Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. desember 2018 06:15 Frá Katowice í gær. Getty/The Asahi Shimbun Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundinum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sammæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öflugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að framfylgja markmiðum Parísarkomulagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslagsbókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðningur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul. Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Loftslagsmál Pólland Suður-Ameríka Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundinum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sammæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öflugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að framfylgja markmiðum Parísarkomulagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslagsbókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðningur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Loftslagsmál Pólland Suður-Ameríka Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira