Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2018 10:00 Trump á vettvangi eldanna í Kaliforníu, þar sem hann velti vöngum yfir því hvort íbúar ríkisins ættu að raka skóganna eins og hann taldi gert í Finnlandi. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera meðal þeirra sem trúa á því að loftslagsbreytingar séu að auka á vandamál Bandaríkjanna. Hann sjái þetta ekki sem vandamál og trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftslagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. Trump hefur fellt niður þó nokkrar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd í Bandaríkjunum og hefur ekki tekið upp neins konar umhverfisstefnu.„Eitt af vandamálunum sem fólk eins og ég, við erum með hátt gáfnastig en trúum þessu ekki endilega þannig,“ sagði Trump í viðtali sem Washington Post birti í gær. Þar var hann spurður út í loftlagsbreytingar. „Varðandi það hvort það er af mannavöldum eða ekki og hvort þessi áhrif sem þú ert að tala um eru þarna eða ekki, ég sé það ekki.“ Í stað þess að ræða það sem vísindamenn segja að sé að keyra loftslagsbreytingar áfram; koltvísýringur sem myndast við brennslu jarðefnaeldsneytis, fór forsetinn að tala um mengun í öðrum löndum og í höfum jarðarinnar og stýringu skógvaxinna svæða. „Þú horfir á loftið okkar og vatnið okkar og núna hefur það aldrei verið hreinna,“ sagði Trump. „En ef þú horfir á Kína og þú horfir á hluta Asíu og þú horfir á Suður-Ameríku og þegar þú horfir á marga aðra staði í heiminum, þar á meðal Rússland, auk margra annarra staða, er loftið ótrúlega óhreint, og þegar þú talar um gufuhvolf, þá eru höfin mjög smá. Þetta blæs hingað yfir og siglir hingað yfir. Ég meina við tökum alltaf þúsundir tonna af rusli af ströndum okkar sem kemur hingað frá Asíu. Það bara flæðir beint niður Kyrrahafið. Það flæðir og við segjum: Hvaðan kemur þetta? og það þarf svo mikið fólk, til að byrja með.“ Eins og bent er á í umfjöllun WP hefur hitastig jarðarinnar hækkað og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að verði ekki dregið úr losun koltvísýrings muni hlýnunin halda áfram og á endanum valda óafturkræfum skaða. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að ekki hefði gengið nægilega vel að draga úr losun koltvísýrings og að þjóðir heimsins væru langt frá því að standa við loforð sín í þeim efnum. Blaðamenn Washington Post báru ummæli Trump undir loftslagsvísindamenn sem spöruðu ekki stóru orðin. Katharine Hayhoe sagði staðreyndir vera sannar þó fólk trúði þeim ekki. Það að forseti Bandaríkjanna kysi að trúa þeim ekki setti Bandaríkin og hundruð milljónir manna í hættu. Andrew Dessler átti erfitt með að tjá sig um ummæli forsetans. „Hvernig í ósköpunum er hægt að svara þessu?“ sagði Dessler. Hann sagði ummæli Trump vera heimskuleg og að svo virtist sem að hann vildi eingöngu ráðast gegn umhverfisstefnumálum Barack Obama og gagnrýna pólitíska andstæðinga sína. Bandaríkin Donald Trump Finnland Loftslagsmál Norðurlönd Tengdar fréttir Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58 Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera meðal þeirra sem trúa á því að loftslagsbreytingar séu að auka á vandamál Bandaríkjanna. Hann sjái þetta ekki sem vandamál og trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftslagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. Trump hefur fellt niður þó nokkrar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd í Bandaríkjunum og hefur ekki tekið upp neins konar umhverfisstefnu.„Eitt af vandamálunum sem fólk eins og ég, við erum með hátt gáfnastig en trúum þessu ekki endilega þannig,“ sagði Trump í viðtali sem Washington Post birti í gær. Þar var hann spurður út í loftlagsbreytingar. „Varðandi það hvort það er af mannavöldum eða ekki og hvort þessi áhrif sem þú ert að tala um eru þarna eða ekki, ég sé það ekki.“ Í stað þess að ræða það sem vísindamenn segja að sé að keyra loftslagsbreytingar áfram; koltvísýringur sem myndast við brennslu jarðefnaeldsneytis, fór forsetinn að tala um mengun í öðrum löndum og í höfum jarðarinnar og stýringu skógvaxinna svæða. „Þú horfir á loftið okkar og vatnið okkar og núna hefur það aldrei verið hreinna,“ sagði Trump. „En ef þú horfir á Kína og þú horfir á hluta Asíu og þú horfir á Suður-Ameríku og þegar þú horfir á marga aðra staði í heiminum, þar á meðal Rússland, auk margra annarra staða, er loftið ótrúlega óhreint, og þegar þú talar um gufuhvolf, þá eru höfin mjög smá. Þetta blæs hingað yfir og siglir hingað yfir. Ég meina við tökum alltaf þúsundir tonna af rusli af ströndum okkar sem kemur hingað frá Asíu. Það bara flæðir beint niður Kyrrahafið. Það flæðir og við segjum: Hvaðan kemur þetta? og það þarf svo mikið fólk, til að byrja með.“ Eins og bent er á í umfjöllun WP hefur hitastig jarðarinnar hækkað og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að verði ekki dregið úr losun koltvísýrings muni hlýnunin halda áfram og á endanum valda óafturkræfum skaða. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að ekki hefði gengið nægilega vel að draga úr losun koltvísýrings og að þjóðir heimsins væru langt frá því að standa við loforð sín í þeim efnum. Blaðamenn Washington Post báru ummæli Trump undir loftslagsvísindamenn sem spöruðu ekki stóru orðin. Katharine Hayhoe sagði staðreyndir vera sannar þó fólk trúði þeim ekki. Það að forseti Bandaríkjanna kysi að trúa þeim ekki setti Bandaríkin og hundruð milljónir manna í hættu. Andrew Dessler átti erfitt með að tjá sig um ummæli forsetans. „Hvernig í ósköpunum er hægt að svara þessu?“ sagði Dessler. Hann sagði ummæli Trump vera heimskuleg og að svo virtist sem að hann vildi eingöngu ráðast gegn umhverfisstefnumálum Barack Obama og gagnrýna pólitíska andstæðinga sína.
Bandaríkin Donald Trump Finnland Loftslagsmál Norðurlönd Tengdar fréttir Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58 Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58
Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24