Jólagjöfin í ár Hörður Ægisson skrifar 28. desember 2018 08:00 Skjótt skipast veður í lofti. Eftir stöðugar verðhækkanir var heimsmarkaðsverðið á hráolíu komið yfir 80 Bandaríkjadali í lok september og hafði ekki verið hærra í um fjögur ár. Þrátt fyrir að hafa hækkað um liðlega 30 prósent fyrstu níu mánuði ársins töldu flestir greinendur, sökum þess að útlit væri fyrir skort á framboði, engar olíuverðslækkanir vera í spákortunum heldur stæðu fremur líkur til þess að verðið myndi halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Fyrir íslensku flugfélögin, sem hafa staðið höllum fæti og þurfa að greiða jafnvirði um 60 milljarða króna fyrir þotueldsneyti á þessu ári, voru þetta sérstaklega váleg tíðindi. Sem betur fer gengu spárnar ekki eftir heldur hefur heimsmarkaðsverð á olíu þess í stað hrunið um nærri 40 prósent á aðeins tæplega þremur mánuðum og stendur núna í um 53 dölum fatið. Hvað gerðist? Orsakirnar eru auðvitað margþættar en skyndilegt offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu vestanhafs, ásamt væntingum um minni eftirspurn og hægari vöxt í alþjóðahagkerfinu sökum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína skýra ekki hvað síst þetta mikla verðfall. Þá hefur ákvörðun aðildarríkja OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að draga úr framleiðslu sinni í því skyni að reyna að vinna gegn frekari lækkun á olíuverði ekki skilað tilætluðum árangri. Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum, benti einnig á það í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að mörg ríki hefðu búið sig undir stífar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart stjórnvöldum í Íran með því að bæta hjá sér birgðastöðuna. Þegar á hólminn var komið reyndust aðgerðirnar mun vægari en haldið var í fyrstu – og með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka mjög skarpt. Fáar þjóðir nota jafn mikið af olíu og Íslendingar á hvern íbúa. Sveiflur á olíuverði hafa því gríðarmikil áhrif á allt íslenskt efnahagslíf en olíunotkun Íslendinga hefur stóraukist – um 40 prósent frá 2010 – samhliða vexti ferðaþjónustunnar. Þar skipta flugsamgöngur mestu máli en olíunotkun flugfélaganna hefur þrefaldast á aðeins sjö árum og í fyrra stóðu þau undir um 38 prósentum af heildarolíunotkun. Mikil verðlækkun á olíu kemur sér því vel fyrir flugfélögin, ekki hvað síst WOW air sem hefur ekki varið eldneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Áætlað er að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á þotueldsneyti hafi það jákvæð áhrif á afkomu Icelandair og WOW air sem nemur um 1.500 til 2.000 milljónum á ársgrundvelli. Það munar um minna á tímum þegar félögin hafa verið að berjast í bökkum. Það eru auðvitað ekki aðeins fyrirtækin sem njóta góðs af lægra olíuverði. Ávinningurinn fyrir heimilin er ekki síðri þar sem verð á ýmsum innfluttum vörum ætti að fara lækkandi og þrýstingur til aukinnar verðbólgu að sama skapi að minnka. Tímasetningin gæti vart verið betri enda er verðbólgan nú að nálgast fjögur prósent – og hefur ekki mælst hærri í fjögur ár – sem stafar ekki síst af miklum olíuverðshækkunum síðustu misseri og veikingu krónunnar. Flestir hafa talið að Seðlabankinn verði í vaxtahækkunarham á nýju ári, meðal annars vegna hækkandi hrávöruverðs, en samkvæmt grunnspá bankans gerir hann ráð fyrir að olíuverð verði í kringum 80 dali á árinu 2019. Haldist verðið hins vegar á svipuðum slóðum og nú mun það auka líkur á að til þess þurfi ekki að koma. Hríðlækkandi olíuverð er því réttnefnd jólagjöfin í ár fyrir íslensku eyðsluklóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Eftir stöðugar verðhækkanir var heimsmarkaðsverðið á hráolíu komið yfir 80 Bandaríkjadali í lok september og hafði ekki verið hærra í um fjögur ár. Þrátt fyrir að hafa hækkað um liðlega 30 prósent fyrstu níu mánuði ársins töldu flestir greinendur, sökum þess að útlit væri fyrir skort á framboði, engar olíuverðslækkanir vera í spákortunum heldur stæðu fremur líkur til þess að verðið myndi halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Fyrir íslensku flugfélögin, sem hafa staðið höllum fæti og þurfa að greiða jafnvirði um 60 milljarða króna fyrir þotueldsneyti á þessu ári, voru þetta sérstaklega váleg tíðindi. Sem betur fer gengu spárnar ekki eftir heldur hefur heimsmarkaðsverð á olíu þess í stað hrunið um nærri 40 prósent á aðeins tæplega þremur mánuðum og stendur núna í um 53 dölum fatið. Hvað gerðist? Orsakirnar eru auðvitað margþættar en skyndilegt offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu vestanhafs, ásamt væntingum um minni eftirspurn og hægari vöxt í alþjóðahagkerfinu sökum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína skýra ekki hvað síst þetta mikla verðfall. Þá hefur ákvörðun aðildarríkja OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að draga úr framleiðslu sinni í því skyni að reyna að vinna gegn frekari lækkun á olíuverði ekki skilað tilætluðum árangri. Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum, benti einnig á það í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að mörg ríki hefðu búið sig undir stífar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart stjórnvöldum í Íran með því að bæta hjá sér birgðastöðuna. Þegar á hólminn var komið reyndust aðgerðirnar mun vægari en haldið var í fyrstu – og með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka mjög skarpt. Fáar þjóðir nota jafn mikið af olíu og Íslendingar á hvern íbúa. Sveiflur á olíuverði hafa því gríðarmikil áhrif á allt íslenskt efnahagslíf en olíunotkun Íslendinga hefur stóraukist – um 40 prósent frá 2010 – samhliða vexti ferðaþjónustunnar. Þar skipta flugsamgöngur mestu máli en olíunotkun flugfélaganna hefur þrefaldast á aðeins sjö árum og í fyrra stóðu þau undir um 38 prósentum af heildarolíunotkun. Mikil verðlækkun á olíu kemur sér því vel fyrir flugfélögin, ekki hvað síst WOW air sem hefur ekki varið eldneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Áætlað er að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á þotueldsneyti hafi það jákvæð áhrif á afkomu Icelandair og WOW air sem nemur um 1.500 til 2.000 milljónum á ársgrundvelli. Það munar um minna á tímum þegar félögin hafa verið að berjast í bökkum. Það eru auðvitað ekki aðeins fyrirtækin sem njóta góðs af lægra olíuverði. Ávinningurinn fyrir heimilin er ekki síðri þar sem verð á ýmsum innfluttum vörum ætti að fara lækkandi og þrýstingur til aukinnar verðbólgu að sama skapi að minnka. Tímasetningin gæti vart verið betri enda er verðbólgan nú að nálgast fjögur prósent – og hefur ekki mælst hærri í fjögur ár – sem stafar ekki síst af miklum olíuverðshækkunum síðustu misseri og veikingu krónunnar. Flestir hafa talið að Seðlabankinn verði í vaxtahækkunarham á nýju ári, meðal annars vegna hækkandi hrávöruverðs, en samkvæmt grunnspá bankans gerir hann ráð fyrir að olíuverð verði í kringum 80 dali á árinu 2019. Haldist verðið hins vegar á svipuðum slóðum og nú mun það auka líkur á að til þess þurfi ekki að koma. Hríðlækkandi olíuverð er því réttnefnd jólagjöfin í ár fyrir íslensku eyðsluklóna.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar