Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. september 2012 18:54 Kona sem greindist með leghálskrabbamein segir það bjarga lífi kvenna að fara nógu snemma í krabbameinsleit. Hún hafi verið kærulaus og dregið það enda hafi henni fundist fráleitt að jafn ung kona og hún gæti fengið slíkt krabbamein. Þeim konum sem mæta í reglubundna leghálskrabbameinsleit hefur fækkað síðustu ár. Heilbrigðisstarfsfólk hefur af þessu áhyggjur enda hefur þetta haft þau áhrif að fleiri konur greinast nú en áður með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi. Það þýðir að fleiri konur þurfa á viðameiri meðferð að halda líkt og geislum og lyfjameðferð. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir greindist með leghálskrabbamein rétt fyrir jól árið 2010. „Þá var ég bara búin að vera í hálft ár að harka af mér að fara til kvennsjúkdómalæknis vegna þess að ég hefði ekki náð að hafa jafna mig eftir barnsburð. Þannig að þegar ég kom til hennar þá hvarflaði ekki að mér að ég væri með krabbamein því mér fannst það eiginlega fráleitt að 37 ára gömul kona væri með leghálskrabbamein. Það var ekki til í huga mér," segir Guðrún. Læknirinn sá strax að hún var með stórt æxli á stærð við tennisbolta. Hún fór strax í krabbameinsmeðferð, fulla geisla- og lyfjameðferð. Í dag líður Guðrúnu vel. Hún fékk góðan bata og þakkar það meðal annars frábæru starfsfólki á Landspítalanum. Þá segir hún það hafa hjálpað mikið að vera með ungt barn heima til að hugsa um. Hún á fjögur börn og yngsti sonur hennar var aðeins níu mánaða þegar hún greindist með krabbamein. Hún segir mikilvægt að konur mæti reglulega í krabbameinsskoðun. „Þetta er bara staðreynd konur fá leghálskrabbamein á öllum aldri og það er nauðsynlegt að fara í skoðun og það er það sem að bjargar lífi kvenna sem að greinast með þetta það er að fara nógu snemma í skoðun," segir hún.Varstu ekki búin að fara reglulega í skoðun? spyr fréttakona. „Nei ég var kærulaus," svarar Guðrún. „Ég var ekki búin að fara reglulega, ég var búin að vera löt. Ég var búin að skippa og halda að það væri allt í lagi að ég færi bara næst eða nota tækifærið þegar ég virkilega þyrfti þess út af einhverju öðru. Ég sem betur fer hafði alltaf verið heilbrigð og ekki þurft mikið að leita til kvennsjúkdómalækna en svo náttúrulega sýpur maður seyðið af því. Því það er staðreynd að maður þarf að fara, það er ástæða fyrir því að maður fær þennan póst," segir Guðrún. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Kona sem greindist með leghálskrabbamein segir það bjarga lífi kvenna að fara nógu snemma í krabbameinsleit. Hún hafi verið kærulaus og dregið það enda hafi henni fundist fráleitt að jafn ung kona og hún gæti fengið slíkt krabbamein. Þeim konum sem mæta í reglubundna leghálskrabbameinsleit hefur fækkað síðustu ár. Heilbrigðisstarfsfólk hefur af þessu áhyggjur enda hefur þetta haft þau áhrif að fleiri konur greinast nú en áður með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi. Það þýðir að fleiri konur þurfa á viðameiri meðferð að halda líkt og geislum og lyfjameðferð. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir greindist með leghálskrabbamein rétt fyrir jól árið 2010. „Þá var ég bara búin að vera í hálft ár að harka af mér að fara til kvennsjúkdómalæknis vegna þess að ég hefði ekki náð að hafa jafna mig eftir barnsburð. Þannig að þegar ég kom til hennar þá hvarflaði ekki að mér að ég væri með krabbamein því mér fannst það eiginlega fráleitt að 37 ára gömul kona væri með leghálskrabbamein. Það var ekki til í huga mér," segir Guðrún. Læknirinn sá strax að hún var með stórt æxli á stærð við tennisbolta. Hún fór strax í krabbameinsmeðferð, fulla geisla- og lyfjameðferð. Í dag líður Guðrúnu vel. Hún fékk góðan bata og þakkar það meðal annars frábæru starfsfólki á Landspítalanum. Þá segir hún það hafa hjálpað mikið að vera með ungt barn heima til að hugsa um. Hún á fjögur börn og yngsti sonur hennar var aðeins níu mánaða þegar hún greindist með krabbamein. Hún segir mikilvægt að konur mæti reglulega í krabbameinsskoðun. „Þetta er bara staðreynd konur fá leghálskrabbamein á öllum aldri og það er nauðsynlegt að fara í skoðun og það er það sem að bjargar lífi kvenna sem að greinast með þetta það er að fara nógu snemma í skoðun," segir hún.Varstu ekki búin að fara reglulega í skoðun? spyr fréttakona. „Nei ég var kærulaus," svarar Guðrún. „Ég var ekki búin að fara reglulega, ég var búin að vera löt. Ég var búin að skippa og halda að það væri allt í lagi að ég færi bara næst eða nota tækifærið þegar ég virkilega þyrfti þess út af einhverju öðru. Ég sem betur fer hafði alltaf verið heilbrigð og ekki þurft mikið að leita til kvennsjúkdómalækna en svo náttúrulega sýpur maður seyðið af því. Því það er staðreynd að maður þarf að fara, það er ástæða fyrir því að maður fær þennan póst," segir Guðrún.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira