Trump náðaði kalkúninn Peas Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 10:03 Forsetahjónin Donald Trump og Melania Trump með kalkúninum Peas á lóð Hvíta hússins. GettyManuel Balce Ceneta Venju samkvæmt náðaði Bandaríkjaforseti kalkún á lóð Hvíta hússins í tilefni Þakkagjörðarhátíðarinnar í gær. „Þessi kalkúnn er einstaklega heppinn. Ég hef ekki séð fallegri kalkún,“ sagði forsetinn Donald Trump í gær. Sneri hann sér svo að kalkúninum Peas, klappaði honum varfærnislega og sagðist náða hann. Er því ljóst að Peas verður ekki slátrað líkt og svo mörgum öðrum kalkúnum, en fuglinn er sérstaklega algengur á borðum Bandaríkjamanna þegar þeir halda upp á Þakkagjörðarhátíðina.Rakin til Iran-Contra málsins Bandaríkjaforsetar hafa fengið kalkúna að gjöf í tengslum við Þakkagörðarhátíðina allt frá árinu 1947, þegar Harry S Truman þáði kalkún til að snæða. Þá hefð að náða kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Reagan stóð árið 1987 í ströngu vegna Iran-Contra málsins þar sem í ljós hafði komið að háttsettir embættismenn hefðu liðkað fyrir vopnasölu til Írans. Á sama tíma sættu Íranir vopnasölubanni. Í kringum Þakkagjörðarhátíðina fékk forsetinn svo kalkúninn Charlie að gjöf. Í miðri kalkúnaathöfninni fékk forsetinn spurningu frá fréttamanni hvort hann hygðist náða þá sem hefðu gerst brotlegir í Iran-Contra málinu. „Ef þeir hefðu gefið mér annan valkost varðandi Charlie og framtíð hans, hefði ég náðað hann,“ sagði forsetinn þá. Arftaki Reagan í embætti, George H W Bush, var svo fyrstur til að náða kalkún og hafa eftirmenn hans - þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama - viðhaldið þeirri hefð. Barack Obama, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2009 til 2017, nýtti kalkúnaathöfnina jafnan til að segja nokkra vel valda aulabrandara, eða „pabbabrandara“, en í myndbandi Telegraph að neðan má sjá brot af bestu bröndurum forsetans fyrrverandi. Bandaríkin Donald Trump Dýr Íran Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Venju samkvæmt náðaði Bandaríkjaforseti kalkún á lóð Hvíta hússins í tilefni Þakkagjörðarhátíðarinnar í gær. „Þessi kalkúnn er einstaklega heppinn. Ég hef ekki séð fallegri kalkún,“ sagði forsetinn Donald Trump í gær. Sneri hann sér svo að kalkúninum Peas, klappaði honum varfærnislega og sagðist náða hann. Er því ljóst að Peas verður ekki slátrað líkt og svo mörgum öðrum kalkúnum, en fuglinn er sérstaklega algengur á borðum Bandaríkjamanna þegar þeir halda upp á Þakkagjörðarhátíðina.Rakin til Iran-Contra málsins Bandaríkjaforsetar hafa fengið kalkúna að gjöf í tengslum við Þakkagörðarhátíðina allt frá árinu 1947, þegar Harry S Truman þáði kalkún til að snæða. Þá hefð að náða kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Reagan stóð árið 1987 í ströngu vegna Iran-Contra málsins þar sem í ljós hafði komið að háttsettir embættismenn hefðu liðkað fyrir vopnasölu til Írans. Á sama tíma sættu Íranir vopnasölubanni. Í kringum Þakkagjörðarhátíðina fékk forsetinn svo kalkúninn Charlie að gjöf. Í miðri kalkúnaathöfninni fékk forsetinn spurningu frá fréttamanni hvort hann hygðist náða þá sem hefðu gerst brotlegir í Iran-Contra málinu. „Ef þeir hefðu gefið mér annan valkost varðandi Charlie og framtíð hans, hefði ég náðað hann,“ sagði forsetinn þá. Arftaki Reagan í embætti, George H W Bush, var svo fyrstur til að náða kalkún og hafa eftirmenn hans - þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama - viðhaldið þeirri hefð. Barack Obama, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2009 til 2017, nýtti kalkúnaathöfnina jafnan til að segja nokkra vel valda aulabrandara, eða „pabbabrandara“, en í myndbandi Telegraph að neðan má sjá brot af bestu bröndurum forsetans fyrrverandi.
Bandaríkin Donald Trump Dýr Íran Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira