Flutt með þyrlu úr grunnbúðum Everest: „Ég er lúxuspía“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2018 15:30 „Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010, gekk í gegnum erfiða meðferð og losnaði við meinið.Sjá einnig: Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífumHenni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja. Rétt fyrir fimm ára markið fékk hún hins vegar þær fréttir að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, í þetta sinn væri það ólæknandi og líklega ætti hún aðeins eitt til þrjú ár eftir. Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Stjórnar aðstæðum sjálf í fjallgöngunum Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest.Er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest.„Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý verður heimsótt í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir. Everest Ísland í dag Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
„Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010, gekk í gegnum erfiða meðferð og losnaði við meinið.Sjá einnig: Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífumHenni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja. Rétt fyrir fimm ára markið fékk hún hins vegar þær fréttir að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, í þetta sinn væri það ólæknandi og líklega ætti hún aðeins eitt til þrjú ár eftir. Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Stjórnar aðstæðum sjálf í fjallgöngunum Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest.Er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest.„Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý verður heimsótt í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir.
Everest Ísland í dag Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira