Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2018 13:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins (t.h.) og varaformaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson (fyrir miðju). Fréttablaðið/Ernir Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi segjast vona að þingflokkur flokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu“ á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur fyrr í mánuðinum. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.“ Þetta kemur fram yfirlýsingu frá þeim Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margréti Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasi Ellerti Tómassyni í Árborg. Þingflokkurinn mun funda í dag til að ræða atburði síðustu daga. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur sagst ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hluti með félögum sínum í þingflokknum síðar í dag.Skelfilegt og ömurlegt Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að málið allt væri „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti? „Mér finnst það líklegt, já.“ Sjá má yfirlýsingu bæjarfulltrúanna í heild sinni að neðan. Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir - GrindavíkMargrét Þórarinsdóttir - ReykjanesbæTómas Ellert Tómasson - Svf. Árborg Grindavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi segjast vona að þingflokkur flokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu“ á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur fyrr í mánuðinum. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.“ Þetta kemur fram yfirlýsingu frá þeim Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margréti Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasi Ellerti Tómassyni í Árborg. Þingflokkurinn mun funda í dag til að ræða atburði síðustu daga. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur sagst ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hluti með félögum sínum í þingflokknum síðar í dag.Skelfilegt og ömurlegt Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að málið allt væri „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti? „Mér finnst það líklegt, já.“ Sjá má yfirlýsingu bæjarfulltrúanna í heild sinni að neðan. Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir - GrindavíkMargrét Þórarinsdóttir - ReykjanesbæTómas Ellert Tómasson - Svf. Árborg
Grindavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00
Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09