Skálkaskjól Guðmundur Steingrímsson skrifar 10. desember 2018 07:30 Eitt megineinkennið á samtíma okkar er hið yfirgripsmikla siðferðislega afstæði sem blasir við á sviði stjórnmálanna, einkum og sér í lagi, og ruglar marga í ríminu. Hvað má? Hvað má ekki? Eru einhver mörk? Auðvitað er umburðarlyndi fallegt. Það er mikill og sígildur sannleikur að maður eigi að fara varlega í því að dæma annað fólk. Öllum getur orðið á og það er vandlifað. En maður hlýtur líka að mega gera þá kröfu til leiðtoga heilu þjóðanna og annarra sem hafa valist í ábyrgðarstöður að þeir sýni einhvers konar gott fordæmi og geri sanngjarnar og skynsamlegar kröfur til sjálfs sín og annarra. Og reyni svo að gera sitt besta. Staðan er hins vegar sú, að ég held að það sé óhætt að fullyrða að persóna í stjórnmálum geti orðið uppvís að nánast hvaða misindisverknaði sem er — notum bara ímyndunaraflið — og hún gæti komist upp með það. Flest virðist finna sér fylgi. Flest finnur sér málsvara og réttlætingu. Það virðist líka yfirleitt hægt að þyrla upp nógu miklu ryki til að beina sjónum frá aðalatriðum málanna. Fjaðrafok veitir skjól.Minnisstætt samtal Tökum skálduð dæmi. Verði maður uppvís að því að flytja inn ólögleg vopn um langt árabil og að vera forsvarsmaður í umfangsmiklum mansalshring er allt eins víst að slíkur aðili afli sér fylgismanna á meðal þeirra sem telja þannig athafnasemi bera vott um styrk og sjálfsbjargarviðleitni. Verði maður gripinn við langvarandi peningaþvætti og skattaundanskot er allt eins víst að slíkur nái kjöri á þing sem lipur fjármálamaður. Verði maður staðinn að raðlygum á degi hverjum er vel mögulegt að halda því fram að mælskan sé samt engri lík og því erindið brýnt. Andsetnustu einstaklingar sem dreifa djöfulskap og sundrungu eru jafnvel taldir til uppbyggingarafla í þjóðfélögum. Skúrkar í augum einhverra eru sterkir leiðtogar á augum annarra. Eitthvert það minnisstæðasta samtal sem ég hef nokkurn tímann átt við mann um stjórnmál átti sér stað í Vestmannaeyjum fyrir allnokkrum árum. Píreygður, rámur og veðurbarinn Eyjamaður hóf að spjalla við mig eftir stjórnmálafund. Honum leist illa á málin. Stjórnmálin voru ekki eins og þau voru. „Ég hef alltaf haft einn stjórnmálamann í sérstöku uppáhaldi,“ sagði hann og tók sopa af bjórnum sínum. „Nú, og hver er það?“ spurði ég áhugasamur. „Það er hann Hitler,“ sagði maðurinn. Botnlaust undrunarefni Ég varð orðlaus, eins og gefur að skilja, um stundarsakir. „Jahá,“ sagði ég. „En Hitler gerði marga reiða.“ Ég kaus þannig að reyna að snúa þessum manni frá villu síns vegar með vissri lagni. Það mistókst. „Jú, jú,“ svaraði hann, gallharður. „Það er alveg rétt. Auðvitað fór Hitler yfir strikið. En hann var maður verka. Hann byggði hraðbrautirnar.“ Ég geri ekki ráð fyrir að viðhorf þessa manns endurspegli almennt stjórnmálaviðhorf í Eyjum, en punkturinn er nokkuð skýr: Það eru engin takmörk fyrir því hvað skoðanir annars fólks geta slegið mann út af laginu, hvað viðhorfin geta komið manni fullkomlega í opna skjöldu. Fólk sem maður telur til svívirðilegustu glæpamanna mannkynssögunnar njóta aðdáunar annarra.Niður á sama plan Hver er frábær? Hver er ekki frábær? Þetta einkenni á veröldinni, sem er afstæðið, má glöggt greina í hinum mögnuðu andstæðum sem birtast okkar í núverandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þegar kemur að siðferðisþreki er himinn og haf á milli Baracks Obama og Donalds Trump. Annar er til fyrirmyndar. Hinn vægast sagt ekki. Kannanir hafa gefið til kynna að þeir njóti svipaðs fylgis. Það finnst mér ótrúlegt. Yfirgripsmikill skortur á siðferðisvitund skiptir stóran hluta kjósenda engu máli. Þannig að. Jú, jú, það er hægt að sitja sem fastast á hvaða stól sem er eftir nánast hvaða skandal sem er. Hlutir gleymast. Við þetta sífellda niðurrif á siðferðisþreki innan stjórnmálanna verður áhugaverður vítahringur til. Stjórnmálamenn missa almennt traust. Álitið verður lítið sem ekkert. Alls konar misgjörðum er þar með trúað upp á stjórnmálamenn. Það veitir aftur skúrkum enn meira skjól til að haga sér illa. Sem aftur minnkar traust. Sem aftur skapar enn meira skjól. Það er mikilvægara en nokkru sinni, held ég, að kjósendur geri þá kröfu að fólk í stjórnmálum breyti þessu. Að það innleiði mælikvarða og siðferðismörk. Það er hlutverk þess. Við megum ekki við því, út af gríðarstórum ógnunum sem steðja að mannkyninu og ákvörðunum sem þarf að taka, að stjórnmálin séu leiksvæði tækifærissinna. Af þessum sökum er eftirleikur Klaustursupptakanna, og málsvörn forsprakkanna, jafnvel alvarlegri en upptökurnar sjálfar. Reynt er að draga aðra niður á sama plan í einhvers konar siðferðislegri hryðjuverkastarfsemi, svo eftir standi sviðin jörð þar sem allir eru vafasamir. Það er sami rassinn undir okkur öllum, segir Sigmundur. Auðvitað er það ekki þannig. Sumir eru betri en aðrir. Spyrjið bara stólinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Eitt megineinkennið á samtíma okkar er hið yfirgripsmikla siðferðislega afstæði sem blasir við á sviði stjórnmálanna, einkum og sér í lagi, og ruglar marga í ríminu. Hvað má? Hvað má ekki? Eru einhver mörk? Auðvitað er umburðarlyndi fallegt. Það er mikill og sígildur sannleikur að maður eigi að fara varlega í því að dæma annað fólk. Öllum getur orðið á og það er vandlifað. En maður hlýtur líka að mega gera þá kröfu til leiðtoga heilu þjóðanna og annarra sem hafa valist í ábyrgðarstöður að þeir sýni einhvers konar gott fordæmi og geri sanngjarnar og skynsamlegar kröfur til sjálfs sín og annarra. Og reyni svo að gera sitt besta. Staðan er hins vegar sú, að ég held að það sé óhætt að fullyrða að persóna í stjórnmálum geti orðið uppvís að nánast hvaða misindisverknaði sem er — notum bara ímyndunaraflið — og hún gæti komist upp með það. Flest virðist finna sér fylgi. Flest finnur sér málsvara og réttlætingu. Það virðist líka yfirleitt hægt að þyrla upp nógu miklu ryki til að beina sjónum frá aðalatriðum málanna. Fjaðrafok veitir skjól.Minnisstætt samtal Tökum skálduð dæmi. Verði maður uppvís að því að flytja inn ólögleg vopn um langt árabil og að vera forsvarsmaður í umfangsmiklum mansalshring er allt eins víst að slíkur aðili afli sér fylgismanna á meðal þeirra sem telja þannig athafnasemi bera vott um styrk og sjálfsbjargarviðleitni. Verði maður gripinn við langvarandi peningaþvætti og skattaundanskot er allt eins víst að slíkur nái kjöri á þing sem lipur fjármálamaður. Verði maður staðinn að raðlygum á degi hverjum er vel mögulegt að halda því fram að mælskan sé samt engri lík og því erindið brýnt. Andsetnustu einstaklingar sem dreifa djöfulskap og sundrungu eru jafnvel taldir til uppbyggingarafla í þjóðfélögum. Skúrkar í augum einhverra eru sterkir leiðtogar á augum annarra. Eitthvert það minnisstæðasta samtal sem ég hef nokkurn tímann átt við mann um stjórnmál átti sér stað í Vestmannaeyjum fyrir allnokkrum árum. Píreygður, rámur og veðurbarinn Eyjamaður hóf að spjalla við mig eftir stjórnmálafund. Honum leist illa á málin. Stjórnmálin voru ekki eins og þau voru. „Ég hef alltaf haft einn stjórnmálamann í sérstöku uppáhaldi,“ sagði hann og tók sopa af bjórnum sínum. „Nú, og hver er það?“ spurði ég áhugasamur. „Það er hann Hitler,“ sagði maðurinn. Botnlaust undrunarefni Ég varð orðlaus, eins og gefur að skilja, um stundarsakir. „Jahá,“ sagði ég. „En Hitler gerði marga reiða.“ Ég kaus þannig að reyna að snúa þessum manni frá villu síns vegar með vissri lagni. Það mistókst. „Jú, jú,“ svaraði hann, gallharður. „Það er alveg rétt. Auðvitað fór Hitler yfir strikið. En hann var maður verka. Hann byggði hraðbrautirnar.“ Ég geri ekki ráð fyrir að viðhorf þessa manns endurspegli almennt stjórnmálaviðhorf í Eyjum, en punkturinn er nokkuð skýr: Það eru engin takmörk fyrir því hvað skoðanir annars fólks geta slegið mann út af laginu, hvað viðhorfin geta komið manni fullkomlega í opna skjöldu. Fólk sem maður telur til svívirðilegustu glæpamanna mannkynssögunnar njóta aðdáunar annarra.Niður á sama plan Hver er frábær? Hver er ekki frábær? Þetta einkenni á veröldinni, sem er afstæðið, má glöggt greina í hinum mögnuðu andstæðum sem birtast okkar í núverandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þegar kemur að siðferðisþreki er himinn og haf á milli Baracks Obama og Donalds Trump. Annar er til fyrirmyndar. Hinn vægast sagt ekki. Kannanir hafa gefið til kynna að þeir njóti svipaðs fylgis. Það finnst mér ótrúlegt. Yfirgripsmikill skortur á siðferðisvitund skiptir stóran hluta kjósenda engu máli. Þannig að. Jú, jú, það er hægt að sitja sem fastast á hvaða stól sem er eftir nánast hvaða skandal sem er. Hlutir gleymast. Við þetta sífellda niðurrif á siðferðisþreki innan stjórnmálanna verður áhugaverður vítahringur til. Stjórnmálamenn missa almennt traust. Álitið verður lítið sem ekkert. Alls konar misgjörðum er þar með trúað upp á stjórnmálamenn. Það veitir aftur skúrkum enn meira skjól til að haga sér illa. Sem aftur minnkar traust. Sem aftur skapar enn meira skjól. Það er mikilvægara en nokkru sinni, held ég, að kjósendur geri þá kröfu að fólk í stjórnmálum breyti þessu. Að það innleiði mælikvarða og siðferðismörk. Það er hlutverk þess. Við megum ekki við því, út af gríðarstórum ógnunum sem steðja að mannkyninu og ákvörðunum sem þarf að taka, að stjórnmálin séu leiksvæði tækifærissinna. Af þessum sökum er eftirleikur Klaustursupptakanna, og málsvörn forsprakkanna, jafnvel alvarlegri en upptökurnar sjálfar. Reynt er að draga aðra niður á sama plan í einhvers konar siðferðislegri hryðjuverkastarfsemi, svo eftir standi sviðin jörð þar sem allir eru vafasamir. Það er sami rassinn undir okkur öllum, segir Sigmundur. Auðvitað er það ekki þannig. Sumir eru betri en aðrir. Spyrjið bara stólinn.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar