Reykjavíkurpistill árið 2030 Hjálmar Sveinsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Reykjavík er nú efst á lífsgæðalista borga sem bandaríska ráðgjafafyrirtækið Mercer gefur út á hverju ári (Mercer´s Quality of Living Survey). Í fyrra var borgin efst á sambærilegum lífsgæðalista lífsstílstímaritsins Monocle. Þetta er mikil breyting frá því fyrir 10 til 15 árum þegar Reykjavík sást ekki á slíkum listum. Ljóst er að aukin áhersla á umhverfismál, vistvænar samgöngur, heilbrigði, öryggi og tækifæri til útivistar og hreyfingar skapar Reykjavík sterka stöðu á slíkum listum. Margt kemur til. Útivistarsvæði inni í borginni, meðfram strandlengjunni og í hinum svokallaða græna trefli þykja framúrskarandi. Nýjar útisundlaugar í borginni og ylstrandir við Köllunarklett og Gufunes eru taldar einstæðar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysjóttu veðurfari byrginn með hugvitsamlegri nýtingu jarðvarmans og skapa magnaða aðstöðu til heilnæmrar útivistar og hreyfingar allan ársins hring. Undanfarinn aldarfjórðung hefur mikið verið lagt í grænar fjárfestingar í Reykjavík. Byggt hefur verið upp metnaðarfullt hjólastígakerfi sem tengir ekki aðeins höfuðborgarsvæðið saman með þéttofnu neti góðra stíga heldur liggur það líka um ævintýraleg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borginni. Uppbygging Borgarlínunnar hefur tekist vonum framar. Samstillt átak sveitarfélaga og ríkisvalds skipti þar miklu máli. Langir hraðvagnar keyra nú á 5 mínútna fresti eftir sérreinum á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins á háannatímum. Borgarlínan hefur létt verulega á bílaumferðinni. Borgarlínuvagnarnir eru ýmist drifnir með metangasi eða rafmagni og allur bílaflotinn keyrir á vistvænni orku. Reykjavík er fyrsta borgin í heiminum til að ná því marki að losa sig alfarið við bensín og olíu sem orkugjafa samgangna. Það hefur vakið athygli. Reykvíkingar eru nú 150.000 en íbúar á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 250.000. Leikskólar í borginni þykja góðir og þjónustugjöldum er stillt í hóf. Borgin hefur einnig vakið athygli fyrir öflugt menningarlíf, frjóa listasenu og þekkingarsköpun, einkum á sviði vistvænnar orku, lýðheilsufræða og jafnréttismála. Allt þetta hefur gert Reykjavík að eftirsóttri borg til að búa í og starfa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Reykjavík er nú efst á lífsgæðalista borga sem bandaríska ráðgjafafyrirtækið Mercer gefur út á hverju ári (Mercer´s Quality of Living Survey). Í fyrra var borgin efst á sambærilegum lífsgæðalista lífsstílstímaritsins Monocle. Þetta er mikil breyting frá því fyrir 10 til 15 árum þegar Reykjavík sást ekki á slíkum listum. Ljóst er að aukin áhersla á umhverfismál, vistvænar samgöngur, heilbrigði, öryggi og tækifæri til útivistar og hreyfingar skapar Reykjavík sterka stöðu á slíkum listum. Margt kemur til. Útivistarsvæði inni í borginni, meðfram strandlengjunni og í hinum svokallaða græna trefli þykja framúrskarandi. Nýjar útisundlaugar í borginni og ylstrandir við Köllunarklett og Gufunes eru taldar einstæðar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysjóttu veðurfari byrginn með hugvitsamlegri nýtingu jarðvarmans og skapa magnaða aðstöðu til heilnæmrar útivistar og hreyfingar allan ársins hring. Undanfarinn aldarfjórðung hefur mikið verið lagt í grænar fjárfestingar í Reykjavík. Byggt hefur verið upp metnaðarfullt hjólastígakerfi sem tengir ekki aðeins höfuðborgarsvæðið saman með þéttofnu neti góðra stíga heldur liggur það líka um ævintýraleg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borginni. Uppbygging Borgarlínunnar hefur tekist vonum framar. Samstillt átak sveitarfélaga og ríkisvalds skipti þar miklu máli. Langir hraðvagnar keyra nú á 5 mínútna fresti eftir sérreinum á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins á háannatímum. Borgarlínan hefur létt verulega á bílaumferðinni. Borgarlínuvagnarnir eru ýmist drifnir með metangasi eða rafmagni og allur bílaflotinn keyrir á vistvænni orku. Reykjavík er fyrsta borgin í heiminum til að ná því marki að losa sig alfarið við bensín og olíu sem orkugjafa samgangna. Það hefur vakið athygli. Reykvíkingar eru nú 150.000 en íbúar á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 250.000. Leikskólar í borginni þykja góðir og þjónustugjöldum er stillt í hóf. Borgin hefur einnig vakið athygli fyrir öflugt menningarlíf, frjóa listasenu og þekkingarsköpun, einkum á sviði vistvænnar orku, lýðheilsufræða og jafnréttismála. Allt þetta hefur gert Reykjavík að eftirsóttri borg til að búa í og starfa í.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun