Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2018 08:45 Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. NORDICPHOTOS/GETTY Þrjátíu prósent umsækjenda um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru nú ungt fólk á aldrinum 18-29 ára. Umsækjendum í þeim hópi hefur sömuleiðis fjölgað mest. Samfélagslegur vandi sem verður ekki horft fram hjá, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. Árið 2011, fyrsta heila starfsár embættisins, var hlutfallið sem sótti um greiðsluaðlögun sjö prósent. Árið 2016 var þetta hlutfall komið í 24 prósent líkt og Fréttablaðið fjallaði um þá. Í ár er þetta hlutfall komið í rúm 30 prósent. Fjölmennasti hópurinn sem til stofnunarinnar leitar er þó sem fyrr fólk á aldrinum 30-39 ára, en hlutfall þess er 36 prósent. Embættinu hafa aldrei borist fleiri umsóknir um úrræði en í ár. Á tímabilinu janúar til október leituðu 1.208 einstaklingar eftir ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2015.Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Fréttablaðið/StefánÁsta Sigrún segir það áhyggjuefni að ungu fólki í skuldavanda sé að fjölga. „Það er hræðilegt fyrir ungt fólk að byrja kannski sitt fjárhagslega sjálfstæði gjaldþrota. Það er samfélagslegt mein sem þarf að skoða.“ Fram hjá því verður ekki horft að hlutur skyndilána er talsverður í fjárhagsvanda fólks. Í dag er hlutfall skyndilána af heildarskuldum umsækjenda á aldrinum 18-29 ára – sem eru með slík lán – 33 prósent. Í heildina er hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun sem eru með skyndilán 59 prósent. Þrátt fyrir umfjöllun um hversu óhagstæð smálán eru og það skuldakviksyndi sem þau geta skapað segir Ásta Sigrún þau vaxandi vandamál. Hún bindur þó vonir við starfshóp sem nú er að störfum við að finna leiðir til að koma böndum á skyndilánastarfsemi. Hópurinn skilar af sér innan tíðar. Eins og staðan er núna skorti úrræði, og framboð á þessum auðveldu lánum á okurvöxtum virðist aðeins vera að aukast. Ásta Sigrún segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk freistist í neyð sinni til skyndilána. Áhersla sé nú lögð á forvarnir og aukið fjármálalæsi hjá embættinu. „Stundum nær fólk ekki endum saman og er að taka þetta fyrir mat. Stundum er það fast í vítahring og tekur lán til að borga önnur lán. En skuldsetningin er svo hröð því þetta eru mjög dýr lán. Á nokkrum mánuðum er fólk kannski búið að skuldsetja sig upp í milljón eða meira, þetta auðvelda aðgengi veldur því að þetta gerist miklu hraðar og hjá yngra fólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Smálán Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað frá vegna tengsla lögregluþjóns við mann sem varð fyrir árás Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Sjá meira
Þrjátíu prósent umsækjenda um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru nú ungt fólk á aldrinum 18-29 ára. Umsækjendum í þeim hópi hefur sömuleiðis fjölgað mest. Samfélagslegur vandi sem verður ekki horft fram hjá, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. Árið 2011, fyrsta heila starfsár embættisins, var hlutfallið sem sótti um greiðsluaðlögun sjö prósent. Árið 2016 var þetta hlutfall komið í 24 prósent líkt og Fréttablaðið fjallaði um þá. Í ár er þetta hlutfall komið í rúm 30 prósent. Fjölmennasti hópurinn sem til stofnunarinnar leitar er þó sem fyrr fólk á aldrinum 30-39 ára, en hlutfall þess er 36 prósent. Embættinu hafa aldrei borist fleiri umsóknir um úrræði en í ár. Á tímabilinu janúar til október leituðu 1.208 einstaklingar eftir ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2015.Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Fréttablaðið/StefánÁsta Sigrún segir það áhyggjuefni að ungu fólki í skuldavanda sé að fjölga. „Það er hræðilegt fyrir ungt fólk að byrja kannski sitt fjárhagslega sjálfstæði gjaldþrota. Það er samfélagslegt mein sem þarf að skoða.“ Fram hjá því verður ekki horft að hlutur skyndilána er talsverður í fjárhagsvanda fólks. Í dag er hlutfall skyndilána af heildarskuldum umsækjenda á aldrinum 18-29 ára – sem eru með slík lán – 33 prósent. Í heildina er hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun sem eru með skyndilán 59 prósent. Þrátt fyrir umfjöllun um hversu óhagstæð smálán eru og það skuldakviksyndi sem þau geta skapað segir Ásta Sigrún þau vaxandi vandamál. Hún bindur þó vonir við starfshóp sem nú er að störfum við að finna leiðir til að koma böndum á skyndilánastarfsemi. Hópurinn skilar af sér innan tíðar. Eins og staðan er núna skorti úrræði, og framboð á þessum auðveldu lánum á okurvöxtum virðist aðeins vera að aukast. Ásta Sigrún segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk freistist í neyð sinni til skyndilána. Áhersla sé nú lögð á forvarnir og aukið fjármálalæsi hjá embættinu. „Stundum nær fólk ekki endum saman og er að taka þetta fyrir mat. Stundum er það fast í vítahring og tekur lán til að borga önnur lán. En skuldsetningin er svo hröð því þetta eru mjög dýr lán. Á nokkrum mánuðum er fólk kannski búið að skuldsetja sig upp í milljón eða meira, þetta auðvelda aðgengi veldur því að þetta gerist miklu hraðar og hjá yngra fólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Smálán Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað frá vegna tengsla lögregluþjóns við mann sem varð fyrir árás Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent