Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2018 12:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif Trump í Rússlandi. Brotin sem Cohen játaði á sig í gær vörðuðu lygar sem hann sagði þingmönnum í leyniþjónustunefndum öldungadeildar- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í fyrra. Sagðist Cohen hafa vísvitandi logið til þess að styðja við opinberar yfirlýsingar Trump um að hann hefði ekki átt í neinum viðskiptum í Rússlandi.Trump birti tvö tíst nú morgun þar sem hann kvartaði yfir rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þar sagði Trump að hann hefði talið Bandaríkin á rangri stefnu og því hefði hann boðið sig fram til forseta og haldið áfram að reka fyrirtæki sitt „mjög löglega og mjög töff“. Þá hefði hann sagt frá því í kosningabaráttunni að hann hefði lauslega skoðað að byggja byggingu í Rússlandi. Engir peningar hefðu farið í verkefnið og á endanum hafi ekkert orðið af því. Trump endaði tístin sín svo eins og hann hefur gert margoft áður:„Nornaveiðar!“Oh, I get it! I am a very good developer, happily living my life, when I see our Country going in the wrong direction (to put it mildly). Against all odds, I decide to run for President & continue to run my business-very legal & very cool, talked about it on the campaign trail... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 30, 2018....Lightly looked at doing a building somewhere in Russia. Put up zero money, zero guarantees and didn’t do the project. Witch Hunt! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 30, 2018Vel heppnaðar „nornaveiðar“ Þrátt fyrir að forsetinn hafi ítrekað kallað Rússarannsóknina svokölluðu „nornaveiðar“, er í raun merkilegt hve margar nornir hafa brunnið á báli Mueller, ef svo má að orði komast. Enn sem komið er hafa átta Bandaríkjamenn, sem komu margir að framboði Trump, verið ákærðir. Auk þeirra hefur Rússinn Konstantin V. Kilimnik verið ákærður, Tólf starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar GRU hafa sömuleiðis verið ákærðir fyrir fjölda glæpa og tólf starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar svokölluðu hafa einnig verið ákærðir.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgAf þeim sem hafa verið ákærðir vegna Rússarannsóknarinnar eru það einungis Rússarnir sjálfir sem hafa ekki verið sakfelldir eða játað. Ólíklegt þykir að yfirvöld Bandaríkjanna muni nokkurn tímann koma höndum yfir þá.Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump.AP/Julie JacobsonAllir nema Rússarnir hafa játað eða verið dæmdir Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, hefur játað að hafa logið að þingmönnum varðandi umsvif Trump í Rússlandi, skattsvik, bankasvik og að hafa brotið gegn kosningalögum Bandaríkjanna með því að greiða minnst tveimur konum í aðdraganda kosninganna 2016 fyrir þögn um meint framhjáhöld þeirra og Trump. George Papadopoulos játaði að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við aðila sem taldir eru hafa verið á vegum yfirvalda Rússlands. Papadopoulos starfaði innan framboðs Trump og sagði áströlskum erindreka frá því að Rússar sætu á tölvupóstum Demókrata, áður en það var gert opinbert. Sú uppljóstrun leiddi til upphafs Rússarannsóknarinnar. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var sakfeldur fyrir ýmis brot. Þar á meðal eru skattsvik, bankasvik, að starfa sem óskráður útsendari erlends ríkis og að koma í veg fyrir gang réttvísinnar, svo eitthvað sé nefnt. Enn hefur ekki verið réttað yfir honum fyrir fjölda brota sem hann hefur ákærður fyrir.Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump.AP/Jose Luis MaganaRick Gates, sem starfaði sem ráðgjafi við framboð Trump, hefur játað fjársvik og að hafa logið að rannsakendum. Akex van der Zwaan, lögmaður sem vann með Manafort og Gates, hefur játað að hafa logið að rannsakendum um samskipti sín við Rick Gates og mann sem talinn er vera útsendari leyniþjónustu Rússlands. Sam Patten, sem einnig var samstarfsmaður Manafort, hefur játað að hafa starfað sem óskráður útsendari erlends ríkis.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinMichael T. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur játað að hafa logið að rannsakendum um samskipti sín og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þá hefur Richard Pinedo játað einkennisþjófnað. Hann seldi starfsmönnum Tröllaverksmiðjunnar í St. Pétursborg aðgang að bankareikningum í Bandaríkjunum, sem þeir notuðu til að hylja slóðir sína við áróðursherferð þeirra í aðdraganda forsetakosninganna 2016.Trump í nánum samskiptum við Cohen um Rússland Washington Post segir ný gögn frá Rússarannsókninni benda til þess að rannsakendur hafi lagt aukna áherslu á að kanna tengsl Trump og yfirvalda Rússlands. Rannsakendur hafi komist á snoðir um að Trump hafi verið í nánum samskiptum við helstu starfsmenn sína þegar þeir reyndu ítrekað að opna samskiptaleiðir til Rússlands og til Wikileaks. Wikileaks birtu tölvupósta sem stolið var, af áðurnefndum þrettán útsendurum GRU, úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.Þá hafi rannsakendur Mueller einnig komist á snoðir um að starfsmenn Trump hafi reynt að hylja slóðir sínar til Rússlands. Auk Cohen eru rannsakendur einnig að skoða Roger Stone, náin ráðgjafa og vin Trump, sem er sakaður um að hafa verið í samskiptum við aðila um leka tölvupóstanna, áður en birting Wikileaks fór fram. Þá hefur Trump einnig verið nefndur í dómskjölum vegna rannsóknar Mueller á Jerome Corsi. Sá mun hafa sagt Roger Stone frá því að von væri á birtingu tölvupóstanna af því að hann vissi að Stone væri í reglulegum samskiptum við Trump. Fjölmiðlar ytra segja Stone hafa rætt við Trump degi eftir að hann fékk þessar upplýsingar frá Corsi.Roger Stone, náinn ráðgjafi og vinur Trump.EPA/JIM LO SCALZOSamkvæmt dómskjölum mun Trump hafa fengið reglulegar uppfærslur frá Cohen þar til í júní 2016, um viðleitni Cohen til að fá byggingu Trump-turns í Moskvu í gegn. Það var eftir að Trump tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Cohen sagðist hafa rætt málið ítrekað við Trump og aðra meðlimi fjölskyldu hans.Sendi póst á talsmann Pútín AP fréttaveitan segir Cohen hafa sent tölvupóst til Dmitry Peskov, talsmanns Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í janúar 2016. Þar hafi Cohen beðið Peskov um aðstoð við að koma byggingu Trump-turnsins í Moskvu af stað. Þá ræddi Cohen við aðstoðarmann Peskov í síma í um tuttugu mínútur. Viðræður þessar stóðu yfir í nokkra mánuði.Í maí sama ár ræddi við Cohen við Felix Sater, sem starfaði af og á fyrir fyrirtæki Trump, og ræddu þeir hvort Trump gæti heimsótt Rússland seinna um árið og hvort að Cohen sjálfur gæti farið til Rússlands í júní og rætt við Pútín eða Dmitry Medvedev, forsætisráðherra og fyrrverandi forseta Rússlands. Þann 9. júní funduðu Trump yngri, Manafort og Jared Kushner, tengdasonur Trump, með lögmanni sem tengist yfirvöldum Rússlands í New York. Boðað var til fundarins í tölvupóstum þar sem fram kom að lögmaðurinn ætlaði að koma upplýsingum sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton í hendur Trump-liða og það væri liður í áætlun Rússa við að hjálpa Trump að ná kjöri. Þann 14. júní tilkynnti landsnefnd Demókrataflokksins að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn í tölvukerfi þeirra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Ivanka Trump notaði sitt persónulega netfang vegna starfa sinna í Hvíta húsinu Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og hans helsti ráðgjafi, notaði persónulegt tölvupóstfang sitt til að senda gögn sem vörðuðu störf hennar í Hvíta húsinu. 20. nóvember 2018 07:27 Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06 Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Trump útilokar ekki að náða Manafort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. 29. nóvember 2018 08:53 Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Fyrrum ráðgjafa Trump-framboðsins skipað að hefja afplánun George Papadopoulos var dæmdur í tveggja vikna fangelsi fyrir að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI. 26. nóvember 2018 08:25 Trump aflýsir fundi með Pútín Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. 29. nóvember 2018 18:05 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif Trump í Rússlandi. Brotin sem Cohen játaði á sig í gær vörðuðu lygar sem hann sagði þingmönnum í leyniþjónustunefndum öldungadeildar- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í fyrra. Sagðist Cohen hafa vísvitandi logið til þess að styðja við opinberar yfirlýsingar Trump um að hann hefði ekki átt í neinum viðskiptum í Rússlandi.Trump birti tvö tíst nú morgun þar sem hann kvartaði yfir rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þar sagði Trump að hann hefði talið Bandaríkin á rangri stefnu og því hefði hann boðið sig fram til forseta og haldið áfram að reka fyrirtæki sitt „mjög löglega og mjög töff“. Þá hefði hann sagt frá því í kosningabaráttunni að hann hefði lauslega skoðað að byggja byggingu í Rússlandi. Engir peningar hefðu farið í verkefnið og á endanum hafi ekkert orðið af því. Trump endaði tístin sín svo eins og hann hefur gert margoft áður:„Nornaveiðar!“Oh, I get it! I am a very good developer, happily living my life, when I see our Country going in the wrong direction (to put it mildly). Against all odds, I decide to run for President & continue to run my business-very legal & very cool, talked about it on the campaign trail... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 30, 2018....Lightly looked at doing a building somewhere in Russia. Put up zero money, zero guarantees and didn’t do the project. Witch Hunt! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 30, 2018Vel heppnaðar „nornaveiðar“ Þrátt fyrir að forsetinn hafi ítrekað kallað Rússarannsóknina svokölluðu „nornaveiðar“, er í raun merkilegt hve margar nornir hafa brunnið á báli Mueller, ef svo má að orði komast. Enn sem komið er hafa átta Bandaríkjamenn, sem komu margir að framboði Trump, verið ákærðir. Auk þeirra hefur Rússinn Konstantin V. Kilimnik verið ákærður, Tólf starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar GRU hafa sömuleiðis verið ákærðir fyrir fjölda glæpa og tólf starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar svokölluðu hafa einnig verið ákærðir.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgAf þeim sem hafa verið ákærðir vegna Rússarannsóknarinnar eru það einungis Rússarnir sjálfir sem hafa ekki verið sakfelldir eða játað. Ólíklegt þykir að yfirvöld Bandaríkjanna muni nokkurn tímann koma höndum yfir þá.Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump.AP/Julie JacobsonAllir nema Rússarnir hafa játað eða verið dæmdir Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, hefur játað að hafa logið að þingmönnum varðandi umsvif Trump í Rússlandi, skattsvik, bankasvik og að hafa brotið gegn kosningalögum Bandaríkjanna með því að greiða minnst tveimur konum í aðdraganda kosninganna 2016 fyrir þögn um meint framhjáhöld þeirra og Trump. George Papadopoulos játaði að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við aðila sem taldir eru hafa verið á vegum yfirvalda Rússlands. Papadopoulos starfaði innan framboðs Trump og sagði áströlskum erindreka frá því að Rússar sætu á tölvupóstum Demókrata, áður en það var gert opinbert. Sú uppljóstrun leiddi til upphafs Rússarannsóknarinnar. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var sakfeldur fyrir ýmis brot. Þar á meðal eru skattsvik, bankasvik, að starfa sem óskráður útsendari erlends ríkis og að koma í veg fyrir gang réttvísinnar, svo eitthvað sé nefnt. Enn hefur ekki verið réttað yfir honum fyrir fjölda brota sem hann hefur ákærður fyrir.Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump.AP/Jose Luis MaganaRick Gates, sem starfaði sem ráðgjafi við framboð Trump, hefur játað fjársvik og að hafa logið að rannsakendum. Akex van der Zwaan, lögmaður sem vann með Manafort og Gates, hefur játað að hafa logið að rannsakendum um samskipti sín við Rick Gates og mann sem talinn er vera útsendari leyniþjónustu Rússlands. Sam Patten, sem einnig var samstarfsmaður Manafort, hefur játað að hafa starfað sem óskráður útsendari erlends ríkis.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinMichael T. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur játað að hafa logið að rannsakendum um samskipti sín og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þá hefur Richard Pinedo játað einkennisþjófnað. Hann seldi starfsmönnum Tröllaverksmiðjunnar í St. Pétursborg aðgang að bankareikningum í Bandaríkjunum, sem þeir notuðu til að hylja slóðir sína við áróðursherferð þeirra í aðdraganda forsetakosninganna 2016.Trump í nánum samskiptum við Cohen um Rússland Washington Post segir ný gögn frá Rússarannsókninni benda til þess að rannsakendur hafi lagt aukna áherslu á að kanna tengsl Trump og yfirvalda Rússlands. Rannsakendur hafi komist á snoðir um að Trump hafi verið í nánum samskiptum við helstu starfsmenn sína þegar þeir reyndu ítrekað að opna samskiptaleiðir til Rússlands og til Wikileaks. Wikileaks birtu tölvupósta sem stolið var, af áðurnefndum þrettán útsendurum GRU, úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.Þá hafi rannsakendur Mueller einnig komist á snoðir um að starfsmenn Trump hafi reynt að hylja slóðir sínar til Rússlands. Auk Cohen eru rannsakendur einnig að skoða Roger Stone, náin ráðgjafa og vin Trump, sem er sakaður um að hafa verið í samskiptum við aðila um leka tölvupóstanna, áður en birting Wikileaks fór fram. Þá hefur Trump einnig verið nefndur í dómskjölum vegna rannsóknar Mueller á Jerome Corsi. Sá mun hafa sagt Roger Stone frá því að von væri á birtingu tölvupóstanna af því að hann vissi að Stone væri í reglulegum samskiptum við Trump. Fjölmiðlar ytra segja Stone hafa rætt við Trump degi eftir að hann fékk þessar upplýsingar frá Corsi.Roger Stone, náinn ráðgjafi og vinur Trump.EPA/JIM LO SCALZOSamkvæmt dómskjölum mun Trump hafa fengið reglulegar uppfærslur frá Cohen þar til í júní 2016, um viðleitni Cohen til að fá byggingu Trump-turns í Moskvu í gegn. Það var eftir að Trump tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Cohen sagðist hafa rætt málið ítrekað við Trump og aðra meðlimi fjölskyldu hans.Sendi póst á talsmann Pútín AP fréttaveitan segir Cohen hafa sent tölvupóst til Dmitry Peskov, talsmanns Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í janúar 2016. Þar hafi Cohen beðið Peskov um aðstoð við að koma byggingu Trump-turnsins í Moskvu af stað. Þá ræddi Cohen við aðstoðarmann Peskov í síma í um tuttugu mínútur. Viðræður þessar stóðu yfir í nokkra mánuði.Í maí sama ár ræddi við Cohen við Felix Sater, sem starfaði af og á fyrir fyrirtæki Trump, og ræddu þeir hvort Trump gæti heimsótt Rússland seinna um árið og hvort að Cohen sjálfur gæti farið til Rússlands í júní og rætt við Pútín eða Dmitry Medvedev, forsætisráðherra og fyrrverandi forseta Rússlands. Þann 9. júní funduðu Trump yngri, Manafort og Jared Kushner, tengdasonur Trump, með lögmanni sem tengist yfirvöldum Rússlands í New York. Boðað var til fundarins í tölvupóstum þar sem fram kom að lögmaðurinn ætlaði að koma upplýsingum sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton í hendur Trump-liða og það væri liður í áætlun Rússa við að hjálpa Trump að ná kjöri. Þann 14. júní tilkynnti landsnefnd Demókrataflokksins að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn í tölvukerfi þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Ivanka Trump notaði sitt persónulega netfang vegna starfa sinna í Hvíta húsinu Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og hans helsti ráðgjafi, notaði persónulegt tölvupóstfang sitt til að senda gögn sem vörðuðu störf hennar í Hvíta húsinu. 20. nóvember 2018 07:27 Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06 Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Trump útilokar ekki að náða Manafort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. 29. nóvember 2018 08:53 Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Fyrrum ráðgjafa Trump-framboðsins skipað að hefja afplánun George Papadopoulos var dæmdur í tveggja vikna fangelsi fyrir að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI. 26. nóvember 2018 08:25 Trump aflýsir fundi með Pútín Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. 29. nóvember 2018 18:05 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08
Ivanka Trump notaði sitt persónulega netfang vegna starfa sinna í Hvíta húsinu Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og hans helsti ráðgjafi, notaði persónulegt tölvupóstfang sitt til að senda gögn sem vörðuðu störf hennar í Hvíta húsinu. 20. nóvember 2018 07:27
Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06
Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41
Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28
Trump útilokar ekki að náða Manafort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. 29. nóvember 2018 08:53
Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29
Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21
Fyrrum ráðgjafa Trump-framboðsins skipað að hefja afplánun George Papadopoulos var dæmdur í tveggja vikna fangelsi fyrir að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI. 26. nóvember 2018 08:25
Trump aflýsir fundi með Pútín Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. 29. nóvember 2018 18:05