Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 12:00 Donald Trump hefur verið verulega reiður síðustu daga. AP/Christian Hartmann Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. Trump er reiður yfir kosningunum í síðustu viku, ferðinni til Frakklands og umfjöllun um ákvörðun hans að mæta ekki á minningarathöfn í París, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki ætlar hann sér að reka starfsmenn Hvíta hússins, þó óljóst sé hverja. Þónokkrir ráðgjafar Trump eru sagðir í hættu á því að verða vikið úr starfi. Meðal þeirra sem Trump er sagður vera að íhuga að segja upp eru John Kelly starfsmannastjóri, Kirstjen Nielsen yfirmaður heimavarna Bandaríkjanna, Ryan Zinke innanríkisráðherra og Wilbur Ross viðskiptaráðherra.Þá vék Trump Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, úr starfi sínu í síðustu viku. Melania Trump, forsetafrú, óð svo út í deilurnar þegar hún sendi út yfirlýsingu um að reka ætti aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, Miru Ricardels. Þær eru sagðar hafa deilt þegar Melania var í Afríku í síðasta mánuði. Trump er sagður vera að íhuga einnig að segja henni upp.Húðskammaði Theresu May í síma Bræði Trump braust fram strax á föstudaginn þegar hann var á flugi yfir Atlantshafinu á leið til Parísar þar sem endaloka fyrri heimsstyrjaldarinnar var minnst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hringdi í forsetann og óskaði honum til hamingju með árangur Repúblikanaflokksins í kosningunum í síðustu viku, þrátt fyrir að Repúblikanar misstu tök á fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Símtalið fór þó á annan veg en May átti von á þar sem Trump húðskammaði hana. Hann gagnrýndi hana og Breta fyrir að aðgerðarleysi gagnvart Íran og kvartaði yfir viðskiptasamningum Evrópuríkja og Bandaríkjanna, sem hann telur ósanngjarna gagnvart Bandaríkjunum.Samkvæmt heimildum Washington Post kom símtalið May og aðstoðarfólki hennar verulega á óvart. Skap Trump átti þó bara eftir að versna á næstu dögum.Trump-hjónin ásamt þeim Angelu Merkel og Emmanuel Macron.AP/Francois MoriÁ meðan Trump var í París reiddist hann yfir endurtalningu atkvæða í Flórída og að Demókratar væru að vinna mörg þingsæti sem þar sem tíma tók að telja atkvæði og lýsa yfir sigurvegara. Þá varð hann fokreiður yfir umfjölluninni um ákvörðun hans að sleppa því að mæta á minningarathöfn í París þar sem fjölmargir þjóðarleiðtogar mættu til að minnast þeirra sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Skammaði hann ráðgjafa sína vegna umfjöllunarinnar.Sonur forsetans óttast að verða ákærður af Mueller Þá fundaði Trump með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, þar sem hann jós einnig úr skálum reiði sinnar yfir meintu aðgerðarleysi Frakka gagnvart Íran og viðskiptasamningum, eins og hann hafði gert við May. Trump varð einnig reiður út í Macron eftir fund þeirra þegar forsetinn franski hélt ræðu þar sem hann gagnrýndi þjóðernishyggju sérstaklega og var Trump sannfærður um að um Macron hefði verið að tala um sig. Ofan á allt þetta hefur rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum valdið Trump miklu hugarangri. Fjölmiðlar ytra hafa staðhæft undanfarna daga að vona sé á fleiri ákærum frá Mueller og er Trump yngri sagður óttast að verða ákærður.Urgur meðal starfsmanna Trump Trump hefur oft velt vöngum yfir því að víkja John Kelly, starfsmannastjóra sínum, úr starfi en hefur aldrei látið verða af því. Kelly er sagður hafa unnið hörðum höndum að því að halda einhverju skipulagi á Hvíta húsinu og að draga úr þeim starfsmannadeilum sem Trump hefur sjálfur sagt að hann þrífist á. Hann hefur þó fallið úr náðinni hjá Trump og sömuleiðis hjá Ivönku Trump og eiginmanni hennar Jared Kushner, sem bæði starfa innan veggja Hvíta hússins. Þá hefur Kelly nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir ytra um að hann hafi talað illa um Trump. Í eitt sinn á Kelly að hafa sagt að Trump væri fáviti í návisst annarra starfsmanna Hvíta hússins, eins og nokkrir aðrir starfsmenn eru sagðir hafa gert í gegnum tíðina. Þar á meðal má nefna Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og John Dowd, fyrrverandi lögmaður Trump. Að þessu sinni er Trump sagður vera að íhuga að ráða Nick Ayers, starfsmannastjóra Mike Pence, varaforseta, sem starfsmannastjóra sinn. Aðrir ráðgjafar Trump eru sagðir hafa farið á fund forsetans og ráðlagt honum að ráða Ayers ekki. Þeir segja ráðningu Ayers geta leitt til enn verri anda meðal starsmanna Hvíta hússins og jafnvel til þess að margir segi upp störfum sínum.Ekki eins mikil starfsmannavelta í áratugi Starfsmannaveltan í Hvíta húsinu hefur verið gífurlega mikil á fyrstu 22 mánuðum Trump í starfi. Samkvæmt Reuters telja sérfræðingar að starfsmannavelta Trump sé meiri en hún hafi verið hjá síðustu fimm forsetum Bandaríkjanna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Bretland Donald Trump Frakkland Íran Rússarannsóknin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. Trump er reiður yfir kosningunum í síðustu viku, ferðinni til Frakklands og umfjöllun um ákvörðun hans að mæta ekki á minningarathöfn í París, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki ætlar hann sér að reka starfsmenn Hvíta hússins, þó óljóst sé hverja. Þónokkrir ráðgjafar Trump eru sagðir í hættu á því að verða vikið úr starfi. Meðal þeirra sem Trump er sagður vera að íhuga að segja upp eru John Kelly starfsmannastjóri, Kirstjen Nielsen yfirmaður heimavarna Bandaríkjanna, Ryan Zinke innanríkisráðherra og Wilbur Ross viðskiptaráðherra.Þá vék Trump Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, úr starfi sínu í síðustu viku. Melania Trump, forsetafrú, óð svo út í deilurnar þegar hún sendi út yfirlýsingu um að reka ætti aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, Miru Ricardels. Þær eru sagðar hafa deilt þegar Melania var í Afríku í síðasta mánuði. Trump er sagður vera að íhuga einnig að segja henni upp.Húðskammaði Theresu May í síma Bræði Trump braust fram strax á föstudaginn þegar hann var á flugi yfir Atlantshafinu á leið til Parísar þar sem endaloka fyrri heimsstyrjaldarinnar var minnst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hringdi í forsetann og óskaði honum til hamingju með árangur Repúblikanaflokksins í kosningunum í síðustu viku, þrátt fyrir að Repúblikanar misstu tök á fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Símtalið fór þó á annan veg en May átti von á þar sem Trump húðskammaði hana. Hann gagnrýndi hana og Breta fyrir að aðgerðarleysi gagnvart Íran og kvartaði yfir viðskiptasamningum Evrópuríkja og Bandaríkjanna, sem hann telur ósanngjarna gagnvart Bandaríkjunum.Samkvæmt heimildum Washington Post kom símtalið May og aðstoðarfólki hennar verulega á óvart. Skap Trump átti þó bara eftir að versna á næstu dögum.Trump-hjónin ásamt þeim Angelu Merkel og Emmanuel Macron.AP/Francois MoriÁ meðan Trump var í París reiddist hann yfir endurtalningu atkvæða í Flórída og að Demókratar væru að vinna mörg þingsæti sem þar sem tíma tók að telja atkvæði og lýsa yfir sigurvegara. Þá varð hann fokreiður yfir umfjölluninni um ákvörðun hans að sleppa því að mæta á minningarathöfn í París þar sem fjölmargir þjóðarleiðtogar mættu til að minnast þeirra sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Skammaði hann ráðgjafa sína vegna umfjöllunarinnar.Sonur forsetans óttast að verða ákærður af Mueller Þá fundaði Trump með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, þar sem hann jós einnig úr skálum reiði sinnar yfir meintu aðgerðarleysi Frakka gagnvart Íran og viðskiptasamningum, eins og hann hafði gert við May. Trump varð einnig reiður út í Macron eftir fund þeirra þegar forsetinn franski hélt ræðu þar sem hann gagnrýndi þjóðernishyggju sérstaklega og var Trump sannfærður um að um Macron hefði verið að tala um sig. Ofan á allt þetta hefur rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum valdið Trump miklu hugarangri. Fjölmiðlar ytra hafa staðhæft undanfarna daga að vona sé á fleiri ákærum frá Mueller og er Trump yngri sagður óttast að verða ákærður.Urgur meðal starfsmanna Trump Trump hefur oft velt vöngum yfir því að víkja John Kelly, starfsmannastjóra sínum, úr starfi en hefur aldrei látið verða af því. Kelly er sagður hafa unnið hörðum höndum að því að halda einhverju skipulagi á Hvíta húsinu og að draga úr þeim starfsmannadeilum sem Trump hefur sjálfur sagt að hann þrífist á. Hann hefur þó fallið úr náðinni hjá Trump og sömuleiðis hjá Ivönku Trump og eiginmanni hennar Jared Kushner, sem bæði starfa innan veggja Hvíta hússins. Þá hefur Kelly nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir ytra um að hann hafi talað illa um Trump. Í eitt sinn á Kelly að hafa sagt að Trump væri fáviti í návisst annarra starfsmanna Hvíta hússins, eins og nokkrir aðrir starfsmenn eru sagðir hafa gert í gegnum tíðina. Þar á meðal má nefna Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og John Dowd, fyrrverandi lögmaður Trump. Að þessu sinni er Trump sagður vera að íhuga að ráða Nick Ayers, starfsmannastjóra Mike Pence, varaforseta, sem starfsmannastjóra sinn. Aðrir ráðgjafar Trump eru sagðir hafa farið á fund forsetans og ráðlagt honum að ráða Ayers ekki. Þeir segja ráðningu Ayers geta leitt til enn verri anda meðal starsmanna Hvíta hússins og jafnvel til þess að margir segi upp störfum sínum.Ekki eins mikil starfsmannavelta í áratugi Starfsmannaveltan í Hvíta húsinu hefur verið gífurlega mikil á fyrstu 22 mánuðum Trump í starfi. Samkvæmt Reuters telja sérfræðingar að starfsmannavelta Trump sé meiri en hún hafi verið hjá síðustu fimm forsetum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Bretland Donald Trump Frakkland Íran Rússarannsóknin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira