„Þið getið sagt að ég sé skrímsli en ég er nokkuð stoltur af sjálfum mér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2018 11:45 Skuggamynd Christopher Blair. Getty/Washington Post Bandaríkjamaðurinn Christopher Blair, sem BBC nefnir guðföður falsfrétta, segir að það sem hann geri sé ekkert annað en satíra ætluð til þess að afhjúpa kynþáttahatara og aðra öfgafulla lesendur þeirra miðla sem hann rekur. Hann ætlar ekki að hætta, jafnvel þó að afkastamiklar falsfréttamiðstöðvar nýti sér falsfréttir sem Blair skapar.BBC fjallar ítarlega um starfsemi Blair í nýlegri grein undir yfirskritinni: „Guðfaðir falsfrétta - hittið einn heimsins afskastamesta skapara villandi upplýsinga“. Þar er bæði rætt við Blair sem og Belgann Maarten Schenk sem hefur það að atvinnu að bera kennsl á falsfréttir og skera úr um hvort þær byggi á staðreyndum eða ekki.Falsfréttir hafa verið í hámæli frá því árið 2016 þegar bæði Donald Trump og Hillary Clinton notuðu hugtakið í kosningabaráttunni í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Notkun hugtaksins hefur einkum verið tvíþætt.Sjá einnig:Falsfréttir dreifast um heiminnÍ fyrsta lagi er hugtakið notað yfir hinar raunverulegu falsfréttir. Fréttir sem eru birtar í pólitískum eða fjárhagslegum tilgangi og eru augljóslega ósannar og jafnvel skaðlegar. Í öðru lagi hafa stjórnmálamenn, til dæmis Trump sjálfur, notað hugtakið yfir fréttir sem þeim þóknast ekki eða eru ósammála.Frjálslyndur demókrati sem vildi losna úr erfiðri byggingarvinnu Í viðtalinu við Blair kemur fram að hann hafi verið orðinn þreyttur á því að vinna lýjandi byggingarvinna og því hafi hann farið að leita eftir öðrum tekjumöguleikum. Hann segist alltaf hafa haft gaman að því að skrifa og því hafi hann ákveðið að stofna bloggsíðu.Blair segist vera frjálslyndur demókrati og því hafi bloggsíðan snúist um málefni sem frjálslyndir demókratar styðja. Illa gekk þó að ná upp nógu stórum lesendahóp til þess að hafa nægar tekjur til þess að geta hætt að vinna í byggingariðnaðinum.Því prófaði hann að skipta um gír. Hann ákvað að búa til sögur og láta þær líta út fyrir að vera fréttir og fljótlega fór boltinn að rúlla. Í ljós kom að mun fleiri höfðu áhuga á falsfréttunum en hinu blogginu og árið 2014 gat Blair sagt upp vinnunni og farið að snúa sér alfarið að því að búa til falsfréttir, allt þó í nafni satíru.Eitt af mörgum tístum forseta Bandaríkjanna þar sem hann kvartar yfir fölskum fréttum.The Fake News is showing old footage of people climbing over our Ocean Area Fence. This is what it really looks like - no climbers anymore under our Administration! pic.twitter.com/CD4ltRePML — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2018 Bjó Blair sér til persónur sem áttu að vera sérstaklega mótfallnar þáverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, frjálslyndum, feministum og öðrum sem gjarnan tengdust Demókrataflokknum. Fréttirnar sem Blair skrifaði undir dulnefnum voru færðar í stílinn og oft mjög ótrúverðugar, líkt og ein falsfrétt hans sem hélt því fram að pyntingarklefi hafi fundist í kjallara á heimili Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og eiginmanns Hillary Clinton, sem bauð sig fram gegn Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016.Skjáskot af vefsíðu Blair. Eins og sjá má eru færslurnar með yfirbragð frétta.Uppspretta falsfrétta Í viðtalinu segir Blair að það ætti að vera augljóst að um satíru sé að ræða, það komi skýrt fram á vinsælli Facebook-síðu hans sem nefnist America's Last Line of Defense eða Síðasta varnarlína Bandaríkjanna. Þá séu „fréttirnar“ á bloggsíðunni sem fylgir Facebook-síðunni einnig merktar sem satíra.En þrátt fyrir þetta rötuðu fréttirnar hans Blair gjarnan á aðrar vefsíður þar sem birtar voru falsfréttir, og þá án þess fyrirvara um að satíru væri að ræða. Þetta segir Maarten Schenk sem bjó til hugbúnað sem fylgist með því hvaða fréttir séu að vekja mikla athygli á Facebook.Schenk starfar við það að finna út hverjar af þeim fréttum séu falsfréttir og birtir hann niðurstöðurnar á bloggsíðu. Á sama tíma og hann kannaði staðreyndir á bak við fjölda falsfrétta hóf hann að safna upplýsingum um vefsíðurnar sem birtu fréttirnar og hverjir væru á bak við þær.Fljótlega fór hann að taka eftir þvi að æ fleiri slíkar síður, meðal annars þær sem rekja má til Makedóníu þar sem umfangsmikil framleiðsla á falsfréttum fór fram og fer fram, stálu sínu efni beint frá Blair og án þess að það væri merkt sem satíra.Hillary Clinton varar við útbreiðslu falsfrétta.Segist vera að afhjúpa kynþáttahatara Blair segir hins vegar að markmið hans sé hvorki að dreifa falsfréttum til þess að klekkja á stjórnmálamönnum á borð við Hillary Clinton, né að styðja Trump forseta. Hann segist þvert á móti vera „leiðtogi andstöðunnar“ gegn Trump og Repúblikanaflokknum. Því til stuðnings nefnir hann aðgerð sem hann og fjöldi annarra samstarfsmanna stóð fyrir.Með því að vinna sér inn traust stjórnanda 26 Facebook-síðna sem gáfu sig út fyrir að vera íhaldssamar en birtu til dæmis hatursfullar myndir af Barack Obama, gátu Blair og félagar tekið yfir síðurnar og skipt öllu efni sem var á síðunum út fyrir myndum af geitum.Helsta markmið Blair er þó að eigin sögn að afhjúpa kynþáttahatara og aðra sem hann telur vera öfgafulla lesendur þess efnis sem hann birtir.„Markmiðið er fyrst og fremst að draga þá inn í athugasemdakerfið,“ segir Blair. Þar segist hann takast á við notendur sína með það að markmiði að vinsa þá út sem séu hvað öfgafyllstir. Þegar markmiðinu sé náð tilkynni hann viðkomandi notenda til Facebook.„Ég get sýnt þér hundruð notenda sem við höfum látið taka niður,“ segir Blair og bætir við að margir þeirra hafi verið meðlimir í Ku Klux Klan og hafi verið öfgafullir kynþáttahatarar. „Þið getið sagt að ég sé skrímsli en ég er nokkuð stoltur af sjálfum mér.“Umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um falsfréttir.Hefur raunverulegar afleiðingar fyrir raunverulegt fólk Falsfréttirnar hans Blair hafa þó víðtækari áhrif úti í hinum raunverulega heimi og er nærtækasta dæmið frétt sem hann skrifaði í kjölfar fellibylsins Harvey í Bandaríkjunum árið 2017. Fellibylurinn olli miklum skaða í Texas og þarna sá Blair tækifæri til þess að skrifa frétt sem myndi gera allt vitlaust.Sjá einnig: Falsfrétt um sprengingu í Hvíta húsinu hafði víðtæk áhrif Hann bjó til frétt um tilbúinn ímam í tilbúnni mosku í Texas sem hann sagði hafa vísað öðrum en múslimum frá moskunni er fellibylurinn reið yfir. Fréttin átti sér enga stoð í raunveruleikanum og fann Blair mynd á netinu til þess að hafa með fréttinni. Fréttin vakti mikla athygli og var deilt alls 126 þúsund sinnum, oftar en ekki af íhaldssömum stuðningsmönnum Donald Trump. Myndin reyndist hins vegar vera af ímam í kanada, manni að nafni Ibrahim Hindy, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið er hann sá myndina. Sagðist hann aldrei hafa farið til Texas og hafi þar að auki verið staddur í Mekka í Sádí-Arabíu er Harvey stóð sem hæst. Blair játar að hafa gert mistök þarna og segist hann hafa sent Hindy „milljón afsökunarbeiðnir“.That's me in the picture. I've never even been to Texas before. https://t.co/jIPfeALckc — Ibrahim Hindy (@Hindy500) September 2, 2017Telur skrifin vera listform Fréttamaður BBC leiddi saman þá Schenk og Blair og tók við þá viðtal sem hlusta má á hér. Þeir þekktust þó fyrir enda hafa þeir skipst á skilaboðum eftir að Schenk bað Blair um að taka niður falsfrétt sem hafði valdið bandarískum hermanni óþægindum.„Hann er mjög góður í því sem hann gerir,“ segir Schenk um Blair sem segir þó að tiltölulega auðvelt sé afsanna fréttirnar sem Blair býr til. Þá segir Schenk að skrif Blair séu gagnleg. Þar sem augljóst sé að fréttirnar hans séu ósannar sé auðvelt fyrir Schenk að koma auga á aðrar falsfréttasíður ef þær steli efni frá Blair.Engan bilbug virðist hins vegar vera að finna á Blair sem ætlar að halda áfram skrifunum, jafn vel þótt að falsfréttasíður steli efni frá honum og að tekjulind hans sé að þorna upp vegna aðgerða Facebook til þess að stemma í stigu við falsfréttir.„Hvort sem þú ert sammála þessu eða ekki, þá er það sem ég geri list.“Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um Blair hér. Bandaríkin Donald Trump Facebook Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræði Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. 13. september 2018 18:45 Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Samskiptastjóri Facebook sagði í minnisblaði að hann hefði borið ábyrgð á ráðningu fyrirtækis sem rannsakaði andstæðinga og gagnrýnendur, meðal annars George Soros, og skrifaði falsfréttir um þá. 22. nóvember 2018 07:00 Fordæma árásir Trump á fjölmiðlafrelsi Fjölmiðlar heimsins skrifuðu leiðara í dag sem fordæma árásir Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. 16. ágúst 2018 20:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Christopher Blair, sem BBC nefnir guðföður falsfrétta, segir að það sem hann geri sé ekkert annað en satíra ætluð til þess að afhjúpa kynþáttahatara og aðra öfgafulla lesendur þeirra miðla sem hann rekur. Hann ætlar ekki að hætta, jafnvel þó að afkastamiklar falsfréttamiðstöðvar nýti sér falsfréttir sem Blair skapar.BBC fjallar ítarlega um starfsemi Blair í nýlegri grein undir yfirskritinni: „Guðfaðir falsfrétta - hittið einn heimsins afskastamesta skapara villandi upplýsinga“. Þar er bæði rætt við Blair sem og Belgann Maarten Schenk sem hefur það að atvinnu að bera kennsl á falsfréttir og skera úr um hvort þær byggi á staðreyndum eða ekki.Falsfréttir hafa verið í hámæli frá því árið 2016 þegar bæði Donald Trump og Hillary Clinton notuðu hugtakið í kosningabaráttunni í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Notkun hugtaksins hefur einkum verið tvíþætt.Sjá einnig:Falsfréttir dreifast um heiminnÍ fyrsta lagi er hugtakið notað yfir hinar raunverulegu falsfréttir. Fréttir sem eru birtar í pólitískum eða fjárhagslegum tilgangi og eru augljóslega ósannar og jafnvel skaðlegar. Í öðru lagi hafa stjórnmálamenn, til dæmis Trump sjálfur, notað hugtakið yfir fréttir sem þeim þóknast ekki eða eru ósammála.Frjálslyndur demókrati sem vildi losna úr erfiðri byggingarvinnu Í viðtalinu við Blair kemur fram að hann hafi verið orðinn þreyttur á því að vinna lýjandi byggingarvinna og því hafi hann farið að leita eftir öðrum tekjumöguleikum. Hann segist alltaf hafa haft gaman að því að skrifa og því hafi hann ákveðið að stofna bloggsíðu.Blair segist vera frjálslyndur demókrati og því hafi bloggsíðan snúist um málefni sem frjálslyndir demókratar styðja. Illa gekk þó að ná upp nógu stórum lesendahóp til þess að hafa nægar tekjur til þess að geta hætt að vinna í byggingariðnaðinum.Því prófaði hann að skipta um gír. Hann ákvað að búa til sögur og láta þær líta út fyrir að vera fréttir og fljótlega fór boltinn að rúlla. Í ljós kom að mun fleiri höfðu áhuga á falsfréttunum en hinu blogginu og árið 2014 gat Blair sagt upp vinnunni og farið að snúa sér alfarið að því að búa til falsfréttir, allt þó í nafni satíru.Eitt af mörgum tístum forseta Bandaríkjanna þar sem hann kvartar yfir fölskum fréttum.The Fake News is showing old footage of people climbing over our Ocean Area Fence. This is what it really looks like - no climbers anymore under our Administration! pic.twitter.com/CD4ltRePML — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2018 Bjó Blair sér til persónur sem áttu að vera sérstaklega mótfallnar þáverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, frjálslyndum, feministum og öðrum sem gjarnan tengdust Demókrataflokknum. Fréttirnar sem Blair skrifaði undir dulnefnum voru færðar í stílinn og oft mjög ótrúverðugar, líkt og ein falsfrétt hans sem hélt því fram að pyntingarklefi hafi fundist í kjallara á heimili Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og eiginmanns Hillary Clinton, sem bauð sig fram gegn Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016.Skjáskot af vefsíðu Blair. Eins og sjá má eru færslurnar með yfirbragð frétta.Uppspretta falsfrétta Í viðtalinu segir Blair að það ætti að vera augljóst að um satíru sé að ræða, það komi skýrt fram á vinsælli Facebook-síðu hans sem nefnist America's Last Line of Defense eða Síðasta varnarlína Bandaríkjanna. Þá séu „fréttirnar“ á bloggsíðunni sem fylgir Facebook-síðunni einnig merktar sem satíra.En þrátt fyrir þetta rötuðu fréttirnar hans Blair gjarnan á aðrar vefsíður þar sem birtar voru falsfréttir, og þá án þess fyrirvara um að satíru væri að ræða. Þetta segir Maarten Schenk sem bjó til hugbúnað sem fylgist með því hvaða fréttir séu að vekja mikla athygli á Facebook.Schenk starfar við það að finna út hverjar af þeim fréttum séu falsfréttir og birtir hann niðurstöðurnar á bloggsíðu. Á sama tíma og hann kannaði staðreyndir á bak við fjölda falsfrétta hóf hann að safna upplýsingum um vefsíðurnar sem birtu fréttirnar og hverjir væru á bak við þær.Fljótlega fór hann að taka eftir þvi að æ fleiri slíkar síður, meðal annars þær sem rekja má til Makedóníu þar sem umfangsmikil framleiðsla á falsfréttum fór fram og fer fram, stálu sínu efni beint frá Blair og án þess að það væri merkt sem satíra.Hillary Clinton varar við útbreiðslu falsfrétta.Segist vera að afhjúpa kynþáttahatara Blair segir hins vegar að markmið hans sé hvorki að dreifa falsfréttum til þess að klekkja á stjórnmálamönnum á borð við Hillary Clinton, né að styðja Trump forseta. Hann segist þvert á móti vera „leiðtogi andstöðunnar“ gegn Trump og Repúblikanaflokknum. Því til stuðnings nefnir hann aðgerð sem hann og fjöldi annarra samstarfsmanna stóð fyrir.Með því að vinna sér inn traust stjórnanda 26 Facebook-síðna sem gáfu sig út fyrir að vera íhaldssamar en birtu til dæmis hatursfullar myndir af Barack Obama, gátu Blair og félagar tekið yfir síðurnar og skipt öllu efni sem var á síðunum út fyrir myndum af geitum.Helsta markmið Blair er þó að eigin sögn að afhjúpa kynþáttahatara og aðra sem hann telur vera öfgafulla lesendur þess efnis sem hann birtir.„Markmiðið er fyrst og fremst að draga þá inn í athugasemdakerfið,“ segir Blair. Þar segist hann takast á við notendur sína með það að markmiði að vinsa þá út sem séu hvað öfgafyllstir. Þegar markmiðinu sé náð tilkynni hann viðkomandi notenda til Facebook.„Ég get sýnt þér hundruð notenda sem við höfum látið taka niður,“ segir Blair og bætir við að margir þeirra hafi verið meðlimir í Ku Klux Klan og hafi verið öfgafullir kynþáttahatarar. „Þið getið sagt að ég sé skrímsli en ég er nokkuð stoltur af sjálfum mér.“Umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um falsfréttir.Hefur raunverulegar afleiðingar fyrir raunverulegt fólk Falsfréttirnar hans Blair hafa þó víðtækari áhrif úti í hinum raunverulega heimi og er nærtækasta dæmið frétt sem hann skrifaði í kjölfar fellibylsins Harvey í Bandaríkjunum árið 2017. Fellibylurinn olli miklum skaða í Texas og þarna sá Blair tækifæri til þess að skrifa frétt sem myndi gera allt vitlaust.Sjá einnig: Falsfrétt um sprengingu í Hvíta húsinu hafði víðtæk áhrif Hann bjó til frétt um tilbúinn ímam í tilbúnni mosku í Texas sem hann sagði hafa vísað öðrum en múslimum frá moskunni er fellibylurinn reið yfir. Fréttin átti sér enga stoð í raunveruleikanum og fann Blair mynd á netinu til þess að hafa með fréttinni. Fréttin vakti mikla athygli og var deilt alls 126 þúsund sinnum, oftar en ekki af íhaldssömum stuðningsmönnum Donald Trump. Myndin reyndist hins vegar vera af ímam í kanada, manni að nafni Ibrahim Hindy, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið er hann sá myndina. Sagðist hann aldrei hafa farið til Texas og hafi þar að auki verið staddur í Mekka í Sádí-Arabíu er Harvey stóð sem hæst. Blair játar að hafa gert mistök þarna og segist hann hafa sent Hindy „milljón afsökunarbeiðnir“.That's me in the picture. I've never even been to Texas before. https://t.co/jIPfeALckc — Ibrahim Hindy (@Hindy500) September 2, 2017Telur skrifin vera listform Fréttamaður BBC leiddi saman þá Schenk og Blair og tók við þá viðtal sem hlusta má á hér. Þeir þekktust þó fyrir enda hafa þeir skipst á skilaboðum eftir að Schenk bað Blair um að taka niður falsfrétt sem hafði valdið bandarískum hermanni óþægindum.„Hann er mjög góður í því sem hann gerir,“ segir Schenk um Blair sem segir þó að tiltölulega auðvelt sé afsanna fréttirnar sem Blair býr til. Þá segir Schenk að skrif Blair séu gagnleg. Þar sem augljóst sé að fréttirnar hans séu ósannar sé auðvelt fyrir Schenk að koma auga á aðrar falsfréttasíður ef þær steli efni frá Blair.Engan bilbug virðist hins vegar vera að finna á Blair sem ætlar að halda áfram skrifunum, jafn vel þótt að falsfréttasíður steli efni frá honum og að tekjulind hans sé að þorna upp vegna aðgerða Facebook til þess að stemma í stigu við falsfréttir.„Hvort sem þú ert sammála þessu eða ekki, þá er það sem ég geri list.“Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um Blair hér.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræði Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. 13. september 2018 18:45 Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Samskiptastjóri Facebook sagði í minnisblaði að hann hefði borið ábyrgð á ráðningu fyrirtækis sem rannsakaði andstæðinga og gagnrýnendur, meðal annars George Soros, og skrifaði falsfréttir um þá. 22. nóvember 2018 07:00 Fordæma árásir Trump á fjölmiðlafrelsi Fjölmiðlar heimsins skrifuðu leiðara í dag sem fordæma árásir Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. 16. ágúst 2018 20:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræði Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. 13. september 2018 18:45
Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Samskiptastjóri Facebook sagði í minnisblaði að hann hefði borið ábyrgð á ráðningu fyrirtækis sem rannsakaði andstæðinga og gagnrýnendur, meðal annars George Soros, og skrifaði falsfréttir um þá. 22. nóvember 2018 07:00
Fordæma árásir Trump á fjölmiðlafrelsi Fjölmiðlar heimsins skrifuðu leiðara í dag sem fordæma árásir Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. 16. ágúst 2018 20:46