Rándýr lexía Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Enn á ný liggur framtíð WOW air eins og mara á íslensku viðskiptalífi, en Icelandair hefur fallið frá áformum um kaup á félaginu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og staðhæfir að flugáætlun félagsins fyrir komandi vetur standi óbreytt. Ekki nóg með það heldur boðar Skúli gleðifréttir og segir fjársterkan aðila skoða kaup á félaginu. Þá hefur fjármálastjórinn sagt að laun verði greidd um mánaðamótin. Vonandi tekst Skúla ætlunarverk sitt, en við aðstæður sem þessar dugar ekki bjartsýnin ein og sér. Athygli vakti að WOW losaði sig við fjórar vélar úr flota sínum í vikunni, þá virðist sem Samgöngustofa sé komin í málið en hún er það stjórnvald sem tekur ákvörðun um hvort flugfélög uppfylli skilyrði flugrekstrarleyfis. Án slíks leyfis fer ekki ein einasta flugvél á loft. Markaðurinn bregst vitaskuld ekki vel við þessari óvissu. Nánast öll félög lækkuðu í Kauphöllinni í gær, og nam lækkun úrvalsvísitölunnar rétt tæpum 3%. Miklar sveiflur hafa verið á skuldabréfamarkaði. Markaðurinn og landsmenn allir þurfa að fara að fá einhverja vissu í þessi mál. Varla gengur að félag, þó ekki stærra en WOW air, haldi öllu hagkerfinu í heljargreipum svo vikum skipti. Skyldi þó engan undra að svo sé enda gerir sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna falls WOW air ráð fyrir allt að 3% samdrætti í hagvexti og talsverðri veikingu krónunnar fari svo að félagið leggi upp laupana. Einmitt af þessari ástæðu veldur áhyggjum að stjórnvöld virðast ætla að sitja hjá í málinu. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að rekstrarvandræði WOW hafa verið fyrirséð um nokkurn tíma, og raunar verið opinbert leyndarmál frá því á síðasta ári. Í þessu samhengi má rifja upp aðgerðir þýskra stjórnvalda þegar ljóst var að Air Berlin væri óstarfhæft. Þýsk stjórnvöld, með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda, lögðu Air Berlin til 150 milljóna evra lán sem tryggja átti reksturinn til sex mánaða. Sá tími var nýttur til að selja eignir félagsins og sjá til þess að lágmarka tjón þýska hagkerfisins. Vel þótti takast til. Ekkert flug féll niður og lunganum af rekstrinum var komið í hendur Lufthansa. Ljóst er að þær fjárhæðir sem leggja þyrfti til WOW air væru mun lægri en sú fjárhæð sem þýska ríkið innti af hendi. Fjárfestingin væri tiltölulega léttvæg ef horft er til dæmis á það eignatjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir vegna lækkandi eignaverðs að undanförnu. Vitaskuld kynnu einhverjir að sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni, en spurningin sem stjórnvöld sitja frammi fyrir er einfaldlega eftirfarandi: Eru hægrimennirnir í ríkisstjórninni svo stífir á meiningunni að þeir ætli að tefla efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu til að kenna landsmönnum rándýra lexíu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Enn á ný liggur framtíð WOW air eins og mara á íslensku viðskiptalífi, en Icelandair hefur fallið frá áformum um kaup á félaginu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og staðhæfir að flugáætlun félagsins fyrir komandi vetur standi óbreytt. Ekki nóg með það heldur boðar Skúli gleðifréttir og segir fjársterkan aðila skoða kaup á félaginu. Þá hefur fjármálastjórinn sagt að laun verði greidd um mánaðamótin. Vonandi tekst Skúla ætlunarverk sitt, en við aðstæður sem þessar dugar ekki bjartsýnin ein og sér. Athygli vakti að WOW losaði sig við fjórar vélar úr flota sínum í vikunni, þá virðist sem Samgöngustofa sé komin í málið en hún er það stjórnvald sem tekur ákvörðun um hvort flugfélög uppfylli skilyrði flugrekstrarleyfis. Án slíks leyfis fer ekki ein einasta flugvél á loft. Markaðurinn bregst vitaskuld ekki vel við þessari óvissu. Nánast öll félög lækkuðu í Kauphöllinni í gær, og nam lækkun úrvalsvísitölunnar rétt tæpum 3%. Miklar sveiflur hafa verið á skuldabréfamarkaði. Markaðurinn og landsmenn allir þurfa að fara að fá einhverja vissu í þessi mál. Varla gengur að félag, þó ekki stærra en WOW air, haldi öllu hagkerfinu í heljargreipum svo vikum skipti. Skyldi þó engan undra að svo sé enda gerir sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna falls WOW air ráð fyrir allt að 3% samdrætti í hagvexti og talsverðri veikingu krónunnar fari svo að félagið leggi upp laupana. Einmitt af þessari ástæðu veldur áhyggjum að stjórnvöld virðast ætla að sitja hjá í málinu. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að rekstrarvandræði WOW hafa verið fyrirséð um nokkurn tíma, og raunar verið opinbert leyndarmál frá því á síðasta ári. Í þessu samhengi má rifja upp aðgerðir þýskra stjórnvalda þegar ljóst var að Air Berlin væri óstarfhæft. Þýsk stjórnvöld, með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda, lögðu Air Berlin til 150 milljóna evra lán sem tryggja átti reksturinn til sex mánaða. Sá tími var nýttur til að selja eignir félagsins og sjá til þess að lágmarka tjón þýska hagkerfisins. Vel þótti takast til. Ekkert flug féll niður og lunganum af rekstrinum var komið í hendur Lufthansa. Ljóst er að þær fjárhæðir sem leggja þyrfti til WOW air væru mun lægri en sú fjárhæð sem þýska ríkið innti af hendi. Fjárfestingin væri tiltölulega léttvæg ef horft er til dæmis á það eignatjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir vegna lækkandi eignaverðs að undanförnu. Vitaskuld kynnu einhverjir að sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni, en spurningin sem stjórnvöld sitja frammi fyrir er einfaldlega eftirfarandi: Eru hægrimennirnir í ríkisstjórninni svo stífir á meiningunni að þeir ætli að tefla efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu til að kenna landsmönnum rándýra lexíu?
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun