Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 20:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. Christopher C. Cuomo, fréttamaður CNN, sagði frá þessu í þætti sínum seint í gærkvöldi en Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði á sunnudaginn að bréf þetta hefði verið skrifað en enginn hefði skrifað undir það.Auk Trump, skrifaði Andrey Rozov, eigandi rússnesks fyrirtækis sem hefði einnig komið að verkefninu, einnig undir viljayfirlýsinguna. Samkvæmt henni hefði fyrirtæki Trump fengið fjórar milljónir dala greiðslu við upphaf byggingar, án þess að þurfa að koma að kostnaði með nokkrum hætti. Þá fengi fyrirtækið hluta af söluhagnaði byggingarinnar og kom til greina að nefna heilsulind byggingarinnar í höfuðið á dóttur Trump, Ivönku Trump. Hér má sjá hluta þáttar Cuomo í gær.CNN obtains letter of intent for the proposed Trump Tower Moscow signed by Trump@ChrisCuomo: "This is a very negotiate situation. It didn't bind anybody anything. A letter of intent is just that. It means we're going to try to make this happen. But it was very well negotiated." pic.twitter.com/b1F9dWf3DS — Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) December 19, 2018 Á þeim tíma sem Trump skrifaði undir yfirlýsinguna jós hann hrósi yfir Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði hann gáfaðan og hæfileikaríkan, lofaði hann fyrir leiðtogahæfileika sína og varði hann gagnvart morðum á blaðamönnum og pólitískum andstæðingum hans.Michael Cohen, lögmaður Trump, sagði þingmönnum í fyrra að forsetinn hefði skrifað undir yfirlýsinguna en það hafði ekki verið sannað fyrr en nú. Þá hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann hefði ekkert með Rússland að gera, þekkti ekki til Rússlands og ætti ekki í viðskiptum þar. Nokkrum dögum áður en Trump sór embættiseið ítrekaði hann að hann tengdist Rússlandi ekki á nokkurn hátt. „Ég er ekki með neina samninga við Rússland. Ég er ekki með neina samninga í Rússlandi. Ég er ekki með neina samninga sem gætu gerst í Rússlandi því við héldum okkur frá Rússlandi. Við hefðum auðveldlega getað gert samninga í Rússlandi ef við vildum. Ég vil það ekki því ég held að það myndi skapa hagsmunaárekstur. Þannig að ég er ekki með lán, enga samninga og enga samninga í burðarliðum,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. Christopher C. Cuomo, fréttamaður CNN, sagði frá þessu í þætti sínum seint í gærkvöldi en Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði á sunnudaginn að bréf þetta hefði verið skrifað en enginn hefði skrifað undir það.Auk Trump, skrifaði Andrey Rozov, eigandi rússnesks fyrirtækis sem hefði einnig komið að verkefninu, einnig undir viljayfirlýsinguna. Samkvæmt henni hefði fyrirtæki Trump fengið fjórar milljónir dala greiðslu við upphaf byggingar, án þess að þurfa að koma að kostnaði með nokkrum hætti. Þá fengi fyrirtækið hluta af söluhagnaði byggingarinnar og kom til greina að nefna heilsulind byggingarinnar í höfuðið á dóttur Trump, Ivönku Trump. Hér má sjá hluta þáttar Cuomo í gær.CNN obtains letter of intent for the proposed Trump Tower Moscow signed by Trump@ChrisCuomo: "This is a very negotiate situation. It didn't bind anybody anything. A letter of intent is just that. It means we're going to try to make this happen. But it was very well negotiated." pic.twitter.com/b1F9dWf3DS — Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) December 19, 2018 Á þeim tíma sem Trump skrifaði undir yfirlýsinguna jós hann hrósi yfir Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði hann gáfaðan og hæfileikaríkan, lofaði hann fyrir leiðtogahæfileika sína og varði hann gagnvart morðum á blaðamönnum og pólitískum andstæðingum hans.Michael Cohen, lögmaður Trump, sagði þingmönnum í fyrra að forsetinn hefði skrifað undir yfirlýsinguna en það hafði ekki verið sannað fyrr en nú. Þá hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann hefði ekkert með Rússland að gera, þekkti ekki til Rússlands og ætti ekki í viðskiptum þar. Nokkrum dögum áður en Trump sór embættiseið ítrekaði hann að hann tengdist Rússlandi ekki á nokkurn hátt. „Ég er ekki með neina samninga við Rússland. Ég er ekki með neina samninga í Rússlandi. Ég er ekki með neina samninga sem gætu gerst í Rússlandi því við héldum okkur frá Rússlandi. Við hefðum auðveldlega getað gert samninga í Rússlandi ef við vildum. Ég vil það ekki því ég held að það myndi skapa hagsmunaárekstur. Þannig að ég er ekki með lán, enga samninga og enga samninga í burðarliðum,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira