Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 14:37 Flugeldar hafa verið ómissandi hluti af áramótum margra. Fréttablaðið/ernir Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Tæplega 7 prósent vilja banna þá alfarið og tæplega 48% vilja hefta söluna að einhverju leyti. Þetta má lesa úr svörum þeirra 817 manns sem svöruðu spurningum sem Maskína lagði fyrir fyrr í þessum mánuði. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að karlar vilji frekar halda í óbreytt fyrirkomulag en konur. Hlutfall karla sem vilja núverandi sölufyrirkomulag er 53,3 prósent en 37,3 prósent kvenna. Þá eru konur hlynntari því að leyfa sölu eingöngu til flugeldasýninga (33,8 prósent) en karlar (22,6 prósent). Fólk á aldursbilinu 40-49 ára er líklegast til þess að vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Könnunin gefur jafnframt til kynna að Reykvíkingar séu ólíklegastir til að vilja óbreytt fyrirkomulag, eða á bilinu 35-36 prósent. Þeir eru einnig líklegastir til þess að vilja hefta sölu á flugeldum á einn eða annan hátt. Norðlendingar eru líklegastir til þess að vilja hafa óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda, eða um 60 prósent. Þá er einnig töluverður munur á afstöðu fólks eftir menntun og stjórnmálaskoðunum. Þeir sem eru meira menntaðir eru hlynntari því að vilja breytt sölufyrirkomulag og kjósendur Pírata eru líklegastir til að vilja banna flugelda alfarið.Skýrsluna í PDF-formi má nálgast með því að smella hér. Flugeldar Tengdar fréttir Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Tæplega 7 prósent vilja banna þá alfarið og tæplega 48% vilja hefta söluna að einhverju leyti. Þetta má lesa úr svörum þeirra 817 manns sem svöruðu spurningum sem Maskína lagði fyrir fyrr í þessum mánuði. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að karlar vilji frekar halda í óbreytt fyrirkomulag en konur. Hlutfall karla sem vilja núverandi sölufyrirkomulag er 53,3 prósent en 37,3 prósent kvenna. Þá eru konur hlynntari því að leyfa sölu eingöngu til flugeldasýninga (33,8 prósent) en karlar (22,6 prósent). Fólk á aldursbilinu 40-49 ára er líklegast til þess að vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Könnunin gefur jafnframt til kynna að Reykvíkingar séu ólíklegastir til að vilja óbreytt fyrirkomulag, eða á bilinu 35-36 prósent. Þeir eru einnig líklegastir til þess að vilja hefta sölu á flugeldum á einn eða annan hátt. Norðlendingar eru líklegastir til þess að vilja hafa óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda, eða um 60 prósent. Þá er einnig töluverður munur á afstöðu fólks eftir menntun og stjórnmálaskoðunum. Þeir sem eru meira menntaðir eru hlynntari því að vilja breytt sölufyrirkomulag og kjósendur Pírata eru líklegastir til að vilja banna flugelda alfarið.Skýrsluna í PDF-formi má nálgast með því að smella hér.
Flugeldar Tengdar fréttir Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00
Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01