Sverrir Þór: Erum bara miðlungslið Skúli Arnarsson skrifar 23. nóvember 2018 21:35 Sverrir var ekki sáttur í kvöld. vísir/ernir Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. „Haukarnir voru bara mikið betri. Þeir voru mikið grimmari og ákveðnari á meðan við vorum bara í tómu rugli mestallan leikinn. Við erum í algjöru hnoði og vinnusemin er ekki nein.” Þrátt fyrir að hafa sigrað sex leiki í röð þá segir Sverrir að það hafi legið í loftinu að Keflavík myndu fá skell bráðlega. „Eins og staðan er núna þá erum við bara miðlungslið. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi verið að láta það rugla í sér að það sé verið að tala um okkur sem eitt af bestu liðunum. Við erum búnir að vinna hörku leiki á móti sterkum liðum og á móti liðum sem var spáð neðar en við erum algjört miðlungslið. Það er búið að stefna í að við yrðum flengdir undanfarið og það gerðist í kvöld. Nú er bara spurning hvernig við bregðumst við því.” Keflavík skoruðu aðeins 64 stig í kvöld sem verður að teljast lélegt fyrir jafn gott lið og Keflavík á að vera. Það kom u.þ.b tíu mínútna kafli í leiknum þar sem Keflavík náði ekki að skora stig. Sverrir augljóslega ekki ánægður með sóknarleikinn. „Ég ætla ekkert að taka af Haukum, Þeir berjast hrikalega vel, en við erum bara í hnoði. Við dripplum út í eitt og reynum að troða boltanum inn á Craion meðan hann er með þrjá menn í sér. Síðan ef að boltinn komst út þá var það bara þriggja stiga skot í staðinn fyrir að reyna að fá boltahreyfingu og jafnvel sækja á körfuna. Við töluðum um þetta í leikhléum og í hálfleik en við framkvæmdum ekkert af þessu og áttum þar af leiðandi ekkert skilið út úr þessum leik. Mantas Mockevicius lék ekki með Keflavík í kvöld, en hann hefur ekki spilað með þeim síðan liðið sigraði ÍR í fimmtu umferð. „Hann er erlendis út af vinnunni sinni og ég veit ekki alveg hvenær hann kemur til baka. Ég er að vona að hann nái að klára núna á næstunni og verði síðan bara á fullu með okkur það sem eftir er, það veitir ekki af.” Nú tekur við landsleikjahlé og ljóst að Keflavík þurfa að nýta það vel. „Núna reynir rosalega á okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera en það þarf einhvernveginn að fá alla á sömu blaðsíðu en ekki hver í sínu horni reynandi eitthvað djöfulsins rugl. Það er ekki vænlegt til árangurs.” „Við erum ekkert KR lið sem er búið að vinna fimm titla í röð. Það eru örfáir í liðinu sem hafa unnið eitthvað. Við þurfum virkilega að hafa fyrir því og standa saman ef að við ætlum einhverntímann að verða lið sem kemst inn í úrslitakeppni, fer langt og verður talað um sem sigursælt lið,” sagði Sverrir að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. „Haukarnir voru bara mikið betri. Þeir voru mikið grimmari og ákveðnari á meðan við vorum bara í tómu rugli mestallan leikinn. Við erum í algjöru hnoði og vinnusemin er ekki nein.” Þrátt fyrir að hafa sigrað sex leiki í röð þá segir Sverrir að það hafi legið í loftinu að Keflavík myndu fá skell bráðlega. „Eins og staðan er núna þá erum við bara miðlungslið. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi verið að láta það rugla í sér að það sé verið að tala um okkur sem eitt af bestu liðunum. Við erum búnir að vinna hörku leiki á móti sterkum liðum og á móti liðum sem var spáð neðar en við erum algjört miðlungslið. Það er búið að stefna í að við yrðum flengdir undanfarið og það gerðist í kvöld. Nú er bara spurning hvernig við bregðumst við því.” Keflavík skoruðu aðeins 64 stig í kvöld sem verður að teljast lélegt fyrir jafn gott lið og Keflavík á að vera. Það kom u.þ.b tíu mínútna kafli í leiknum þar sem Keflavík náði ekki að skora stig. Sverrir augljóslega ekki ánægður með sóknarleikinn. „Ég ætla ekkert að taka af Haukum, Þeir berjast hrikalega vel, en við erum bara í hnoði. Við dripplum út í eitt og reynum að troða boltanum inn á Craion meðan hann er með þrjá menn í sér. Síðan ef að boltinn komst út þá var það bara þriggja stiga skot í staðinn fyrir að reyna að fá boltahreyfingu og jafnvel sækja á körfuna. Við töluðum um þetta í leikhléum og í hálfleik en við framkvæmdum ekkert af þessu og áttum þar af leiðandi ekkert skilið út úr þessum leik. Mantas Mockevicius lék ekki með Keflavík í kvöld, en hann hefur ekki spilað með þeim síðan liðið sigraði ÍR í fimmtu umferð. „Hann er erlendis út af vinnunni sinni og ég veit ekki alveg hvenær hann kemur til baka. Ég er að vona að hann nái að klára núna á næstunni og verði síðan bara á fullu með okkur það sem eftir er, það veitir ekki af.” Nú tekur við landsleikjahlé og ljóst að Keflavík þurfa að nýta það vel. „Núna reynir rosalega á okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera en það þarf einhvernveginn að fá alla á sömu blaðsíðu en ekki hver í sínu horni reynandi eitthvað djöfulsins rugl. Það er ekki vænlegt til árangurs.” „Við erum ekkert KR lið sem er búið að vinna fimm titla í röð. Það eru örfáir í liðinu sem hafa unnið eitthvað. Við þurfum virkilega að hafa fyrir því og standa saman ef að við ætlum einhverntímann að verða lið sem kemst inn í úrslitakeppni, fer langt og verður talað um sem sigursælt lið,” sagði Sverrir að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum