Trump náðaði kalkúninn Peas Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 10:03 Forsetahjónin Donald Trump og Melania Trump með kalkúninum Peas á lóð Hvíta hússins. GettyManuel Balce Ceneta Venju samkvæmt náðaði Bandaríkjaforseti kalkún á lóð Hvíta hússins í tilefni Þakkagjörðarhátíðarinnar í gær. „Þessi kalkúnn er einstaklega heppinn. Ég hef ekki séð fallegri kalkún,“ sagði forsetinn Donald Trump í gær. Sneri hann sér svo að kalkúninum Peas, klappaði honum varfærnislega og sagðist náða hann. Er því ljóst að Peas verður ekki slátrað líkt og svo mörgum öðrum kalkúnum, en fuglinn er sérstaklega algengur á borðum Bandaríkjamanna þegar þeir halda upp á Þakkagjörðarhátíðina.Rakin til Iran-Contra málsins Bandaríkjaforsetar hafa fengið kalkúna að gjöf í tengslum við Þakkagörðarhátíðina allt frá árinu 1947, þegar Harry S Truman þáði kalkún til að snæða. Þá hefð að náða kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Reagan stóð árið 1987 í ströngu vegna Iran-Contra málsins þar sem í ljós hafði komið að háttsettir embættismenn hefðu liðkað fyrir vopnasölu til Írans. Á sama tíma sættu Íranir vopnasölubanni. Í kringum Þakkagjörðarhátíðina fékk forsetinn svo kalkúninn Charlie að gjöf. Í miðri kalkúnaathöfninni fékk forsetinn spurningu frá fréttamanni hvort hann hygðist náða þá sem hefðu gerst brotlegir í Iran-Contra málinu. „Ef þeir hefðu gefið mér annan valkost varðandi Charlie og framtíð hans, hefði ég náðað hann,“ sagði forsetinn þá. Arftaki Reagan í embætti, George H W Bush, var svo fyrstur til að náða kalkún og hafa eftirmenn hans - þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama - viðhaldið þeirri hefð. Barack Obama, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2009 til 2017, nýtti kalkúnaathöfnina jafnan til að segja nokkra vel valda aulabrandara, eða „pabbabrandara“, en í myndbandi Telegraph að neðan má sjá brot af bestu bröndurum forsetans fyrrverandi. Bandaríkin Donald Trump Dýr Íran Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Venju samkvæmt náðaði Bandaríkjaforseti kalkún á lóð Hvíta hússins í tilefni Þakkagjörðarhátíðarinnar í gær. „Þessi kalkúnn er einstaklega heppinn. Ég hef ekki séð fallegri kalkún,“ sagði forsetinn Donald Trump í gær. Sneri hann sér svo að kalkúninum Peas, klappaði honum varfærnislega og sagðist náða hann. Er því ljóst að Peas verður ekki slátrað líkt og svo mörgum öðrum kalkúnum, en fuglinn er sérstaklega algengur á borðum Bandaríkjamanna þegar þeir halda upp á Þakkagjörðarhátíðina.Rakin til Iran-Contra málsins Bandaríkjaforsetar hafa fengið kalkúna að gjöf í tengslum við Þakkagörðarhátíðina allt frá árinu 1947, þegar Harry S Truman þáði kalkún til að snæða. Þá hefð að náða kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Reagan stóð árið 1987 í ströngu vegna Iran-Contra málsins þar sem í ljós hafði komið að háttsettir embættismenn hefðu liðkað fyrir vopnasölu til Írans. Á sama tíma sættu Íranir vopnasölubanni. Í kringum Þakkagjörðarhátíðina fékk forsetinn svo kalkúninn Charlie að gjöf. Í miðri kalkúnaathöfninni fékk forsetinn spurningu frá fréttamanni hvort hann hygðist náða þá sem hefðu gerst brotlegir í Iran-Contra málinu. „Ef þeir hefðu gefið mér annan valkost varðandi Charlie og framtíð hans, hefði ég náðað hann,“ sagði forsetinn þá. Arftaki Reagan í embætti, George H W Bush, var svo fyrstur til að náða kalkún og hafa eftirmenn hans - þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama - viðhaldið þeirri hefð. Barack Obama, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2009 til 2017, nýtti kalkúnaathöfnina jafnan til að segja nokkra vel valda aulabrandara, eða „pabbabrandara“, en í myndbandi Telegraph að neðan má sjá brot af bestu bröndurum forsetans fyrrverandi.
Bandaríkin Donald Trump Dýr Íran Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira