Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 12:00 Donald Trump hefur verið verulega reiður síðustu daga. AP/Christian Hartmann Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. Trump er reiður yfir kosningunum í síðustu viku, ferðinni til Frakklands og umfjöllun um ákvörðun hans að mæta ekki á minningarathöfn í París, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki ætlar hann sér að reka starfsmenn Hvíta hússins, þó óljóst sé hverja. Þónokkrir ráðgjafar Trump eru sagðir í hættu á því að verða vikið úr starfi. Meðal þeirra sem Trump er sagður vera að íhuga að segja upp eru John Kelly starfsmannastjóri, Kirstjen Nielsen yfirmaður heimavarna Bandaríkjanna, Ryan Zinke innanríkisráðherra og Wilbur Ross viðskiptaráðherra.Þá vék Trump Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, úr starfi sínu í síðustu viku. Melania Trump, forsetafrú, óð svo út í deilurnar þegar hún sendi út yfirlýsingu um að reka ætti aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, Miru Ricardels. Þær eru sagðar hafa deilt þegar Melania var í Afríku í síðasta mánuði. Trump er sagður vera að íhuga einnig að segja henni upp.Húðskammaði Theresu May í síma Bræði Trump braust fram strax á föstudaginn þegar hann var á flugi yfir Atlantshafinu á leið til Parísar þar sem endaloka fyrri heimsstyrjaldarinnar var minnst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hringdi í forsetann og óskaði honum til hamingju með árangur Repúblikanaflokksins í kosningunum í síðustu viku, þrátt fyrir að Repúblikanar misstu tök á fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Símtalið fór þó á annan veg en May átti von á þar sem Trump húðskammaði hana. Hann gagnrýndi hana og Breta fyrir að aðgerðarleysi gagnvart Íran og kvartaði yfir viðskiptasamningum Evrópuríkja og Bandaríkjanna, sem hann telur ósanngjarna gagnvart Bandaríkjunum.Samkvæmt heimildum Washington Post kom símtalið May og aðstoðarfólki hennar verulega á óvart. Skap Trump átti þó bara eftir að versna á næstu dögum.Trump-hjónin ásamt þeim Angelu Merkel og Emmanuel Macron.AP/Francois MoriÁ meðan Trump var í París reiddist hann yfir endurtalningu atkvæða í Flórída og að Demókratar væru að vinna mörg þingsæti sem þar sem tíma tók að telja atkvæði og lýsa yfir sigurvegara. Þá varð hann fokreiður yfir umfjölluninni um ákvörðun hans að sleppa því að mæta á minningarathöfn í París þar sem fjölmargir þjóðarleiðtogar mættu til að minnast þeirra sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Skammaði hann ráðgjafa sína vegna umfjöllunarinnar.Sonur forsetans óttast að verða ákærður af Mueller Þá fundaði Trump með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, þar sem hann jós einnig úr skálum reiði sinnar yfir meintu aðgerðarleysi Frakka gagnvart Íran og viðskiptasamningum, eins og hann hafði gert við May. Trump varð einnig reiður út í Macron eftir fund þeirra þegar forsetinn franski hélt ræðu þar sem hann gagnrýndi þjóðernishyggju sérstaklega og var Trump sannfærður um að um Macron hefði verið að tala um sig. Ofan á allt þetta hefur rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum valdið Trump miklu hugarangri. Fjölmiðlar ytra hafa staðhæft undanfarna daga að vona sé á fleiri ákærum frá Mueller og er Trump yngri sagður óttast að verða ákærður.Urgur meðal starfsmanna Trump Trump hefur oft velt vöngum yfir því að víkja John Kelly, starfsmannastjóra sínum, úr starfi en hefur aldrei látið verða af því. Kelly er sagður hafa unnið hörðum höndum að því að halda einhverju skipulagi á Hvíta húsinu og að draga úr þeim starfsmannadeilum sem Trump hefur sjálfur sagt að hann þrífist á. Hann hefur þó fallið úr náðinni hjá Trump og sömuleiðis hjá Ivönku Trump og eiginmanni hennar Jared Kushner, sem bæði starfa innan veggja Hvíta hússins. Þá hefur Kelly nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir ytra um að hann hafi talað illa um Trump. Í eitt sinn á Kelly að hafa sagt að Trump væri fáviti í návisst annarra starfsmanna Hvíta hússins, eins og nokkrir aðrir starfsmenn eru sagðir hafa gert í gegnum tíðina. Þar á meðal má nefna Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og John Dowd, fyrrverandi lögmaður Trump. Að þessu sinni er Trump sagður vera að íhuga að ráða Nick Ayers, starfsmannastjóra Mike Pence, varaforseta, sem starfsmannastjóra sinn. Aðrir ráðgjafar Trump eru sagðir hafa farið á fund forsetans og ráðlagt honum að ráða Ayers ekki. Þeir segja ráðningu Ayers geta leitt til enn verri anda meðal starsmanna Hvíta hússins og jafnvel til þess að margir segi upp störfum sínum.Ekki eins mikil starfsmannavelta í áratugi Starfsmannaveltan í Hvíta húsinu hefur verið gífurlega mikil á fyrstu 22 mánuðum Trump í starfi. Samkvæmt Reuters telja sérfræðingar að starfsmannavelta Trump sé meiri en hún hafi verið hjá síðustu fimm forsetum Bandaríkjanna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Bretland Donald Trump Frakkland Íran Rússarannsóknin Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. Trump er reiður yfir kosningunum í síðustu viku, ferðinni til Frakklands og umfjöllun um ákvörðun hans að mæta ekki á minningarathöfn í París, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki ætlar hann sér að reka starfsmenn Hvíta hússins, þó óljóst sé hverja. Þónokkrir ráðgjafar Trump eru sagðir í hættu á því að verða vikið úr starfi. Meðal þeirra sem Trump er sagður vera að íhuga að segja upp eru John Kelly starfsmannastjóri, Kirstjen Nielsen yfirmaður heimavarna Bandaríkjanna, Ryan Zinke innanríkisráðherra og Wilbur Ross viðskiptaráðherra.Þá vék Trump Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, úr starfi sínu í síðustu viku. Melania Trump, forsetafrú, óð svo út í deilurnar þegar hún sendi út yfirlýsingu um að reka ætti aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, Miru Ricardels. Þær eru sagðar hafa deilt þegar Melania var í Afríku í síðasta mánuði. Trump er sagður vera að íhuga einnig að segja henni upp.Húðskammaði Theresu May í síma Bræði Trump braust fram strax á föstudaginn þegar hann var á flugi yfir Atlantshafinu á leið til Parísar þar sem endaloka fyrri heimsstyrjaldarinnar var minnst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hringdi í forsetann og óskaði honum til hamingju með árangur Repúblikanaflokksins í kosningunum í síðustu viku, þrátt fyrir að Repúblikanar misstu tök á fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Símtalið fór þó á annan veg en May átti von á þar sem Trump húðskammaði hana. Hann gagnrýndi hana og Breta fyrir að aðgerðarleysi gagnvart Íran og kvartaði yfir viðskiptasamningum Evrópuríkja og Bandaríkjanna, sem hann telur ósanngjarna gagnvart Bandaríkjunum.Samkvæmt heimildum Washington Post kom símtalið May og aðstoðarfólki hennar verulega á óvart. Skap Trump átti þó bara eftir að versna á næstu dögum.Trump-hjónin ásamt þeim Angelu Merkel og Emmanuel Macron.AP/Francois MoriÁ meðan Trump var í París reiddist hann yfir endurtalningu atkvæða í Flórída og að Demókratar væru að vinna mörg þingsæti sem þar sem tíma tók að telja atkvæði og lýsa yfir sigurvegara. Þá varð hann fokreiður yfir umfjölluninni um ákvörðun hans að sleppa því að mæta á minningarathöfn í París þar sem fjölmargir þjóðarleiðtogar mættu til að minnast þeirra sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Skammaði hann ráðgjafa sína vegna umfjöllunarinnar.Sonur forsetans óttast að verða ákærður af Mueller Þá fundaði Trump með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, þar sem hann jós einnig úr skálum reiði sinnar yfir meintu aðgerðarleysi Frakka gagnvart Íran og viðskiptasamningum, eins og hann hafði gert við May. Trump varð einnig reiður út í Macron eftir fund þeirra þegar forsetinn franski hélt ræðu þar sem hann gagnrýndi þjóðernishyggju sérstaklega og var Trump sannfærður um að um Macron hefði verið að tala um sig. Ofan á allt þetta hefur rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum valdið Trump miklu hugarangri. Fjölmiðlar ytra hafa staðhæft undanfarna daga að vona sé á fleiri ákærum frá Mueller og er Trump yngri sagður óttast að verða ákærður.Urgur meðal starfsmanna Trump Trump hefur oft velt vöngum yfir því að víkja John Kelly, starfsmannastjóra sínum, úr starfi en hefur aldrei látið verða af því. Kelly er sagður hafa unnið hörðum höndum að því að halda einhverju skipulagi á Hvíta húsinu og að draga úr þeim starfsmannadeilum sem Trump hefur sjálfur sagt að hann þrífist á. Hann hefur þó fallið úr náðinni hjá Trump og sömuleiðis hjá Ivönku Trump og eiginmanni hennar Jared Kushner, sem bæði starfa innan veggja Hvíta hússins. Þá hefur Kelly nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir ytra um að hann hafi talað illa um Trump. Í eitt sinn á Kelly að hafa sagt að Trump væri fáviti í návisst annarra starfsmanna Hvíta hússins, eins og nokkrir aðrir starfsmenn eru sagðir hafa gert í gegnum tíðina. Þar á meðal má nefna Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og John Dowd, fyrrverandi lögmaður Trump. Að þessu sinni er Trump sagður vera að íhuga að ráða Nick Ayers, starfsmannastjóra Mike Pence, varaforseta, sem starfsmannastjóra sinn. Aðrir ráðgjafar Trump eru sagðir hafa farið á fund forsetans og ráðlagt honum að ráða Ayers ekki. Þeir segja ráðningu Ayers geta leitt til enn verri anda meðal starsmanna Hvíta hússins og jafnvel til þess að margir segi upp störfum sínum.Ekki eins mikil starfsmannavelta í áratugi Starfsmannaveltan í Hvíta húsinu hefur verið gífurlega mikil á fyrstu 22 mánuðum Trump í starfi. Samkvæmt Reuters telja sérfræðingar að starfsmannavelta Trump sé meiri en hún hafi verið hjá síðustu fimm forsetum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Bretland Donald Trump Frakkland Íran Rússarannsóknin Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira