Nefnd um öryggi í skólum vill vopna kennara Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2018 23:00 Donald Trump og Betsy DeVos ræddu skýrsluna í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stofnaði í kjölfar skotárásarinnar í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Flórída hefur lagt til að kennarar verði þjálfaðir og beri vopn. Nefndin leggur einnig til að lágmarksaldur til byssukaupa verði ekki hækkaður og tillögur sem lagðar voru fram í forsetatíð Barack Obama, sem ætlað var að vernda nemendur sem tilheyra minnihlutahópum, verði felldar niður. Nefndin fjallaði þar að auki um geðræn vandamál, ofbeldi í tölvuleikjum og kvikmyndum og fjölmiðla en fjallaði ekkert um byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Umrædd nefnd var leidd af Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, og var skýrsla hennar opinberuð í dag. Skýrslan er 177 blaðsíður og er henni ætlað að fjalla um öryggi í skólum með heildrænum hætti.Samtök skólastjóra í Bandaríkjunum sendu frá sér tilkynningu vegna skýrslunnar og segja undarlegt að nefndin hafi varið sjö mánuðum í að enduruppgötva gamlar tillögur og stefnur án þess að skoða byssueign með nokkrum hætti. „Byssur í höndum rangra aðila er samnefnari í skólaárásum,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá sagði enn fremur að það að nefndin hafi ekki fjallað um þá staðreynd og ekki lagt neitt til í þeim efnum væri vísvitandi. Þannig fórnaði nefndin eigin trúverðugleika.Samtökin gagnrýna einnig þá tillögu að láta kennara bera vopn hafi þegar verið alfarið hafnað af kennurum, foreldrum og nemendum.Segja tillögur sem fáir fóru eftir ógna öryggi Eins og áður segir er helsta uppástunga nefndarinnar að tillögur frá forsetatíð Obama verði felldar niður. Þeim var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að þeldökkum nemendum sé ekki refsað um of en skólum var ekki skylt að fylgja þeim. Nefndin segir þessar tillögur gera skóla hættulegri því þær komi í veg fyrir að hættulegum nemendum sé refsað eða þeir reknir úr skólum. Eins og bent er á í New York Times hefur þó enginn þeldökkur nemandi framið mannskæða skotárás í skóla á undanförnum árum.Tillögur þessar voru upprunalega lagðar fram árið 2014 eftir að rannsóknir sýndu að nemendur sem tilheyra minnihlutahópum þurftu oftar að sæta refsingum fyrir sömu brot og hvítir nemendur. Washington Post segir að rannsókn hafi sýnt að einungis 16 prósent skóla í Bandaríkjunum hafi breytt reglum sínum í samræmi við tillögurnar og nærri því helmingur forsvarsmanna þeirra skóla segir afleiðingarnar hafa verið jákvæðar. Einungis fjögur prósent sögð afleiðingarnar hafa verið neikvæðar.Nefndin leggur einnig til að kennarar og aðrir starfsmenn skóla verði þjálfaðir í vopnaburði og látnir bera vopn. Í skýrslunni segir að það að hafa slíkt starfsfólk sé góð leið til að koma í veg fyrir og stöðva árásir.Nikolas Cruz myrti sautján manns.AP/Amy Beth BennettVert er að benda á lögregluþjónn var að störfum í Marjory Stoneman Douglas skólanum en honum tókst ekki að koma í veg fyrir að Nikolas Cruz myrti sautján nemendur og kennara.Sjá einnig: Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór framÞegar kemur geðrænum vandamálum leggur nefndin ekki til nein tiltekin stefnumál eða auknar fjárveitingar. Þess í stað lagði hún til að löggæslustofnanir vinni betur að því að bera kennsl á hættulega aðila.Komu nánast ekkert að byssueign Nánast það eina sem nefndin segir um byssueign er að ríki taki upp tiltekin lög sem geri fólki, sem talið er að ógn stafi af, erfiðara að kaupa skotvopn en á sama tíma sagði nefndin að einhver ríki hefðu tekið of stór skref í þá átt. Nefndin leggur einnig til að fjölmiðlar og aðrir hætti að fjalla um árásarmenn og segir að umfjöllun um skotárásir ýfi upp sár fórnarlamba og auki líkurnar á fleiri árásum. Að hluta til séu árásarmenn að sækjast eftir frægð og að reyna að líkja eftir öðrum. Aðgengi ungmenna að ofbeldisfullu afþreyingarefni er sérstakt áhyggjuefni, samkvæmt nefndinni. Slíkt efni megi finna í sjónvarpi, tölvuleikjum, á samfélagsmiðlum, í tónlist, kvikmyndum, bókum og teiknimyndabókum. Sem dæmi nefnir nefndin að Cruz hafi spilað ofbeldisfulla tölvuleiki. „Einhverjir fræðimenn halda því fram að borð sem neyti mikils ofbeldisfulls afþreyingarefnis séu líklegri til félagslegrar einangrunar og ofbeldisfullar hegðunar,“ segir í skýrslunni. Þetta er þó gömul og umdeild skoðun. Það er satt að vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu en vísindamenn hafa einnig komist að andstæðri niðurstöðu. Að engin orsakatengsl séu á milli þess að spila ofbeldisfulla tölvuleiki og ofbeldis. Nefndin leggur til að aldurstakmarkanir á tölvuleikjum og öðru efni verði endurskoðaðar og að foreldrar noti stillingar á leikjatölvum og öðrum tækjum til að koma í veg fyrir að börn spili ofbeldisfulla tölvuleiki. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir Cruz Nikolas Cruz er sakaður um að hafa orðið 17 manns að bana í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í febrúar. 13. mars 2018 21:54 Dreifa fölsuðum myndum af ungri baráttukonu Myndirnar sýna Emmu González rífa í sundur stórt blað sem hefur verið breytt í bandarísku stjórnarskrána með myndvinnsluforriti. 26. mars 2018 13:40 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Faðir fórnarlambs skotárásarinnar í Parkland syrgir á afmælisdegi dóttur sinnar Jamie Guttenberg hefði orðið 15 ára þann 13. júlí. 14. júlí 2018 23:15 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Sjá meira
Nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stofnaði í kjölfar skotárásarinnar í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Flórída hefur lagt til að kennarar verði þjálfaðir og beri vopn. Nefndin leggur einnig til að lágmarksaldur til byssukaupa verði ekki hækkaður og tillögur sem lagðar voru fram í forsetatíð Barack Obama, sem ætlað var að vernda nemendur sem tilheyra minnihlutahópum, verði felldar niður. Nefndin fjallaði þar að auki um geðræn vandamál, ofbeldi í tölvuleikjum og kvikmyndum og fjölmiðla en fjallaði ekkert um byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Umrædd nefnd var leidd af Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, og var skýrsla hennar opinberuð í dag. Skýrslan er 177 blaðsíður og er henni ætlað að fjalla um öryggi í skólum með heildrænum hætti.Samtök skólastjóra í Bandaríkjunum sendu frá sér tilkynningu vegna skýrslunnar og segja undarlegt að nefndin hafi varið sjö mánuðum í að enduruppgötva gamlar tillögur og stefnur án þess að skoða byssueign með nokkrum hætti. „Byssur í höndum rangra aðila er samnefnari í skólaárásum,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá sagði enn fremur að það að nefndin hafi ekki fjallað um þá staðreynd og ekki lagt neitt til í þeim efnum væri vísvitandi. Þannig fórnaði nefndin eigin trúverðugleika.Samtökin gagnrýna einnig þá tillögu að láta kennara bera vopn hafi þegar verið alfarið hafnað af kennurum, foreldrum og nemendum.Segja tillögur sem fáir fóru eftir ógna öryggi Eins og áður segir er helsta uppástunga nefndarinnar að tillögur frá forsetatíð Obama verði felldar niður. Þeim var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að þeldökkum nemendum sé ekki refsað um of en skólum var ekki skylt að fylgja þeim. Nefndin segir þessar tillögur gera skóla hættulegri því þær komi í veg fyrir að hættulegum nemendum sé refsað eða þeir reknir úr skólum. Eins og bent er á í New York Times hefur þó enginn þeldökkur nemandi framið mannskæða skotárás í skóla á undanförnum árum.Tillögur þessar voru upprunalega lagðar fram árið 2014 eftir að rannsóknir sýndu að nemendur sem tilheyra minnihlutahópum þurftu oftar að sæta refsingum fyrir sömu brot og hvítir nemendur. Washington Post segir að rannsókn hafi sýnt að einungis 16 prósent skóla í Bandaríkjunum hafi breytt reglum sínum í samræmi við tillögurnar og nærri því helmingur forsvarsmanna þeirra skóla segir afleiðingarnar hafa verið jákvæðar. Einungis fjögur prósent sögð afleiðingarnar hafa verið neikvæðar.Nefndin leggur einnig til að kennarar og aðrir starfsmenn skóla verði þjálfaðir í vopnaburði og látnir bera vopn. Í skýrslunni segir að það að hafa slíkt starfsfólk sé góð leið til að koma í veg fyrir og stöðva árásir.Nikolas Cruz myrti sautján manns.AP/Amy Beth BennettVert er að benda á lögregluþjónn var að störfum í Marjory Stoneman Douglas skólanum en honum tókst ekki að koma í veg fyrir að Nikolas Cruz myrti sautján nemendur og kennara.Sjá einnig: Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór framÞegar kemur geðrænum vandamálum leggur nefndin ekki til nein tiltekin stefnumál eða auknar fjárveitingar. Þess í stað lagði hún til að löggæslustofnanir vinni betur að því að bera kennsl á hættulega aðila.Komu nánast ekkert að byssueign Nánast það eina sem nefndin segir um byssueign er að ríki taki upp tiltekin lög sem geri fólki, sem talið er að ógn stafi af, erfiðara að kaupa skotvopn en á sama tíma sagði nefndin að einhver ríki hefðu tekið of stór skref í þá átt. Nefndin leggur einnig til að fjölmiðlar og aðrir hætti að fjalla um árásarmenn og segir að umfjöllun um skotárásir ýfi upp sár fórnarlamba og auki líkurnar á fleiri árásum. Að hluta til séu árásarmenn að sækjast eftir frægð og að reyna að líkja eftir öðrum. Aðgengi ungmenna að ofbeldisfullu afþreyingarefni er sérstakt áhyggjuefni, samkvæmt nefndinni. Slíkt efni megi finna í sjónvarpi, tölvuleikjum, á samfélagsmiðlum, í tónlist, kvikmyndum, bókum og teiknimyndabókum. Sem dæmi nefnir nefndin að Cruz hafi spilað ofbeldisfulla tölvuleiki. „Einhverjir fræðimenn halda því fram að borð sem neyti mikils ofbeldisfulls afþreyingarefnis séu líklegri til félagslegrar einangrunar og ofbeldisfullar hegðunar,“ segir í skýrslunni. Þetta er þó gömul og umdeild skoðun. Það er satt að vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu en vísindamenn hafa einnig komist að andstæðri niðurstöðu. Að engin orsakatengsl séu á milli þess að spila ofbeldisfulla tölvuleiki og ofbeldis. Nefndin leggur til að aldurstakmarkanir á tölvuleikjum og öðru efni verði endurskoðaðar og að foreldrar noti stillingar á leikjatölvum og öðrum tækjum til að koma í veg fyrir að börn spili ofbeldisfulla tölvuleiki.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir Cruz Nikolas Cruz er sakaður um að hafa orðið 17 manns að bana í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í febrúar. 13. mars 2018 21:54 Dreifa fölsuðum myndum af ungri baráttukonu Myndirnar sýna Emmu González rífa í sundur stórt blað sem hefur verið breytt í bandarísku stjórnarskrána með myndvinnsluforriti. 26. mars 2018 13:40 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Faðir fórnarlambs skotárásarinnar í Parkland syrgir á afmælisdegi dóttur sinnar Jamie Guttenberg hefði orðið 15 ára þann 13. júlí. 14. júlí 2018 23:15 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Sjá meira
Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45
Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir Cruz Nikolas Cruz er sakaður um að hafa orðið 17 manns að bana í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í febrúar. 13. mars 2018 21:54
Dreifa fölsuðum myndum af ungri baráttukonu Myndirnar sýna Emmu González rífa í sundur stórt blað sem hefur verið breytt í bandarísku stjórnarskrána með myndvinnsluforriti. 26. mars 2018 13:40
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01
Faðir fórnarlambs skotárásarinnar í Parkland syrgir á afmælisdegi dóttur sinnar Jamie Guttenberg hefði orðið 15 ára þann 13. júlí. 14. júlí 2018 23:15
Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00