Það sem þjóðin vill ekki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. desember 2018 07:00 Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrrandi klikkuð kunta“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmannanna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að svívirðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórnmálamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnarráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamaður. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merkilegur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrrandi klikkuð kunta“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmannanna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að svívirðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórnmálamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnarráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamaður. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merkilegur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun