komast í gegnum þetta hrun. Samkvæmt þessu myndi ætla að Ísland myndi skilja hversu mikilvægt það er að styðja á bakið við aðrar þjóðir. Ef við myndum einangra okkur fyllilega getum við þá átt von á því að aðrar þjóðir muni ekki aðstoða okkur þegar hörmungar dynja yfir. Þessi hugsunarháttur, Ísland fyrst, er hins vegar alls ekki nýr af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom fram beiðni frá fjölskyldum í Þýskalandi að taka á móti átta gyðingabörnum. Það var hópur Íslendinga sem barðist fyrir því að ríkisstjórnin tæki á móti þessum börnum í ljósi þeirra ofsókna sem gyðingar sættu í Þýskalandi. Forsætisráðherra landsins á þeim tíma, Hermann Jónasson, neitaði þessum börnum um vernd. Það var gert þar sem hann taldi best að Ísland ætti einungis að huga að hagsmunum Íslendinga. Hvað varðar afdrif þessara barna er ekki vitað en það er hægt að gera sér í hugarlund um það. Þessi saga hefur verið stundum til umræðu á seinustu árum, sú umræða hefur einkennst af skömm. Skömm af því að hafa ekki veitt hjálparhönd þar sem það hefði ekki haft áhrif á íslenskt samfélag að bjarga þeim börnum. En einhvern veginn er þessi orðræða sem Hermann Jónasson og aðrir stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komin aftur á kreik í dag. Þessi orðræða er ekkert nema einangrunarstefna, svipað og ríkisstjórn Trumps talar fyrir í dag. Við fáum ekkert út úr því að einangra okkur í alþjóðlegu samfélagi. Orðræðan ætti frekar að vera um að heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild sinni sé fjársvelt. Sækja þarf fjármagnið á réttum stöðum, ekki láta það bitna á þeim sem minna mega sín. Það er hægt að sækja meira fjármagn með því að breyta kvótakerfinu, það er mjög óeðlilegt að hér séu nokkrir einstaklingar sem má kalla „kvótakónga“ þegar þessir peningar eiga að fara beint í ríkiskassann. Sama á við um fjármagnið í ferðaþjónustunni. Það eru til ýmsar betri leiðir til að sækja fjármagn fyrir þessi málefni sem tengjast ekki því að gera líf annarra verra, líf annarra sem búa við aðstæður sem Íslendingar geta ekki gert sér hugarlund um. Það er líka ákveðin hræsni að slíkt slagorð kemur frá Miðflokknum þegar formaður flokksins var sjálfur sekur um að fara með fjármagn úr aflandsfélaginu sínu, Wintris, út fyrir landssteinanna. Ekki var hann að setja Ísland í fyrsta sæti með slíku framferði. Finnum betri leiðir til að fjármagna grunnstoðir samfélagsins sem gerir líf Íslendinga betra frekar en að einangra landið, gera Ísland veikara á alþjóðavettvangi og taka fjármagn af þeim sem minna mega sín. Verum fyrirmyndar samfélag og stöndum saman, með mannúð í fyrirrúmi. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Slagorðið er að segja að Íslendingar eigi að huga að sínum eigin hagsmunum áður en þeir aðstoða aðra. Þetta sprettur m.a. út frá umræðunni um fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er satt, heilbrigðiskerfið okkar er fjársvelt og hefur verið það í of langan tíma. En til að fjármagna það þarf það að vera á kostnað þeirra sem minna mega sín? Ísland fyrst svo allt hitt gefur til kynna að íbúar landsins búi við verri kost en allar aðrar þjóðir heims. Það gefur til kynna að soft power í alþjóðafræðum sé tilgangslaust og fjármagnið fyrir slíkt eigi einungis að vera nýtt innanlands. Samkvæmt þessu á að nota þetta fjármagn einungis fyrir Íslendinga. Það á ekki að nota það til að aðstoða úkraínska herinn í sprengjuleit, það á ekki að nota það í að aðstoða aðrar þjóðir eftir náttúruhamfarir sem eyðileggja líf þúsunda, ef ekki milljóna, manna og það á ekki að nota þetta fjármagn til að veita sveltandi börnum mat og heilbrigðisþjónustu. Nei, þetta fjármagn á einungis að vera nýtt hér á landi. Ef allar þjóðir heims myndu hugsa svona, sérstaklega okkar nágrannaþjóðir, þá væri Ísland ekki landið sem það er í dag. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengum við Marshall-aðstoðina svokölluðu frá Bandaríkjunum. Við nýttum það fjármagn til að byggja upp fiskveiðikerfið og byggja virkjanir, verksmiðjur og frystihús. Í stuttu máli hafði þetta gífurleg áhrif á íslenskt samfélag og hjálpaði samfélaginu að nútímavæðast. Bankahrunið 2008 var hörmung fyrir Ísland en við stóðum ekki ein á þeim tíma. Færeyjar hlupu undir bagga og lánuðu Íslandi um sjö milljarða króna. Ásamt því tóku hinar Norðurlandaþjóðirnar saman í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisbankann og lánuðu Íslandi fjármagn til að komast í gegnum þetta hrun. Samkvæmt þessu myndi ætla að Ísland myndi skilja hversu mikilvægt það er að styðja á bakið við aðrar þjóðir. Ef við myndum einangra okkur fyllilega getum við þá átt von á því að aðrar þjóðir muni ekki aðstoða okkur þegar hörmungar dynja yfir. Þessi hugsunarháttur, Ísland fyrst, er hins vegar alls ekki nýr af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom fram beiðni frá fjölskyldum í Þýskalandi að taka á móti átta gyðingabörnum. Það var hópur Íslendinga sem barðist fyrir því að ríkisstjórnin tæki á móti þessum börnum í ljósi þeirra ofsókna sem gyðingar sættu í Þýskalandi. Forsætisráðherra landsins á þeim tíma, Hermann Jónasson, neitaði þessum börnum um vernd. Það var gert þar sem hann taldi best að Ísland ætti einungis að huga að hagsmunum Íslendinga. Hvað varðar afdrif þessara barna er ekki vitað en það er hægt að gera sér í hugarlund um það. Þessi saga hefur verið stundum til umræðu á seinustu árum, sú umræða hefur einkennst af skömm. Skömm af því að hafa ekki veitt hjálparhönd þar sem það hefði ekki haft áhrif á íslenskt samfélag að bjarga þeim börnum. En einhvern veginn er þessi orðræða sem Hermann Jónasson og aðrir stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komin aftur á kreik í dag. Þessi orðræða er ekkert nema einangrunarstefna, svipað og ríkisstjórn Trumps talar fyrir í dag. Við fáum ekkert út úr því að einangra okkur í alþjóðlegu samfélagi. Orðræðan ætti frekar að vera um að heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild sinni sé fjársvelt. Sækja þarf fjármagnið á réttum stöðum, ekki láta það bitna á þeim sem minna mega sín. Það er hægt að sækja meira fjármagn með því að breyta kvótakerfinu, það er mjög óeðlilegt að hér séu nokkrir einstaklingar sem má kalla „kvótakónga“ þegar þessir peningar eiga að fara beint í ríkiskassann. Sama á við um fjármagnið í ferðaþjónustunni. Það eru til ýmsar betri leiðir til að sækja fjármagn fyrir þessi málefni sem tengjast ekki því að gera líf annarra verra, líf annarra sem búa við aðstæður sem Íslendingar geta ekki gert sér hugarlund um. Það er líka ákveðin hræsni að slíkt slagorð kemur frá Miðflokknum þegar formaður flokksins var sjálfur sekur um að fara með fjármagn úr aflandsfélaginu sínu, Wintris, út fyrir landssteinanna. Ekki var hann að setja Ísland í fyrsta sæti með slíku framferði. Finnum betri leiðir til að fjármagna grunnstoðir samfélagsins sem gerir líf Íslendinga betra frekar en að einangra landið, gera Ísland veikara á alþjóðavettvangi og taka fjármagn af þeim sem minna mega sín. Verum fyrirmyndar samfélag og stöndum saman, með mannúð í fyrirrúmi. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun