Afturhald Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Æði lengi hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal ráðamanna hér á landi að þjóðin kunni sér ekki forráð í ákveðnum málum og hafa þurfi hemil á henni svo að hún leiðist ekki út í vitleysu. Ein leið til að koma í veg fyrir að landsmenn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjórbannið sem ríkti hér í áratugi og enginn botnar lengur í, ekki einu sinni þeir sem árið 1988 greiddu atkvæði gegn því á þingi að bjórsala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bannið að yrði sala á bjór heimil hér á landi myndi alþýða manna vera rorrandi full flesta daga og því vitanlega óvinnufær. Óhörðnuð ungmenni myndu taka sér þá fullorðnu til fyrirmyndar og þamba bjór eins og gosdrykki. Afar nöturleg framtíðarsýn, en ekki þurfti samt mikla spádómsgáfu til að átta sig á að hún myndi ekki rætast. Blessunarlega sáu þingmenn með skynsamleg viðhorf til þess að bjórbanninu var loks aflétt. Vitanlega kom í ljós að þjóðin réð vel við það að drekka bjór án þess að ærast. Bannviðhorfið í áfengismálum er þó enn við lýði. Erlendis er hægt að fara í hinar ýmsu verslanir og stórmarkaði og kaupa léttvínsflösku og bjór um leið og keypt er í matinn. En ekki hér á landi. Þjóðinni er alls ekki talið treystandi til að haga sér skikkanlega í námunda við áfengi sjái hún það innan um kjöt og fisk. Talið er víst að hún muni vera blindfull alla daga verði henni gert enn auðveldara en nú er að ná sér í léttvínsflösku eða bjór. Ekki er heldur talið óhætt að leggja það á ungmenni að sjá áfengisflöskur og bjórdósir úti í búð, þótt þau sjái þennan varning stöðugt á samfélagsmiðlum. Hinar myrku spár um vesöldina sem myndi skapast fengi þjóðin að drekka bjór rættust ekki. Þjóðin hefur þolað bjórinn og mun einnig þola það að hafa aðgang að áfengi í verslunum landsins. Hún mun ekki vera afvelta af drykkju öllum stundum. Afturhaldshugsun of margra rúmar hins vegar ekki þann veruleika að fólk geti afborið að sjá áfengisflöskur í verslunum án þess að fara sér að voða. Sama afturhaldshugsun er ríkjandi hér á landi þegar kemur að áfengisauglýsingum. Hið ríkjandi viðhorf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vitað að þær eru ofursýnilegar. Þær sjást á erlendum sjónvarpsstöðvum, og á þeim íslensku þegar sýnt er frá íþróttaviðburðum, á netinu, og eru í erlendum blöðum og tímaritum. Þegar slíkar auglýsingar sjást á íslensku í fjölmiðlum verður uppi fótur og fit, látið er eins og stórkostlegur háski sé á ferð og viðkomandi fjölmiðill er sektaður. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta allavega umtalsverð afneitun á raunveruleikanum. Þessari bannstefnu ber að aflétta. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að íslenska þjóðin lifir ekki í einangrun heldur hrærist í nútímanum. Áfengisauglýsingar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóðinni hefur ekki orðið meint af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Æði lengi hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal ráðamanna hér á landi að þjóðin kunni sér ekki forráð í ákveðnum málum og hafa þurfi hemil á henni svo að hún leiðist ekki út í vitleysu. Ein leið til að koma í veg fyrir að landsmenn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjórbannið sem ríkti hér í áratugi og enginn botnar lengur í, ekki einu sinni þeir sem árið 1988 greiddu atkvæði gegn því á þingi að bjórsala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bannið að yrði sala á bjór heimil hér á landi myndi alþýða manna vera rorrandi full flesta daga og því vitanlega óvinnufær. Óhörðnuð ungmenni myndu taka sér þá fullorðnu til fyrirmyndar og þamba bjór eins og gosdrykki. Afar nöturleg framtíðarsýn, en ekki þurfti samt mikla spádómsgáfu til að átta sig á að hún myndi ekki rætast. Blessunarlega sáu þingmenn með skynsamleg viðhorf til þess að bjórbanninu var loks aflétt. Vitanlega kom í ljós að þjóðin réð vel við það að drekka bjór án þess að ærast. Bannviðhorfið í áfengismálum er þó enn við lýði. Erlendis er hægt að fara í hinar ýmsu verslanir og stórmarkaði og kaupa léttvínsflösku og bjór um leið og keypt er í matinn. En ekki hér á landi. Þjóðinni er alls ekki talið treystandi til að haga sér skikkanlega í námunda við áfengi sjái hún það innan um kjöt og fisk. Talið er víst að hún muni vera blindfull alla daga verði henni gert enn auðveldara en nú er að ná sér í léttvínsflösku eða bjór. Ekki er heldur talið óhætt að leggja það á ungmenni að sjá áfengisflöskur og bjórdósir úti í búð, þótt þau sjái þennan varning stöðugt á samfélagsmiðlum. Hinar myrku spár um vesöldina sem myndi skapast fengi þjóðin að drekka bjór rættust ekki. Þjóðin hefur þolað bjórinn og mun einnig þola það að hafa aðgang að áfengi í verslunum landsins. Hún mun ekki vera afvelta af drykkju öllum stundum. Afturhaldshugsun of margra rúmar hins vegar ekki þann veruleika að fólk geti afborið að sjá áfengisflöskur í verslunum án þess að fara sér að voða. Sama afturhaldshugsun er ríkjandi hér á landi þegar kemur að áfengisauglýsingum. Hið ríkjandi viðhorf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vitað að þær eru ofursýnilegar. Þær sjást á erlendum sjónvarpsstöðvum, og á þeim íslensku þegar sýnt er frá íþróttaviðburðum, á netinu, og eru í erlendum blöðum og tímaritum. Þegar slíkar auglýsingar sjást á íslensku í fjölmiðlum verður uppi fótur og fit, látið er eins og stórkostlegur háski sé á ferð og viðkomandi fjölmiðill er sektaður. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta allavega umtalsverð afneitun á raunveruleikanum. Þessari bannstefnu ber að aflétta. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að íslenska þjóðin lifir ekki í einangrun heldur hrærist í nútímanum. Áfengisauglýsingar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóðinni hefur ekki orðið meint af þeim.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun