Körfubolti

Haukur Helgi getur ekki spilað og Danero valinn frekar en Colin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danero Thomas
Danero Thomas vísir/bára
Craig Pedersen hefur valið tólf manna hóp fyrir leikinn á móti Belgíu í Laugardalshöllinni í kvöld í undankeppni EM.

Íslenska landsliðið verður ekki með fullt lið því Haukur Helgi Pálsson er meiddur og þarf því að hvíla í kvöld.

Craig Pedersen þarf að velja á milli leikmanna sem hafa fengið íslenskt ríkisfang og ákvað hann að nota Danero Thomas í kvöld frekar en Collin Pryor.

Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Danero Thomas í FIBA-keppni en sömu sögu er að segja af Hauki Óskarssyni. Báðir spiluðu þeir sína fyrstu landsleiki í æfingaferðinni til Noregs í haust.

Haukur ætlar að spila í treyju númer núll í þessum leik en Danero verður í treyju númer 33.  

Þeir leikmenn sem eru í æfingahóp og eru ekki í liðinu í kvöld eru þeir Collin Pryor, Stjörnunni, Kristinn Pálsson, Njarðvík og Dagur Kár Jónsson, Raiffeisen Flyers Wels í Austurríki.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 í Laugardalshöllinni og verður fylgst með honum inn á Vísi.

Þeir leikmenn sem eru í æfingahóp og eru ekki í liðinu í kvöld eru þeir Collin Pryor, Stjörnunni, Kristinn Pálsson, Njarðvík og Dagur Kár Jónsson, Raiffeisen Flyers Wels í Austurríki.



Landslið karla er  þannig skipað í kvöld:

#     Leikmaður     F. ár     Hæð     Staða     Félag     Landsleikir

0     Haukur Óskarsson     1991     194     F     Haukar     2

3     Ægir Þór Steinarsson     1991     182     B     Stjarnan     55

5     Gunnar Ólafsson     1993     192     F     Keflavík     7

8     Hlynur Bæringsson     1982     200     M     Stjarnan     122

9     Jón Arnór Stefánsson     1981     196     B     KR     98

10     Elvar Már Friðriksson      1994     186     B     Njarðvík     34

13     Hörður Axel Vilhjálmsson     1988     196     B     Keflavík     74

19     Kristófer Acox     1993     198     F     KR     36

21     Ólafur Ólafsson     1990     194     F     Grindavík          26

23     Hjálmar Stefánsson     1996     199     F     Haukar     4

33     Danero Thomas     1986     195     F     Tindastóll     2

34     Tryggvi Snær Hlinason     1997     215     M     Monbus Obradorio (ESP)     29




Fleiri fréttir

Sjá meira


×