Viðskipti innlent

Reynir og Sigrún til liðs við VÍS

Atli Ísleifsson skrifar
Reynir Leósson og Sigrún Helga Jóhannsdóttir
Reynir Leósson og Sigrún Helga Jóhannsdóttir Mynd/VÍS
Reynir Leósson og Sigrún Helga Jóhannsdóttir hafa verið ráðin til VÍS, Reynir sem forstöðumaður viðskiptastýringar og Sigrún sem yfirlögfræðingur.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Reynir muni bera ábyrgð á þjónustu, sölu og ráðgjöf við fyrirtæki sem séu í viðskiptastýringu hjá VÍS. Sigrún muni bera ábyrgð á lögfræðiráðgjöf til forstjóra og stjórnar ásamt því sinna regluvörslu og samskiptum við ýmis eftirlitsstjórnvöld.

„Reynir Leósson hefur mikla reynslu af sölu og þjónustu á fyrirtækjamarkaði en hann kemur til VÍS eftir að hafa verið forstöðumaður fyrirtækjasölu Vodafone síðan 2013. Reynir starfaði sem framkvæmdastjóri auglýsinga hjá Sagafilm á árunum 2011-2013 og á árunum 2007-2011 sem viðskiptastjóri hjá Vodafone. Reynir er með B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands.

Sigrún Helga Jóhannsdóttir útskrifaðist sem Cand. jur frá Lagadeild HÍ árið 2005 og lauk námskeiði til öflunar héraðsdómsréttinda 2006. Árið 2016 lauk hún diplóma í Góðum stjórnarháttum og 2018 útskrifaðist hún með MBA gráðu frá HR. Sigrún hóf starfsferil sinn hjá Advel lögmönnum 2005, varð meðeigandi 2008 og starfaði þar til 2017 þegar hún tók við stöðu lögfræðings hjá Eik fasteignafélagi,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×