Tæplega 640 fjölskyldur á biðlista eftir greiningu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2018 20:00 Börn sem sterkur grunur leikur á um að geti verið einhverf, ofvirk eða með athyglisbrest þurfa að bíða í tæp tvö ár eftir endanlegri greiningu og viðeigandi aðstoð vegna vandans. Tæplega 640 fjölskyldur eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar og Ráðgjafastöð Ríkisins og Þroska og hegðunarstöð. Samtals vantar fjárveitingu upp á um 300 milljónir til að ráða bug á biðlistunum. Þessi börn eiga það til að sitja á hakanum í kerfinu og er biðin eftir greiningu hjá Greiningarstöð Ríkisins upp undir 19 mánuðir og eru 340 fjölskyldur sem eru á biðlista. Þær fjölskyldur geta ekki sótt í viðeigandi aðstoð, eða fengið hana niðurgreidda vegna þess að ekki er hægt að fá staðfestingu á greiningu.Snemmtæk íhlutun mikilvæg Hjá Þroska og hegðunarstöð eru tæplega þrjú hundruð börn á biðlista eftir greiningu og vandamálið því víða. Í Fréttablaðinu í morgun var viðtal við móður þriggja ára drengs sem kemst ekki að hjá Greiningarstöð fyrr en um fimm ára aldur en rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að grípa snemma inn í til þess að börnin eigi sem mesta möguleika þegar fram í sækir. Biðlistarnir skjóta því skökku við og vegna fjárskorts í málaflokknum getur biðin haft alvarlegar afleiðingar. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar, segir nauðsynlegt að fjölga starfsfólki og til þess þurfi aukið fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn. Það eru fimmtíu milljónir núna í annarri umræðu fjárlaga áætlaðar til stofnunarinnar. Það er góð byrjun. Ég tel samt að það þurfi að gera meira og það er mat okkar að það séu um 200 milljónir sem vantar í heildina,“ segir hún. Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, tekur í sama streng og segir fjármagn vanta til að starfsemin geti gengið sem skyldi. „Þegar maður er komin með biðlista þar sem biðin fer í tólf mánuði eða jafnvel meira. Þá eru bæði foreldrar og tilvísendur að hafa samband og spyrjast fyrir hversu löng biðin sé. Í mörgum tilfellum eru foreldrar í miklum vandræðum. Þau lýsa að vandinn hafi aukist og undið upp á sig síðan tilvísunin var send og það er afskaplega erfitt að geta ekki brugðist við þessu,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Börn sem sterkur grunur leikur á um að geti verið einhverf, ofvirk eða með athyglisbrest þurfa að bíða í tæp tvö ár eftir endanlegri greiningu og viðeigandi aðstoð vegna vandans. Tæplega 640 fjölskyldur eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar og Ráðgjafastöð Ríkisins og Þroska og hegðunarstöð. Samtals vantar fjárveitingu upp á um 300 milljónir til að ráða bug á biðlistunum. Þessi börn eiga það til að sitja á hakanum í kerfinu og er biðin eftir greiningu hjá Greiningarstöð Ríkisins upp undir 19 mánuðir og eru 340 fjölskyldur sem eru á biðlista. Þær fjölskyldur geta ekki sótt í viðeigandi aðstoð, eða fengið hana niðurgreidda vegna þess að ekki er hægt að fá staðfestingu á greiningu.Snemmtæk íhlutun mikilvæg Hjá Þroska og hegðunarstöð eru tæplega þrjú hundruð börn á biðlista eftir greiningu og vandamálið því víða. Í Fréttablaðinu í morgun var viðtal við móður þriggja ára drengs sem kemst ekki að hjá Greiningarstöð fyrr en um fimm ára aldur en rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að grípa snemma inn í til þess að börnin eigi sem mesta möguleika þegar fram í sækir. Biðlistarnir skjóta því skökku við og vegna fjárskorts í málaflokknum getur biðin haft alvarlegar afleiðingar. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar, segir nauðsynlegt að fjölga starfsfólki og til þess þurfi aukið fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn. Það eru fimmtíu milljónir núna í annarri umræðu fjárlaga áætlaðar til stofnunarinnar. Það er góð byrjun. Ég tel samt að það þurfi að gera meira og það er mat okkar að það séu um 200 milljónir sem vantar í heildina,“ segir hún. Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, tekur í sama streng og segir fjármagn vanta til að starfsemin geti gengið sem skyldi. „Þegar maður er komin með biðlista þar sem biðin fer í tólf mánuði eða jafnvel meira. Þá eru bæði foreldrar og tilvísendur að hafa samband og spyrjast fyrir hversu löng biðin sé. Í mörgum tilfellum eru foreldrar í miklum vandræðum. Þau lýsa að vandinn hafi aukist og undið upp á sig síðan tilvísunin var send og það er afskaplega erfitt að geta ekki brugðist við þessu,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira