Erlent

John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót

Sylvía Hall skrifar
Lengi hefur verið rætt um framtíð Kelly í Hvíta húsinu. Trump forseti var sagður nær hættur að hlusta á ráðgjöf starfsmannastjórans.
Lengi hefur verið rætt um framtíð Kelly í Hvíta húsinu. Trump forseti var sagður nær hættur að hlusta á ráðgjöf starfsmannastjórans. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð blaðamönnum að starfsmannastjóri hans, John Kelly, muni láta af störfum fyrir áramót þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar að hann myndi starfa út kjörtímabilið.  

Sjá einnig: Bræði og óreiða í Hvíta húsinu

Samband forsetans og starfsmannastjórans er sagt hafa staðið völtum fótum í talsverðan tíma og í dag staðfesti forsetinn að Kelly væri á förum. Mikið hefur gengið á í samskiptum forsetans og starfsmannastjórans og mun Kelly hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til.

„Hann er frábær náungi,“ sagði Trump við blaðamenn í dag þegar hann var á leið sinni á fótboltaleik í Fíladelfíu. „Ég er þakklátur fyrir hans störf.“

Þá sagði forsetinn að eftirmaður Kelly yrði nefndur á næstu dögum en Kelly hefur starfað sem starfsmannastjóri Hvíta hússins síðan í júlí í fyrra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×