Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 11:00 Gulu vestin virðast rússneskum Twitter-notendum hugleikin þessa dagana. Vanalega beina þeir kröftum sínum að fréttum frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Vísir/EPA Um sex hundruð Twitter-reikningar sem vitað er að tala máli stjórnvalda í Kreml beina nú kröftum sínum í að kynda undir mótmæli „gulu vestanna“ svonefndu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron í Frakklandi. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvupóst framboðs hans í fyrra. Hörð mótmæli hafa geisað í París og víðar undanfarna daga. Mótmælendurnir klæðast gulum vestum sem þeir kenna sig við. Hátt í tvö þúsund manns voru handtekin í mótmælunum í gær. Upphaflega beindust mótmælin að fyrirhuguðum hækkunum á gjöldum á eldsneyti en þau hafa haldið áfram jafnvel eftir að Macron dró í land með þær í vikunni. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar er mest notaða myllumerkið hjá rússnesku Twitter-síðunum nú #giletsjaunes, gulu vestin á frönsku. Yfirleitt beina síðurnar sjónum sínum að breskum og bandarískum fréttum. Tístin ganga mörg út á að franskir lögreglumenn séu við það að gera uppreisn sem virðist þó ekki eiga við nein rök að styðjast. Bret Schafer, samfélagsmiðlasérfræðingur Bandalags fyrir öryggi lýðræðisins sem er hluti af Marshall-sjóði Bandaríkjanna í Þýskalandi, segir að áróðurinn um mögulega uppreisn lögreglumanna sé í anda tilraun rússneskra stjórnvalda til að ala á vantrausti í garð vestrænna ríkisstjórna og draga upp þá mynd að frjálslyndu lýðræði fari hnignandi í heiminum. Áróðurinn á Twitter endurómar frásagnir rússneskra ríkisfjölmiðla eins og Spútnik og RT sem hafa haldið því fram að franska lögreglan styðji ekki Macron heldur mótmælendurna. Þær fréttir eru sagðar byggjast á vafasömum heimildum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig reynt að nýta sér mótmælin í Frakklandi í eiginhagsmunaskyni, bæði til að koma höggi á Macron og til að bauna á Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem hann ætlar að segja Bandaríkin frá. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í forsetakosningunum árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér til að hjálpa Trump, þar á meðal með áróðursherferð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Rússland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Um sex hundruð Twitter-reikningar sem vitað er að tala máli stjórnvalda í Kreml beina nú kröftum sínum í að kynda undir mótmæli „gulu vestanna“ svonefndu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron í Frakklandi. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvupóst framboðs hans í fyrra. Hörð mótmæli hafa geisað í París og víðar undanfarna daga. Mótmælendurnir klæðast gulum vestum sem þeir kenna sig við. Hátt í tvö þúsund manns voru handtekin í mótmælunum í gær. Upphaflega beindust mótmælin að fyrirhuguðum hækkunum á gjöldum á eldsneyti en þau hafa haldið áfram jafnvel eftir að Macron dró í land með þær í vikunni. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar er mest notaða myllumerkið hjá rússnesku Twitter-síðunum nú #giletsjaunes, gulu vestin á frönsku. Yfirleitt beina síðurnar sjónum sínum að breskum og bandarískum fréttum. Tístin ganga mörg út á að franskir lögreglumenn séu við það að gera uppreisn sem virðist þó ekki eiga við nein rök að styðjast. Bret Schafer, samfélagsmiðlasérfræðingur Bandalags fyrir öryggi lýðræðisins sem er hluti af Marshall-sjóði Bandaríkjanna í Þýskalandi, segir að áróðurinn um mögulega uppreisn lögreglumanna sé í anda tilraun rússneskra stjórnvalda til að ala á vantrausti í garð vestrænna ríkisstjórna og draga upp þá mynd að frjálslyndu lýðræði fari hnignandi í heiminum. Áróðurinn á Twitter endurómar frásagnir rússneskra ríkisfjölmiðla eins og Spútnik og RT sem hafa haldið því fram að franska lögreglan styðji ekki Macron heldur mótmælendurna. Þær fréttir eru sagðar byggjast á vafasömum heimildum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig reynt að nýta sér mótmælin í Frakklandi í eiginhagsmunaskyni, bæði til að koma höggi á Macron og til að bauna á Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem hann ætlar að segja Bandaríkin frá. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í forsetakosningunum árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér til að hjálpa Trump, þar á meðal með áróðursherferð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Rússland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55