Hágrét þegar að hann sá bros á vörum Kristbjargar og vissi að HM væri möguleiki Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 10:00 Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn Aron Einar áður en hann hélt á HM. Vísir/EgillA Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, gekk ekki heill til skógar á HM 2018 í Rússlandi en spilaði samt eins mikið og hann gat og fórnaði líkama sínum fyrir land og þjóð eins og svo oft áður. Í bókinni Aron - Sagan mín segir miðjumaðurinn öflugi frá öllu sem gekk á í kringum meiðslin sem að hann varð fyrir í lok apríl á þessu ári á móti Hull sem voru ekki langt frá því að ræna hann tækifærinu að leiða íslenska liðið út á HM. Aron segir frá því að honum leið ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann var orkulaus og stífur en hugsaði með sér að hann myndi detta í gang þegar að flautað væri til leiks.Útlitið var ekki gott nokkrum mánuðum fyrir HM.vísir/getty45 mínútur í hólknum Leikurinn byrjaði vel en eftir aðeins fimm mínútur steig Aron niður í vinstri ökklann en leggurinn fór fram á við. Hann missteig sig harkalega og þá heyrðist „klikk“ í fætinum. Þegar að hann reyndi svo að standa upp heyrðist annað „klikk“ í hnénu. Fljótlega eftir leik kom í ljós að liðbandið skaddaðist ekki en klárt var að Aron þurfti að fara í myndatöku. Hann óttaðist það versta, að geta ekki verið með Íslandi á HM 2018 í Rússland. Hann fór á einkaklíník í Cardiff til sérfræðings sem renndi honum inn í „hólk“ eins og Aron orðar það. Myndatakan tók 45 mínútur og allan tímann var Aron að hugsa: „Hversu alvarlegt er þetta? Næ ég HM? Er ferilinn minn í hættu? Er hann bara búinn?“Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska liðið út á HM.vísir/gettyBrosið Þegar að myndatakan kláraðist klæddi Aron sig og rölti inn í herbergið þar sem að læknarnir og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, höfðu verið að horfa á myndirnar í rauntíma. Það var þá sem að hann fékk að vita að möguleikinn væri fyrir hendi að fara með til Rússlands. „Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá - og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni. „Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, gekk ekki heill til skógar á HM 2018 í Rússlandi en spilaði samt eins mikið og hann gat og fórnaði líkama sínum fyrir land og þjóð eins og svo oft áður. Í bókinni Aron - Sagan mín segir miðjumaðurinn öflugi frá öllu sem gekk á í kringum meiðslin sem að hann varð fyrir í lok apríl á þessu ári á móti Hull sem voru ekki langt frá því að ræna hann tækifærinu að leiða íslenska liðið út á HM. Aron segir frá því að honum leið ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann var orkulaus og stífur en hugsaði með sér að hann myndi detta í gang þegar að flautað væri til leiks.Útlitið var ekki gott nokkrum mánuðum fyrir HM.vísir/getty45 mínútur í hólknum Leikurinn byrjaði vel en eftir aðeins fimm mínútur steig Aron niður í vinstri ökklann en leggurinn fór fram á við. Hann missteig sig harkalega og þá heyrðist „klikk“ í fætinum. Þegar að hann reyndi svo að standa upp heyrðist annað „klikk“ í hnénu. Fljótlega eftir leik kom í ljós að liðbandið skaddaðist ekki en klárt var að Aron þurfti að fara í myndatöku. Hann óttaðist það versta, að geta ekki verið með Íslandi á HM 2018 í Rússland. Hann fór á einkaklíník í Cardiff til sérfræðings sem renndi honum inn í „hólk“ eins og Aron orðar það. Myndatakan tók 45 mínútur og allan tímann var Aron að hugsa: „Hversu alvarlegt er þetta? Næ ég HM? Er ferilinn minn í hættu? Er hann bara búinn?“Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska liðið út á HM.vísir/gettyBrosið Þegar að myndatakan kláraðist klæddi Aron sig og rölti inn í herbergið þar sem að læknarnir og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, höfðu verið að horfa á myndirnar í rauntíma. Það var þá sem að hann fékk að vita að möguleikinn væri fyrir hendi að fara með til Rússlands. „Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá - og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni. „Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00
Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00