Repúblikanar sagðir tryggja sér völd með bellibrögðum Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 11:45 Mótmæli fóru fram við þinghús Wisconsin í gær. AP/John Hart Repúblikanar í Wisconsin og Michigan í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að reyna að ganga gegn vilja kjósenda og tryggja sér aukin völd þrátt fyrir tap í kosningunum í síðasta mánuði. Þeir séu að breyta bellibrögðum til að halda völdum sínum. Þeir vinna nú hörðum höndum að því að draga úr valdi Demókrata sem taka munu taka við embættum í byrjun næsta árs. Í Wisconsin kusu kjósendur Demókrata sem ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins á þingi Wisconsin hafa nú lagt fram frumvörp um að draga verulega úr völdum þessara embætta og auka völd þingmanna en Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta á þingi Wisconsin. Þar að auki vilja þeir breyta framkvæmd kosninga í ríkinu og fækka möguleikum kjósenda til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Demókratar fengu mun fleiri utankjörfundaratkvæði en Repúblikanar í kosningunum í síðasta mánuði og því er ljóst að slíkar breytingar myndu hagnast Repúblikanaflokknum. Einnig eru þingmennirnir að reyna að koma í veg fyrir að nýr ríkisstjóri og dómsmálaráðherra Wisconsin geti staðið við kosningaloforð sín um að draga ríkið frá lögsókn gegn heilbrigðislöggjöf Obama, Affordable Care Act. Tony Evers, Demókrati sem kosinn var ríkisstjóri, segir Repúblikana vera að ganga gegn vilja kjósenda og ógilda niðurstöður kosninganna. Tillögurnar voru þó samþykktar úr nefnd í nótt.Leiðtogir Repúblikana á þinginu, Scott Fitzgerald, sagði ekkert óheiðarlegt við það sem þeir væru að gera. Hann sagðist eingöngu hafa áhyggjur af því að Evers myndi reyna að framfylgja frjálslyndum stefnumálum sínum, sem hægt er að segja að hann hafi verið kosinn til að gera. Fitzgerald sagðist ekki treysta Evers.Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins TMJ4 um mótmæli við nefndarfundinn í gær. Hún var þó birt áður en frumvörpin voru samþykkt úr nefnd.Scott Walker, fráfarandi ríkisstjóri, segist styðja breytingarnar og heldur því fram að Repúblikanar séu ekki að reyna að ríghalda í völd sín. Fimm vikur eru þar til Walker fer úr embætti og Evers tekur við. Frumvörpin sem um ræðir vöru ekki kynnt fyrr en á föstudaginn og samþykkt úr nefnd í nótt. Til stendur að þingmenn samþykki þau í dag. Evers hefur hvatt íbúa Wisconsin til að hringja í þingmenn sína í dag og kvarta yfir framferði þessu.Sama á teningnum í Michigan Svipuð staða, ef ekki sú sama, er í Michigan, þar sem Repúblikanar stjórna þinginu og Demókratar unnu aðrar stöður eins og ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu fram frumvörp í síðustu viku sem ætlað er að grafa undan þeim embættum. Í báðum ríkjunum segja Repúblikanar, samkvæmt Washington Post, að aðgerðir þessar séu nauðsynlegar svo Demókratar grafi ekki undan því sem þeir hafi áorkað á undanförnum árum. Repúblikanar gerðu það sama í Norður-Karólínu árið 2016, þegar Demókrati var kjörinn ríkisstjóri. Málaferli vegna þeirra breytinga standa enn yfir og Demókratar hafa hótað frekari málsóknum.Vert er að taka fram að kosið er um ríkisstjóra, dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og ýmis önnur embætti án kjördæmaskiptingar. Það sama á ekki við um kosningar til ríkisþinga. Á undanförnum árum hafa Repúblikanar hagrætt kjördæmamörkum víða um Bandaríkin á þann veg að Demókratar þurfa heilt yfir mikinn meirihluta atkvæða til að tryggja sér meirihluta á þingum ríkja. Þetta kallast „gerrymandering“ og hefur leitt til þess að Repúblikanaflokkurinn hefur í raun fest meirihluta sinn í sessi í ákveðnum ríkjum. Wisconsin og Michigan eru þar á meðal. Til dæmis fengu Demókratar um 54 prósent atkvæða til þingsins í Wisconsin, heilt yfir ríkið, en Repúblikanar eru þó með 63 þingmenn af 99. Fyrir tæpan helming atkvæða fékk Repúblikanaflokkurinn tvo þriðju þingmanna. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira
Repúblikanar í Wisconsin og Michigan í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að reyna að ganga gegn vilja kjósenda og tryggja sér aukin völd þrátt fyrir tap í kosningunum í síðasta mánuði. Þeir séu að breyta bellibrögðum til að halda völdum sínum. Þeir vinna nú hörðum höndum að því að draga úr valdi Demókrata sem taka munu taka við embættum í byrjun næsta árs. Í Wisconsin kusu kjósendur Demókrata sem ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins á þingi Wisconsin hafa nú lagt fram frumvörp um að draga verulega úr völdum þessara embætta og auka völd þingmanna en Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta á þingi Wisconsin. Þar að auki vilja þeir breyta framkvæmd kosninga í ríkinu og fækka möguleikum kjósenda til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Demókratar fengu mun fleiri utankjörfundaratkvæði en Repúblikanar í kosningunum í síðasta mánuði og því er ljóst að slíkar breytingar myndu hagnast Repúblikanaflokknum. Einnig eru þingmennirnir að reyna að koma í veg fyrir að nýr ríkisstjóri og dómsmálaráðherra Wisconsin geti staðið við kosningaloforð sín um að draga ríkið frá lögsókn gegn heilbrigðislöggjöf Obama, Affordable Care Act. Tony Evers, Demókrati sem kosinn var ríkisstjóri, segir Repúblikana vera að ganga gegn vilja kjósenda og ógilda niðurstöður kosninganna. Tillögurnar voru þó samþykktar úr nefnd í nótt.Leiðtogir Repúblikana á þinginu, Scott Fitzgerald, sagði ekkert óheiðarlegt við það sem þeir væru að gera. Hann sagðist eingöngu hafa áhyggjur af því að Evers myndi reyna að framfylgja frjálslyndum stefnumálum sínum, sem hægt er að segja að hann hafi verið kosinn til að gera. Fitzgerald sagðist ekki treysta Evers.Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins TMJ4 um mótmæli við nefndarfundinn í gær. Hún var þó birt áður en frumvörpin voru samþykkt úr nefnd.Scott Walker, fráfarandi ríkisstjóri, segist styðja breytingarnar og heldur því fram að Repúblikanar séu ekki að reyna að ríghalda í völd sín. Fimm vikur eru þar til Walker fer úr embætti og Evers tekur við. Frumvörpin sem um ræðir vöru ekki kynnt fyrr en á föstudaginn og samþykkt úr nefnd í nótt. Til stendur að þingmenn samþykki þau í dag. Evers hefur hvatt íbúa Wisconsin til að hringja í þingmenn sína í dag og kvarta yfir framferði þessu.Sama á teningnum í Michigan Svipuð staða, ef ekki sú sama, er í Michigan, þar sem Repúblikanar stjórna þinginu og Demókratar unnu aðrar stöður eins og ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu fram frumvörp í síðustu viku sem ætlað er að grafa undan þeim embættum. Í báðum ríkjunum segja Repúblikanar, samkvæmt Washington Post, að aðgerðir þessar séu nauðsynlegar svo Demókratar grafi ekki undan því sem þeir hafi áorkað á undanförnum árum. Repúblikanar gerðu það sama í Norður-Karólínu árið 2016, þegar Demókrati var kjörinn ríkisstjóri. Málaferli vegna þeirra breytinga standa enn yfir og Demókratar hafa hótað frekari málsóknum.Vert er að taka fram að kosið er um ríkisstjóra, dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og ýmis önnur embætti án kjördæmaskiptingar. Það sama á ekki við um kosningar til ríkisþinga. Á undanförnum árum hafa Repúblikanar hagrætt kjördæmamörkum víða um Bandaríkin á þann veg að Demókratar þurfa heilt yfir mikinn meirihluta atkvæða til að tryggja sér meirihluta á þingum ríkja. Þetta kallast „gerrymandering“ og hefur leitt til þess að Repúblikanaflokkurinn hefur í raun fest meirihluta sinn í sessi í ákveðnum ríkjum. Wisconsin og Michigan eru þar á meðal. Til dæmis fengu Demókratar um 54 prósent atkvæða til þingsins í Wisconsin, heilt yfir ríkið, en Repúblikanar eru þó með 63 þingmenn af 99. Fyrir tæpan helming atkvæða fékk Repúblikanaflokkurinn tvo þriðju þingmanna.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira