Körfubolti

Tryggvi: Vita hvað þeir eiga að gera með stóra menn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir
Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska landsliðsins, segist ánægður í herbúðum spænska úrvalsdeildarfélaginu Monbus Obradoiro en þar er hann sem lánsmaður frá Valencia.

Tryggvi Snær hefur spilað að meðaltali 15 mínútur í fyrstu tíu leikjum tímabilsins og skorað í þeim 4,6 stig að meðaltali í leik. Hann verður í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu sem mætir Belgíu í Laugardalshöllinni í kvöld.

„Mér líður vel á Spáni og líst vel á liðið. Það er mikill vinskapur í leikmannahópnum og mér líst mjög vel á hvaða átt liðið stefnir í. Við höfum að vísu verið að tapa leikjum að undanförnu en erum samt nálægt því að vinna leiki og getum gert betur,“ sagði Tryggvi Snær í viðtali við Ástrós Ýri Eggertsdóttur.



Klippa: Viðtal við Tryggva Snæ


„Það var mjög sniðug að fara til þessa félags. Þarna eru snilldaraðstæður til að bæta sig. Þeir virðast líka vita hvað þeir eiga að gera með stóru mennina sína - miðað við hvaða leikmenn hafa farið þar í gegn á undanförnum árum.“

Ísland verður að vinna Belgíu í kvöld til að eiga möguleika á að komast upp úr sínum riðli í forkeppninni. Tryggvi telur að það henti Íslandi ágætlega að spila gegn Belgíu.

„Við getum nýtt okkar styrkleika ágætlega gegn þessu liði. Ég tel að við munum berjast við Belgíu um efsta sæti riðilsins og eftir tapleikinn okkar í Portúgal er þessi leikur risastór.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtöl sem voru tekin við Craig Pedersen og Dag Kár Jónsson.



Klippa: Viðtal við Craig Pedersen




Klippa: Viðtal við Dag Kár Jónsson

Tengdar fréttir

Megum ekki hika í sóknarleiknum

Craig Pedersen á von á erfiðum leik gegn Belgum í dag þar sem þeir mæta með sitt sterkasta lið til leiks. Leikmenn verða að vera tilbúnir að taka af skarið í sókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×