Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. september 2012 18:54 Kona sem greindist með leghálskrabbamein segir það bjarga lífi kvenna að fara nógu snemma í krabbameinsleit. Hún hafi verið kærulaus og dregið það enda hafi henni fundist fráleitt að jafn ung kona og hún gæti fengið slíkt krabbamein. Þeim konum sem mæta í reglubundna leghálskrabbameinsleit hefur fækkað síðustu ár. Heilbrigðisstarfsfólk hefur af þessu áhyggjur enda hefur þetta haft þau áhrif að fleiri konur greinast nú en áður með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi. Það þýðir að fleiri konur þurfa á viðameiri meðferð að halda líkt og geislum og lyfjameðferð. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir greindist með leghálskrabbamein rétt fyrir jól árið 2010. „Þá var ég bara búin að vera í hálft ár að harka af mér að fara til kvennsjúkdómalæknis vegna þess að ég hefði ekki náð að hafa jafna mig eftir barnsburð. Þannig að þegar ég kom til hennar þá hvarflaði ekki að mér að ég væri með krabbamein því mér fannst það eiginlega fráleitt að 37 ára gömul kona væri með leghálskrabbamein. Það var ekki til í huga mér," segir Guðrún. Læknirinn sá strax að hún var með stórt æxli á stærð við tennisbolta. Hún fór strax í krabbameinsmeðferð, fulla geisla- og lyfjameðferð. Í dag líður Guðrúnu vel. Hún fékk góðan bata og þakkar það meðal annars frábæru starfsfólki á Landspítalanum. Þá segir hún það hafa hjálpað mikið að vera með ungt barn heima til að hugsa um. Hún á fjögur börn og yngsti sonur hennar var aðeins níu mánaða þegar hún greindist með krabbamein. Hún segir mikilvægt að konur mæti reglulega í krabbameinsskoðun. „Þetta er bara staðreynd konur fá leghálskrabbamein á öllum aldri og það er nauðsynlegt að fara í skoðun og það er það sem að bjargar lífi kvenna sem að greinast með þetta það er að fara nógu snemma í skoðun," segir hún.Varstu ekki búin að fara reglulega í skoðun? spyr fréttakona. „Nei ég var kærulaus," svarar Guðrún. „Ég var ekki búin að fara reglulega, ég var búin að vera löt. Ég var búin að skippa og halda að það væri allt í lagi að ég færi bara næst eða nota tækifærið þegar ég virkilega þyrfti þess út af einhverju öðru. Ég sem betur fer hafði alltaf verið heilbrigð og ekki þurft mikið að leita til kvennsjúkdómalækna en svo náttúrulega sýpur maður seyðið af því. Því það er staðreynd að maður þarf að fara, það er ástæða fyrir því að maður fær þennan póst," segir Guðrún. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Kona sem greindist með leghálskrabbamein segir það bjarga lífi kvenna að fara nógu snemma í krabbameinsleit. Hún hafi verið kærulaus og dregið það enda hafi henni fundist fráleitt að jafn ung kona og hún gæti fengið slíkt krabbamein. Þeim konum sem mæta í reglubundna leghálskrabbameinsleit hefur fækkað síðustu ár. Heilbrigðisstarfsfólk hefur af þessu áhyggjur enda hefur þetta haft þau áhrif að fleiri konur greinast nú en áður með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi. Það þýðir að fleiri konur þurfa á viðameiri meðferð að halda líkt og geislum og lyfjameðferð. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir greindist með leghálskrabbamein rétt fyrir jól árið 2010. „Þá var ég bara búin að vera í hálft ár að harka af mér að fara til kvennsjúkdómalæknis vegna þess að ég hefði ekki náð að hafa jafna mig eftir barnsburð. Þannig að þegar ég kom til hennar þá hvarflaði ekki að mér að ég væri með krabbamein því mér fannst það eiginlega fráleitt að 37 ára gömul kona væri með leghálskrabbamein. Það var ekki til í huga mér," segir Guðrún. Læknirinn sá strax að hún var með stórt æxli á stærð við tennisbolta. Hún fór strax í krabbameinsmeðferð, fulla geisla- og lyfjameðferð. Í dag líður Guðrúnu vel. Hún fékk góðan bata og þakkar það meðal annars frábæru starfsfólki á Landspítalanum. Þá segir hún það hafa hjálpað mikið að vera með ungt barn heima til að hugsa um. Hún á fjögur börn og yngsti sonur hennar var aðeins níu mánaða þegar hún greindist með krabbamein. Hún segir mikilvægt að konur mæti reglulega í krabbameinsskoðun. „Þetta er bara staðreynd konur fá leghálskrabbamein á öllum aldri og það er nauðsynlegt að fara í skoðun og það er það sem að bjargar lífi kvenna sem að greinast með þetta það er að fara nógu snemma í skoðun," segir hún.Varstu ekki búin að fara reglulega í skoðun? spyr fréttakona. „Nei ég var kærulaus," svarar Guðrún. „Ég var ekki búin að fara reglulega, ég var búin að vera löt. Ég var búin að skippa og halda að það væri allt í lagi að ég færi bara næst eða nota tækifærið þegar ég virkilega þyrfti þess út af einhverju öðru. Ég sem betur fer hafði alltaf verið heilbrigð og ekki þurft mikið að leita til kvennsjúkdómalækna en svo náttúrulega sýpur maður seyðið af því. Því það er staðreynd að maður þarf að fara, það er ástæða fyrir því að maður fær þennan póst," segir Guðrún.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira