Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2018 13:03 Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Er það krafa grasrótarinnar að hann leiði flokkinn áfram. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu, en stjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu.Sagði nauðsynlegt að bregðast við Einar G Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag að málið væri skelfilegt og hið ömurlegasta og að flokkurinn yrði að bregðast við málinu með einhverjum hætti.Einar G Harðarson er formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Sama dag sögðust þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi vona að þingflokkur flokksins kæmist að „ásættanlegri niðurstöðu“ fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur þann 20. nóvember. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margrétar Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasar Ellerts Tómassonar í Árborg. Síðar sama dag var tilkynnt að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason myndu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma.Ásættanleg niðurstaða Í ályktun stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmi segir að samþykkt hafi verið að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi segir Hallfríður að hún telji þá niðurstöðu að Gunnar Bragi og Bergþór víki vera ásættanlega og tekur hún undir ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis frá í gær. Ekki hefur náðst í þau Margréti og Tómas Ellert. Stjórn Miðflokksfélags Suðurlands skipa þau Einar G Harðarson formaður, Sigrún Bates varaformaður, Óskar H Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Baldur Róbertsson og G Svana Sigurjónsdóttir.Að neðan má lesa yfirlýsingu Miðflokksfélags Suðurkjördæmis í heild sinni:Á stjórnarfundi Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, haldinn 3. desember 2018, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sæmundur Jón Jónsson ætti sæti í stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ábending barst fréttastofu um að Baldur Róbertsson hafi tekið sæti Sæmundar Jóns á síðasta aðalfundi félagsins. Alþingi Árborg Grindavík Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Sjá meira
Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Er það krafa grasrótarinnar að hann leiði flokkinn áfram. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu, en stjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu.Sagði nauðsynlegt að bregðast við Einar G Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag að málið væri skelfilegt og hið ömurlegasta og að flokkurinn yrði að bregðast við málinu með einhverjum hætti.Einar G Harðarson er formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Sama dag sögðust þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi vona að þingflokkur flokksins kæmist að „ásættanlegri niðurstöðu“ fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur þann 20. nóvember. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margrétar Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasar Ellerts Tómassonar í Árborg. Síðar sama dag var tilkynnt að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason myndu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma.Ásættanleg niðurstaða Í ályktun stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmi segir að samþykkt hafi verið að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi segir Hallfríður að hún telji þá niðurstöðu að Gunnar Bragi og Bergþór víki vera ásættanlega og tekur hún undir ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis frá í gær. Ekki hefur náðst í þau Margréti og Tómas Ellert. Stjórn Miðflokksfélags Suðurlands skipa þau Einar G Harðarson formaður, Sigrún Bates varaformaður, Óskar H Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Baldur Róbertsson og G Svana Sigurjónsdóttir.Að neðan má lesa yfirlýsingu Miðflokksfélags Suðurkjördæmis í heild sinni:Á stjórnarfundi Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, haldinn 3. desember 2018, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sæmundur Jón Jónsson ætti sæti í stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ábending barst fréttastofu um að Baldur Róbertsson hafi tekið sæti Sæmundar Jóns á síðasta aðalfundi félagsins.
Alþingi Árborg Grindavík Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Sjá meira
Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00
Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44