Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Árið 2018 hefur verið stormasamt hjá þessum stærsta samfélagsmiðli heims. Nordicphotos/Getty Elliot Schrage, samskiptastjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, tók þá umdeildu ákvörðun að fyrirtækið skyldi kaupa þjónustu af fyrirtækinu Definers Public Affairs, sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana, og fékk það til þess að setja af stað neikvæða umfjöllun um samkeppnisaðila. Þetta segir í minnisblaði sem Techcrunch hefur undir höndum. Þessi viðurkenning hefur trúlega engin áhrif á störf Schrage enda var hann nú þegar á útleið. Schrage sagði upp í júní vegna Cambridge Analytica-hneykslisins en ákvað að starfa áfram þangað til eftirmaður tæki við. Í stað hans kemur Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands. Schrage segir í minnisblaðinu að rannsóknir á andstæðingum séu nauðsynlegar en bendir á að Clegg muni endurskoða alla vinnu sína með pólitískum ráðgjöfum þegar Bretinn tekur við störfum. Ráðning Definers var lykilatriði í stórri umfjöllun The New York Times um krísustjórnunaraðferðir sem birtist á dögunum. Þar kom fram að fyrirtækið skrifaði falsfréttir í umboði Facebook og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur fyrirtækisins við ungverska auðjöfurinn George Soros.Elliot Schrage, fráfarandi samskiptastjóri. Nordicphotos/GettyUngverjinn er reglulega skotmark samsæriskenninga íhaldsmanna. Þannig hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjað að því að Soros fjármagni flóttamannalest Mið-Ameríkumanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talað um að Soros hafi keypt Panamaskjölin „og gat notað að vild“ í viðtali á Útvarpi Sögu í júlí 2016. Einnig ritar Schrage um að Facebook hafi sérstaklega beðið Definers um að rannsaka Soros eftir að auðjöfurinn sagði miðilinn „ógn við almenning“ í ræðu í Davos í janúar. Facebook vildi sum sé rannsaka hvort Soros hefði fjárhagslegar ástæður fyrir gagnrýninni. „Seinna fréttum við af hreyfingunni „Freedom from Facebook“ sem sagðist grasrótarhreyfing. Samskiptateymið bað Definers um að hjálpa okkur að skilja bakgrunn hreyfingarinnar. Þau komust að því að George Soros fjármagnaði nokkra meðlimi, sem undirbjuggu skjöl sem sýndu fram á að ekki væri um raunverulega grasrótarhreyfingu að ræða og dreifði skjölunum til fjölmiðla.“ Facebook bað Definers hins vegar aldrei um að skrifa falsfréttir, að því er segir frá í minnisblaðinu. Þá er einnig að finna ummæli frá Sheryl Sandberg framkvæmdastjóra þar sem hún segir að Facebook hafi aldrei viljað „taka þátt í herferð gyðingahatara“ gegn títtnefndum Soros. „Ábyrgðin á þessum ákvörðunum hvílir á herðum samskiptateymisins. Það er ég. Mark [Zuckerberg forstjóri] og Sheryl treystu á að ég myndi stýra þessu án nokkurra vandræða. Ég vissi af og samþykkti ákvörðunina um að ráða Definers og önnur svipuð fyrirtæki. Ég hefði átt að vera meðvitaður um ákvörðunina um að stækka verkefni þeirra. Mér þykir það leitt að ég hafi valdið ykkur vonbrigðum. Ég sé eftir mistökum mínum,“ sagði Schrage í minnisblaðinu. Zuckerberg var sjálfur í viðtali á CNN í fyrrinótt. Þar kom fram að hann ætlaði ekki að stíga til hliðar vegna hneykslismála ársins og að hann ætlaði ekki að segja Sandberg upp. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Evrópa Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Elliot Schrage, samskiptastjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, tók þá umdeildu ákvörðun að fyrirtækið skyldi kaupa þjónustu af fyrirtækinu Definers Public Affairs, sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana, og fékk það til þess að setja af stað neikvæða umfjöllun um samkeppnisaðila. Þetta segir í minnisblaði sem Techcrunch hefur undir höndum. Þessi viðurkenning hefur trúlega engin áhrif á störf Schrage enda var hann nú þegar á útleið. Schrage sagði upp í júní vegna Cambridge Analytica-hneykslisins en ákvað að starfa áfram þangað til eftirmaður tæki við. Í stað hans kemur Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands. Schrage segir í minnisblaðinu að rannsóknir á andstæðingum séu nauðsynlegar en bendir á að Clegg muni endurskoða alla vinnu sína með pólitískum ráðgjöfum þegar Bretinn tekur við störfum. Ráðning Definers var lykilatriði í stórri umfjöllun The New York Times um krísustjórnunaraðferðir sem birtist á dögunum. Þar kom fram að fyrirtækið skrifaði falsfréttir í umboði Facebook og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur fyrirtækisins við ungverska auðjöfurinn George Soros.Elliot Schrage, fráfarandi samskiptastjóri. Nordicphotos/GettyUngverjinn er reglulega skotmark samsæriskenninga íhaldsmanna. Þannig hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjað að því að Soros fjármagni flóttamannalest Mið-Ameríkumanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talað um að Soros hafi keypt Panamaskjölin „og gat notað að vild“ í viðtali á Útvarpi Sögu í júlí 2016. Einnig ritar Schrage um að Facebook hafi sérstaklega beðið Definers um að rannsaka Soros eftir að auðjöfurinn sagði miðilinn „ógn við almenning“ í ræðu í Davos í janúar. Facebook vildi sum sé rannsaka hvort Soros hefði fjárhagslegar ástæður fyrir gagnrýninni. „Seinna fréttum við af hreyfingunni „Freedom from Facebook“ sem sagðist grasrótarhreyfing. Samskiptateymið bað Definers um að hjálpa okkur að skilja bakgrunn hreyfingarinnar. Þau komust að því að George Soros fjármagnaði nokkra meðlimi, sem undirbjuggu skjöl sem sýndu fram á að ekki væri um raunverulega grasrótarhreyfingu að ræða og dreifði skjölunum til fjölmiðla.“ Facebook bað Definers hins vegar aldrei um að skrifa falsfréttir, að því er segir frá í minnisblaðinu. Þá er einnig að finna ummæli frá Sheryl Sandberg framkvæmdastjóra þar sem hún segir að Facebook hafi aldrei viljað „taka þátt í herferð gyðingahatara“ gegn títtnefndum Soros. „Ábyrgðin á þessum ákvörðunum hvílir á herðum samskiptateymisins. Það er ég. Mark [Zuckerberg forstjóri] og Sheryl treystu á að ég myndi stýra þessu án nokkurra vandræða. Ég vissi af og samþykkti ákvörðunina um að ráða Definers og önnur svipuð fyrirtæki. Ég hefði átt að vera meðvitaður um ákvörðunina um að stækka verkefni þeirra. Mér þykir það leitt að ég hafi valdið ykkur vonbrigðum. Ég sé eftir mistökum mínum,“ sagði Schrage í minnisblaðinu. Zuckerberg var sjálfur í viðtali á CNN í fyrrinótt. Þar kom fram að hann ætlaði ekki að stíga til hliðar vegna hneykslismála ársins og að hann ætlaði ekki að segja Sandberg upp.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Evrópa Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15
Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30
Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent