Álagið hefur afleiðingar Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Hversu hratt eigum við að hlaupa í vinnunni? Þetta er ein algengasta spurningin sem ég fæ frá félagsmönnum aðildarfélaga BSRB. Það er áhyggjuefni hvernig álagið á starfsmenn sem sinna opinberri þjónustu hefur aukist verulega á undanförnum árum þrátt fyrri uppsveiflu í efnahagslífinu. Við sjáum það hvert sem litið er að starfsemi hins opinbera er rekin á lágmarksmönnun. Okkar félagsmenn eru stoltir af því að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem heyra undir almannaþjónustuna. Þeir hafa lagt mikið á sig við að veita góða þjónustu þrátt fyrir mikið álag en það er ljóst að eitthvað þarf undan að láta. Afleiðingarnar af undirmönnun og álagi blasa við okkur. Tölur frá styrktarsjóðum aðildarfélaga BSRB sýna að heilsu félagsmanna hrakar. Tveir af hverjum þremur starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga eru konur og er það sama hlutfall kvenna sem leitar til VIRK vegna streitu og álags sem leiðir til kulnunar, geðsjúkdóma og stoðkerfisvandamála. Rannsóknir sýna að starfsfólk í velferðarþjónustu upplifir verri líkamlega og andlega heilsu og minni starfsánægju samanborið við aðrar starfsstéttir. Ítrekað hefur verið bent á að ein besta leiðin til að fyrirbyggja þetta er að vinna gegn streituvöldum á vinnustað, bæta aðstæður stjórnenda og vinnuumhverfis í heild. Í nýrri ársskýrslu Vinnueftirlitsins kemur fram að slysin séu flest í opinberri þjónustu og þar er lögreglan sérstaklega nefnd. Hér verður að bregðast við og tryggja að opinberir aðilar fylgi lögum og reglum um vinnuvernd. Almannaþjónustan gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu samfélagsins. Þetta eru störfin í heilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, menntun, löggæslu og víðar. Það má ekki veita neinn afslátt af mönnun, sér í lagi þegar skortur á starfsfólki hefur svo alvarlegar afleiðingar. Tryggja verður gott starfsumhverfi og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða vegna aukinnar slysa- og veikindafjarveru. Þetta er samfélagslegt verkefni og á því bera opinberir atvinnurekendur og stjórnvöld ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Hversu hratt eigum við að hlaupa í vinnunni? Þetta er ein algengasta spurningin sem ég fæ frá félagsmönnum aðildarfélaga BSRB. Það er áhyggjuefni hvernig álagið á starfsmenn sem sinna opinberri þjónustu hefur aukist verulega á undanförnum árum þrátt fyrri uppsveiflu í efnahagslífinu. Við sjáum það hvert sem litið er að starfsemi hins opinbera er rekin á lágmarksmönnun. Okkar félagsmenn eru stoltir af því að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem heyra undir almannaþjónustuna. Þeir hafa lagt mikið á sig við að veita góða þjónustu þrátt fyrir mikið álag en það er ljóst að eitthvað þarf undan að láta. Afleiðingarnar af undirmönnun og álagi blasa við okkur. Tölur frá styrktarsjóðum aðildarfélaga BSRB sýna að heilsu félagsmanna hrakar. Tveir af hverjum þremur starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga eru konur og er það sama hlutfall kvenna sem leitar til VIRK vegna streitu og álags sem leiðir til kulnunar, geðsjúkdóma og stoðkerfisvandamála. Rannsóknir sýna að starfsfólk í velferðarþjónustu upplifir verri líkamlega og andlega heilsu og minni starfsánægju samanborið við aðrar starfsstéttir. Ítrekað hefur verið bent á að ein besta leiðin til að fyrirbyggja þetta er að vinna gegn streituvöldum á vinnustað, bæta aðstæður stjórnenda og vinnuumhverfis í heild. Í nýrri ársskýrslu Vinnueftirlitsins kemur fram að slysin séu flest í opinberri þjónustu og þar er lögreglan sérstaklega nefnd. Hér verður að bregðast við og tryggja að opinberir aðilar fylgi lögum og reglum um vinnuvernd. Almannaþjónustan gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu samfélagsins. Þetta eru störfin í heilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, menntun, löggæslu og víðar. Það má ekki veita neinn afslátt af mönnun, sér í lagi þegar skortur á starfsfólki hefur svo alvarlegar afleiðingar. Tryggja verður gott starfsumhverfi og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða vegna aukinnar slysa- og veikindafjarveru. Þetta er samfélagslegt verkefni og á því bera opinberir atvinnurekendur og stjórnvöld ábyrgð.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun