Lögreglumann fóru á Flateyri til að kanna málið en þegar báturinn var að leggjast að bryggju og skipstjórinn varð var við lögregluna sneri hann frá, sigldi úr höfn og rakleiðis út Önundarfjörð.
Slökkti hann um leið öll siglingaljós og skömmu síðar slökkti hann einnig á sjálfvirkum tilkynningarskyldubúnaði. Því gat Vaktstöð siglinga ekki séð staðsetningu bátsins.
Í framhaldi af þessu voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar að bátnum, auk þyrlu og varðskips Landhelgisgæslunnar og fóru lögreglumenn á nálægar hafnir.
Um tveimur klukkutímum eftir að báturinn fór frá Flateyri kom hann í höfn á Suðureyri og var skipstjóri bátsins þá handtekinn og færður á lögreglustöðina á Ísafirði. Var hann grunaður um stjórn skips undir áhrifum fíkniefna auk gruns um brot á lögum um lögskráningu sjómanna.
Manninum hefur verið sleppt en rannsókn málsins heldur áfram.