Norður-Kóreumenn segja afvopnun í hættu vegna refsiaðgerða Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 11:15 Herforingjar Norður- og Suður-Kóreu takast í hendur á hlutlausa svæðinu á milli ríkjanna tveggja. Þau byrjuðu að rífa niður varðstöðvar við landamærin í síðustu viku. Vísir/EPA Stjórnvöld í Pjongjang fordæmdu harðnandi refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og vöruðu við því að þær gætu leitt til þess að þau muni aldrei fallast á að afvopnast í gær. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn þremur norðurkóreskum embættismönnum vegna mannréttindabrota í síðustu viku. Lítið hefur þokast í átt að afvopnun eða mýkri samskiptum á milli Norður-Kóreu og umheimsins eftir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í júní. Viðræðum sem áttu að fara fram á milli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Yong Chol, háttsetts embættismanns í Pjongjang, í nóvember var aflýst í skyndi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu norðurkóreska utanríkisráðherrans í gær var Trump lofaður fyrir „vilja“ til að bæta samskiptin. Bandaríski utanríkisráðuneytið væri hins vegar harðákveðið í að færa samskiptin aftur í sama far og í fyrra þegar þau einkenndust af hótunum á víxl. Varaði utanríkisráðherrann við því að ef Bandaríkjastjórn teldi að með refsiaðgerðunum gætu þau neytt Norður-Kóreu til þess að láta af hendi kjarnavopna sín „teldist það stærsta reikningsskekkja hennar og það mun stöðva leiðina að afkjarnavopnun Kóreuskaga til eilífðar, niðurstaða sem enginn kærir sig um“. Asía Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54 Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37 Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang fordæmdu harðnandi refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og vöruðu við því að þær gætu leitt til þess að þau muni aldrei fallast á að afvopnast í gær. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn þremur norðurkóreskum embættismönnum vegna mannréttindabrota í síðustu viku. Lítið hefur þokast í átt að afvopnun eða mýkri samskiptum á milli Norður-Kóreu og umheimsins eftir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í júní. Viðræðum sem áttu að fara fram á milli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Yong Chol, háttsetts embættismanns í Pjongjang, í nóvember var aflýst í skyndi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu norðurkóreska utanríkisráðherrans í gær var Trump lofaður fyrir „vilja“ til að bæta samskiptin. Bandaríski utanríkisráðuneytið væri hins vegar harðákveðið í að færa samskiptin aftur í sama far og í fyrra þegar þau einkenndust af hótunum á víxl. Varaði utanríkisráðherrann við því að ef Bandaríkjastjórn teldi að með refsiaðgerðunum gætu þau neytt Norður-Kóreu til þess að láta af hendi kjarnavopna sín „teldist það stærsta reikningsskekkja hennar og það mun stöðva leiðina að afkjarnavopnun Kóreuskaga til eilífðar, niðurstaða sem enginn kærir sig um“.
Asía Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54 Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37 Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54
Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37
Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36