Staða barna í íslensku samfélagi Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Í dag er alþjóðadagur barna en þennan dag árið 1989 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samning um réttindi barnsins eða Barnasáttmálann. Eitt af markmiðum frumvarps til breytinga á lögum um umboðsmann barna, sem nú liggur fyrir Alþingi, er að skerpa á hlutverki umboðsmanns í innleiðingu Barnasáttmálans sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Lagt er til að embættinu verði falið að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. Eiga þau gögn að liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna. Sambærilegt markmið var sett í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var fyrr á þessu ári þar sem jafnframt er kveðið á um að embættið setji á fót sérfræðihópa barna þar sem leitað verður sjónarmiða þeirra um þá þjónustu sem þeim stendur til boða og tillögum þeirra að úrbótum. Vönduð tölfræðileg gögn eru mikilvægur grunnur góðrar stefnumótunar og því hefur embættið hafið samstarf við Hagstofuna um að greina sérstaklega gögn sem snúa að börnum. Hagstofan birti í vor á vef sínum margvíslegar upplýsingar úr sínum gögnum um stöðu barna í íslensku samfélagi. Töluverða athygli vakti mikil þátttaka barna á íslenskum vinnumarkaði og hélt umboðsmaður barna ásamt Vinnueftirlitinu fund fyrir um tveimur vikum þar sem gerð var frekari grein fyrir stöðu barna á íslenskum vinnumarkaði, slysaskráningu, upplýsingum sem embættið hefur safnað um vinnuskóla sveitarfélaganna og frekari upplýsingum um atvinnuþátttöku barna frá Hagstofunni. Á fundinum voru einnig fulltrúar stofnana. sveitarfélaga, atvinnulífsins, stéttarfélaga og börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna til að ræða um reynslu barna og nauðsynlegan undirbúning fyrir þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Þessi fundur er dæmi um þá samræðu sem umboðsmaður barna hyggst standa fyrir í íslensku samfélagi um stöðu barna, þar sem vandaðar greiningar liggja til grundvallar, en ekki síst raddir barnanna sjálfra og áherslur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Salvör Nordal Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðadagur barna en þennan dag árið 1989 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samning um réttindi barnsins eða Barnasáttmálann. Eitt af markmiðum frumvarps til breytinga á lögum um umboðsmann barna, sem nú liggur fyrir Alþingi, er að skerpa á hlutverki umboðsmanns í innleiðingu Barnasáttmálans sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Lagt er til að embættinu verði falið að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. Eiga þau gögn að liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna. Sambærilegt markmið var sett í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var fyrr á þessu ári þar sem jafnframt er kveðið á um að embættið setji á fót sérfræðihópa barna þar sem leitað verður sjónarmiða þeirra um þá þjónustu sem þeim stendur til boða og tillögum þeirra að úrbótum. Vönduð tölfræðileg gögn eru mikilvægur grunnur góðrar stefnumótunar og því hefur embættið hafið samstarf við Hagstofuna um að greina sérstaklega gögn sem snúa að börnum. Hagstofan birti í vor á vef sínum margvíslegar upplýsingar úr sínum gögnum um stöðu barna í íslensku samfélagi. Töluverða athygli vakti mikil þátttaka barna á íslenskum vinnumarkaði og hélt umboðsmaður barna ásamt Vinnueftirlitinu fund fyrir um tveimur vikum þar sem gerð var frekari grein fyrir stöðu barna á íslenskum vinnumarkaði, slysaskráningu, upplýsingum sem embættið hefur safnað um vinnuskóla sveitarfélaganna og frekari upplýsingum um atvinnuþátttöku barna frá Hagstofunni. Á fundinum voru einnig fulltrúar stofnana. sveitarfélaga, atvinnulífsins, stéttarfélaga og börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna til að ræða um reynslu barna og nauðsynlegan undirbúning fyrir þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Þessi fundur er dæmi um þá samræðu sem umboðsmaður barna hyggst standa fyrir í íslensku samfélagi um stöðu barna, þar sem vandaðar greiningar liggja til grundvallar, en ekki síst raddir barnanna sjálfra og áherslur þeirra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun