Það er til lausn Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Nú leggur hópur þingmanna í stjórnarandstöðu til að snúa frá þeirri stefnu heilbrigðisráðherra að ríkið borgi tvöfalt, uppsett verð fyrir algengar og sjálfsagðar læknisaðgerðir. Eins og sakir standa sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum í Danmörku og í Svíþjóð þar sem íslenska ríkið ofgreiðir fyrir aðgerðir sem vel væri hægt að framkvæma hér á landi fyrir minna fé. Ekkert bendir til þess að þjónustan sé betri í útlöndum, þrátt fyrir verðmiðann. Raunar fylgir gjarnan með í för íslenskur læknir sem jafnframt framkvæmir aðgerðirnar. Hins vegar má færa góð rök fyrir því að í ferðalögum sjúklinganna, sem sumir hverjir eru sárþjáðir, felist talsvert meiri óþægindi en ella. Stjórnmálamenn bera ábyrgð. Alþingi hefur staðfest með lögum rétt fólks á að sækja sér læknismeðferð sem það þarf á að halda og að ásættanleg bið eftir aðgerðum séu 90 dagar. Því annar Landspítalinn ekki í öllum tilfellum og ekkert bendir til þess að von sé á því í nánustu framtíð að biðlistar í hinar ýmsu aðgerðir styttist að ráði. Að 90 dögunum liðnum á fólk rétt á því að leita sér þjónustu annars staðar á EES-svæðinu á kostnað ríkisins, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Slíkt er ef til vill stundum óhjákvæmilegt, en í mörgum tilfellum óþarfi. Sjúkratryggingar mega nefnilega ekki greiða kostnað sjúklinga við sams konar aðgerð hér á landi, þrátt fyrir að hún sé gerð á stofu sem uppfyllir öll lagaskilyrði. Synjun um slíkt er sögð vegna þess að ekki sé samningur milli Sjúkratrygginga og viðkomandi læknis um framkvæmd aðgerðanna. Stofnunin hefur talið sér óheimilt að gera slíkan samning vegna skýrrar afstöðu heilbrigðisráðherrans, um að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera á höndum hins opinbera. Ekki er ljóst hver munurinn er í huga ráðherrans á einkarekinni stofu í Svíþjóð eða á Íslandi, en eitt er víst að aðeins önnur þeirra borgar skatta og skyldur hér á landi. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokks leggja nú til að snúið verði af þessari braut og íslenskum, einkareknum stofum sem uppfylla skilyrði leyft að framkvæma aðgerðir sem Landsspítalinn annar ekki. Einn flutningsmanna og formaður Viðreisnar hefur sagt að 130 milljónum sé varið árlega í að senda fólk út í aðgerðir. Fyrir þá upphæð séu gerðar 70 aðgerðir í útlöndum, en hægt að gera ríflega 120 aðgerðir hér á landi. Ef Alþingi lánast að samþykkja þessa breytingu á lögunum myndi nauðsynlegum aðgerðum fjölga hér á landi og biðtími styttast á ríkisspítalanun um leið. Lífshamingja fólks aukast. Sjúklingum fækka. Svo getur ráðherrann tekið stöðuna aftur þegar fólk þarf ekki að bíða í mánuði og ár eftir sjálfsagðri, lögbundinni þjónustu í heimalandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú leggur hópur þingmanna í stjórnarandstöðu til að snúa frá þeirri stefnu heilbrigðisráðherra að ríkið borgi tvöfalt, uppsett verð fyrir algengar og sjálfsagðar læknisaðgerðir. Eins og sakir standa sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum í Danmörku og í Svíþjóð þar sem íslenska ríkið ofgreiðir fyrir aðgerðir sem vel væri hægt að framkvæma hér á landi fyrir minna fé. Ekkert bendir til þess að þjónustan sé betri í útlöndum, þrátt fyrir verðmiðann. Raunar fylgir gjarnan með í för íslenskur læknir sem jafnframt framkvæmir aðgerðirnar. Hins vegar má færa góð rök fyrir því að í ferðalögum sjúklinganna, sem sumir hverjir eru sárþjáðir, felist talsvert meiri óþægindi en ella. Stjórnmálamenn bera ábyrgð. Alþingi hefur staðfest með lögum rétt fólks á að sækja sér læknismeðferð sem það þarf á að halda og að ásættanleg bið eftir aðgerðum séu 90 dagar. Því annar Landspítalinn ekki í öllum tilfellum og ekkert bendir til þess að von sé á því í nánustu framtíð að biðlistar í hinar ýmsu aðgerðir styttist að ráði. Að 90 dögunum liðnum á fólk rétt á því að leita sér þjónustu annars staðar á EES-svæðinu á kostnað ríkisins, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Slíkt er ef til vill stundum óhjákvæmilegt, en í mörgum tilfellum óþarfi. Sjúkratryggingar mega nefnilega ekki greiða kostnað sjúklinga við sams konar aðgerð hér á landi, þrátt fyrir að hún sé gerð á stofu sem uppfyllir öll lagaskilyrði. Synjun um slíkt er sögð vegna þess að ekki sé samningur milli Sjúkratrygginga og viðkomandi læknis um framkvæmd aðgerðanna. Stofnunin hefur talið sér óheimilt að gera slíkan samning vegna skýrrar afstöðu heilbrigðisráðherrans, um að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera á höndum hins opinbera. Ekki er ljóst hver munurinn er í huga ráðherrans á einkarekinni stofu í Svíþjóð eða á Íslandi, en eitt er víst að aðeins önnur þeirra borgar skatta og skyldur hér á landi. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokks leggja nú til að snúið verði af þessari braut og íslenskum, einkareknum stofum sem uppfylla skilyrði leyft að framkvæma aðgerðir sem Landsspítalinn annar ekki. Einn flutningsmanna og formaður Viðreisnar hefur sagt að 130 milljónum sé varið árlega í að senda fólk út í aðgerðir. Fyrir þá upphæð séu gerðar 70 aðgerðir í útlöndum, en hægt að gera ríflega 120 aðgerðir hér á landi. Ef Alþingi lánast að samþykkja þessa breytingu á lögunum myndi nauðsynlegum aðgerðum fjölga hér á landi og biðtími styttast á ríkisspítalanun um leið. Lífshamingja fólks aukast. Sjúklingum fækka. Svo getur ráðherrann tekið stöðuna aftur þegar fólk þarf ekki að bíða í mánuði og ár eftir sjálfsagðri, lögbundinni þjónustu í heimalandinu.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun