Trump náðaði kalkúninn Peas Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 10:03 Forsetahjónin Donald Trump og Melania Trump með kalkúninum Peas á lóð Hvíta hússins. GettyManuel Balce Ceneta Venju samkvæmt náðaði Bandaríkjaforseti kalkún á lóð Hvíta hússins í tilefni Þakkagjörðarhátíðarinnar í gær. „Þessi kalkúnn er einstaklega heppinn. Ég hef ekki séð fallegri kalkún,“ sagði forsetinn Donald Trump í gær. Sneri hann sér svo að kalkúninum Peas, klappaði honum varfærnislega og sagðist náða hann. Er því ljóst að Peas verður ekki slátrað líkt og svo mörgum öðrum kalkúnum, en fuglinn er sérstaklega algengur á borðum Bandaríkjamanna þegar þeir halda upp á Þakkagjörðarhátíðina.Rakin til Iran-Contra málsins Bandaríkjaforsetar hafa fengið kalkúna að gjöf í tengslum við Þakkagörðarhátíðina allt frá árinu 1947, þegar Harry S Truman þáði kalkún til að snæða. Þá hefð að náða kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Reagan stóð árið 1987 í ströngu vegna Iran-Contra málsins þar sem í ljós hafði komið að háttsettir embættismenn hefðu liðkað fyrir vopnasölu til Írans. Á sama tíma sættu Íranir vopnasölubanni. Í kringum Þakkagjörðarhátíðina fékk forsetinn svo kalkúninn Charlie að gjöf. Í miðri kalkúnaathöfninni fékk forsetinn spurningu frá fréttamanni hvort hann hygðist náða þá sem hefðu gerst brotlegir í Iran-Contra málinu. „Ef þeir hefðu gefið mér annan valkost varðandi Charlie og framtíð hans, hefði ég náðað hann,“ sagði forsetinn þá. Arftaki Reagan í embætti, George H W Bush, var svo fyrstur til að náða kalkún og hafa eftirmenn hans - þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama - viðhaldið þeirri hefð. Barack Obama, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2009 til 2017, nýtti kalkúnaathöfnina jafnan til að segja nokkra vel valda aulabrandara, eða „pabbabrandara“, en í myndbandi Telegraph að neðan má sjá brot af bestu bröndurum forsetans fyrrverandi. Bandaríkin Donald Trump Dýr Íran Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Venju samkvæmt náðaði Bandaríkjaforseti kalkún á lóð Hvíta hússins í tilefni Þakkagjörðarhátíðarinnar í gær. „Þessi kalkúnn er einstaklega heppinn. Ég hef ekki séð fallegri kalkún,“ sagði forsetinn Donald Trump í gær. Sneri hann sér svo að kalkúninum Peas, klappaði honum varfærnislega og sagðist náða hann. Er því ljóst að Peas verður ekki slátrað líkt og svo mörgum öðrum kalkúnum, en fuglinn er sérstaklega algengur á borðum Bandaríkjamanna þegar þeir halda upp á Þakkagjörðarhátíðina.Rakin til Iran-Contra málsins Bandaríkjaforsetar hafa fengið kalkúna að gjöf í tengslum við Þakkagörðarhátíðina allt frá árinu 1947, þegar Harry S Truman þáði kalkún til að snæða. Þá hefð að náða kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Reagan stóð árið 1987 í ströngu vegna Iran-Contra málsins þar sem í ljós hafði komið að háttsettir embættismenn hefðu liðkað fyrir vopnasölu til Írans. Á sama tíma sættu Íranir vopnasölubanni. Í kringum Þakkagjörðarhátíðina fékk forsetinn svo kalkúninn Charlie að gjöf. Í miðri kalkúnaathöfninni fékk forsetinn spurningu frá fréttamanni hvort hann hygðist náða þá sem hefðu gerst brotlegir í Iran-Contra málinu. „Ef þeir hefðu gefið mér annan valkost varðandi Charlie og framtíð hans, hefði ég náðað hann,“ sagði forsetinn þá. Arftaki Reagan í embætti, George H W Bush, var svo fyrstur til að náða kalkún og hafa eftirmenn hans - þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama - viðhaldið þeirri hefð. Barack Obama, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2009 til 2017, nýtti kalkúnaathöfnina jafnan til að segja nokkra vel valda aulabrandara, eða „pabbabrandara“, en í myndbandi Telegraph að neðan má sjá brot af bestu bröndurum forsetans fyrrverandi.
Bandaríkin Donald Trump Dýr Íran Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira