Aldargamalt fullveldi þarf að glíma við fjölbreytta ógn Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 20:30 Forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir fullveldinu stafa ógn af öðrum hlutum nú en þegar Ísland hlaut fullveldi fyrir hundrað árum. Hernaðarógnin hafi breyst og nú þurfi auk hennar að glíma við allt frá fölskum fréttum til netárása og alvarlegar loftlagsbreytingar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands boðuðu Þjóðaröryggisráð og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólanna til málþings í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávörpuðu öll þingið ásamt fjölda sérfræðinga um fullveldi og þjóðaröryggi. Málþingið var haldið af þjóðaröryggisráði og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólana í landinu þar sem í ávörpum og stuttum samræðum var velt upp ýmsum birtingarmyndum á þeim ógnum sem snúa að fullveldinu og þjóðaröryggingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði verkefnið ekki hvað síst að standa vörð um opna og upplýsta umræðu í samfélaginu sem væri grundvallarþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan. „Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frami fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði. Alþjóðlegt samstarf hefði breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst. Nýjar net- og tækniógnir verða til nánast dag hvern,“ sagði Katrín. Það væri frumskylda stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna en það yrði ekki gert með því að draga úr alþjóðlegu samstarfi heldur með því að auka það. Ólafur Ragnar sagði einstakt í sögunni að svo fámenn þjóð fengi fullveldi og það bæri að þakka þeim sem unnið hefðu úr því frá árinu 1918. Árangur Íslendinga síðustu öldina byggði að mesu á eigin verkum þótt samstarf við aðra hafi sannarlega hjálpað til. Lærdómur sögunnar væri að Íslendingar yrðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. „Hafa burði til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnvel þótt öll helstu bandalagsríki reyni að þrýsta okkur í aðrar áttir,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Guðni Th. Jóhannesson hóf ávarp sitt á því að sagt hafi verið að fátt væri eins hættulegt og reyna að spá fyrir um framtíðina. En hitt væri líka víst að fátt væri eins hættulegt og að festast í fortíðinni. „Sú var tíð að einangrun okkar hér út í ballarhafi átti að vera okkur vörn. Átti að veita okkur þjóðaröryggi. En samt var það svo ef við misstum tengslin við útlönd að fullu eða nær öllu var voðinn vís,“ sagði forsetinn meðal annars. Erindi Katrínar Jakobsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir fullveldinu stafa ógn af öðrum hlutum nú en þegar Ísland hlaut fullveldi fyrir hundrað árum. Hernaðarógnin hafi breyst og nú þurfi auk hennar að glíma við allt frá fölskum fréttum til netárása og alvarlegar loftlagsbreytingar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands boðuðu Þjóðaröryggisráð og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólanna til málþings í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávörpuðu öll þingið ásamt fjölda sérfræðinga um fullveldi og þjóðaröryggi. Málþingið var haldið af þjóðaröryggisráði og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólana í landinu þar sem í ávörpum og stuttum samræðum var velt upp ýmsum birtingarmyndum á þeim ógnum sem snúa að fullveldinu og þjóðaröryggingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði verkefnið ekki hvað síst að standa vörð um opna og upplýsta umræðu í samfélaginu sem væri grundvallarþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan. „Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frami fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði. Alþjóðlegt samstarf hefði breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst. Nýjar net- og tækniógnir verða til nánast dag hvern,“ sagði Katrín. Það væri frumskylda stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna en það yrði ekki gert með því að draga úr alþjóðlegu samstarfi heldur með því að auka það. Ólafur Ragnar sagði einstakt í sögunni að svo fámenn þjóð fengi fullveldi og það bæri að þakka þeim sem unnið hefðu úr því frá árinu 1918. Árangur Íslendinga síðustu öldina byggði að mesu á eigin verkum þótt samstarf við aðra hafi sannarlega hjálpað til. Lærdómur sögunnar væri að Íslendingar yrðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. „Hafa burði til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnvel þótt öll helstu bandalagsríki reyni að þrýsta okkur í aðrar áttir,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Guðni Th. Jóhannesson hóf ávarp sitt á því að sagt hafi verið að fátt væri eins hættulegt og reyna að spá fyrir um framtíðina. En hitt væri líka víst að fátt væri eins hættulegt og að festast í fortíðinni. „Sú var tíð að einangrun okkar hér út í ballarhafi átti að vera okkur vörn. Átti að veita okkur þjóðaröryggi. En samt var það svo ef við misstum tengslin við útlönd að fullu eða nær öllu var voðinn vís,“ sagði forsetinn meðal annars. Erindi Katrínar Jakobsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira