Norður-Kóreumenn segja afvopnun í hættu vegna refsiaðgerða Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 11:15 Herforingjar Norður- og Suður-Kóreu takast í hendur á hlutlausa svæðinu á milli ríkjanna tveggja. Þau byrjuðu að rífa niður varðstöðvar við landamærin í síðustu viku. Vísir/EPA Stjórnvöld í Pjongjang fordæmdu harðnandi refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og vöruðu við því að þær gætu leitt til þess að þau muni aldrei fallast á að afvopnast í gær. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn þremur norðurkóreskum embættismönnum vegna mannréttindabrota í síðustu viku. Lítið hefur þokast í átt að afvopnun eða mýkri samskiptum á milli Norður-Kóreu og umheimsins eftir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í júní. Viðræðum sem áttu að fara fram á milli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Yong Chol, háttsetts embættismanns í Pjongjang, í nóvember var aflýst í skyndi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu norðurkóreska utanríkisráðherrans í gær var Trump lofaður fyrir „vilja“ til að bæta samskiptin. Bandaríski utanríkisráðuneytið væri hins vegar harðákveðið í að færa samskiptin aftur í sama far og í fyrra þegar þau einkenndust af hótunum á víxl. Varaði utanríkisráðherrann við því að ef Bandaríkjastjórn teldi að með refsiaðgerðunum gætu þau neytt Norður-Kóreu til þess að láta af hendi kjarnavopna sín „teldist það stærsta reikningsskekkja hennar og það mun stöðva leiðina að afkjarnavopnun Kóreuskaga til eilífðar, niðurstaða sem enginn kærir sig um“. Asía Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54 Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37 Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang fordæmdu harðnandi refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og vöruðu við því að þær gætu leitt til þess að þau muni aldrei fallast á að afvopnast í gær. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn þremur norðurkóreskum embættismönnum vegna mannréttindabrota í síðustu viku. Lítið hefur þokast í átt að afvopnun eða mýkri samskiptum á milli Norður-Kóreu og umheimsins eftir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í júní. Viðræðum sem áttu að fara fram á milli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Yong Chol, háttsetts embættismanns í Pjongjang, í nóvember var aflýst í skyndi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu norðurkóreska utanríkisráðherrans í gær var Trump lofaður fyrir „vilja“ til að bæta samskiptin. Bandaríski utanríkisráðuneytið væri hins vegar harðákveðið í að færa samskiptin aftur í sama far og í fyrra þegar þau einkenndust af hótunum á víxl. Varaði utanríkisráðherrann við því að ef Bandaríkjastjórn teldi að með refsiaðgerðunum gætu þau neytt Norður-Kóreu til þess að láta af hendi kjarnavopna sín „teldist það stærsta reikningsskekkja hennar og það mun stöðva leiðina að afkjarnavopnun Kóreuskaga til eilífðar, niðurstaða sem enginn kærir sig um“.
Asía Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54 Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37 Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54
Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37
Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36