Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Dagur Lárusson skrifar 4. janúar 2025 15:15 Úr leik dagsins. Vísir/Jón Gautur Þór Akureyri hafði betur gegn Grindavík í leik liðanna í Bónus deild kvenna í dag er liðin mættust í Smáranum. Fyrir leikinn var Þór í fjórða sæti deildarinnar með fjórtán stig á meðan Grindavík var í áttunda sætinu með sex stig. Það var þungt yfir þjálfurum beggja liða í viðtölum fyrir leik en báðir leikmannahópar liðanna voru þunnt skipaðir. Það var í raun ljóst frá upphafi leiks hvort liðið var mætt til þess að vinna og var það Þór. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 9-26 en það gekk hreinlega allt á afturfótunum hjá Grindvíkingum. Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta fyrir utan það að Grindavík náði að setja niður aðeins fleiri stig. Þórsarar voru hins vegar ekkert að hægja á hlutunum hjá sér og enduðu og var staðan 21-45 í hálfleik. Það var smá baráttuandi í Grindvíkingum í þriðja leikhluta og náði liðið aðeins að minnka forystu Þórsara á tímabili. Það var þó aðeins í nokkrar mínútur því eftir það fór leikurinn aftur að spilast líkt og í fyrsta og öðrum leikhluta. Staðan eftir þriðja leikhluta 39-64. Þórsara sigldu sigrinum heim í fjórða leikhluta og er liðið því komin með sextán stig í deildinni. Atvik leiksins Það er ekkert eitt atriði sem stendur upp úr leiknum sjálfum en yfirburðir Þórsara voru algjörir þrátt fyrir það að hafa eflaust ekki farið úr fyrsta gír. Stjörnurnar og skúrkarnir Maddie var án efa mikilvægust hjá Þór í dag en hún tók hvert frákastið á fætur öðru og endaði með 26 fráköst. Esther Fokke fór fyrir liði Þórs í stigasöfnun en hún setti niður 27 stig. Hvað skúrka varðar er erfitt að setja út á Grindavíkur liðið enda liðið þunnt skipað þessa daganna. Þórsara voru þó með enn færri leikmenn á skýrslu og því erfitt að nota það sem afsökun. Eitt sem sló mig þó fyrir leik voru orð þjálfara liðsins í viðtali fyrir leik en þar sagði Þorleifur Ólafsson að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi í dag. Ég ætla leyfa mér að fullyrða það að það sé ekki það rétta til þess að segja við liðið sitt rétt fyrir leik en dæmi það hver fyrir sig. Dómararnir Það var ekkert hægt að setja út á í þessum leik. Stemningin og umgjörð Stemningin var því miður ekki nægilega góð enda er leiktíminn kannski ekki sá allra besti Þorleifur Ólafsson: Hef kannski sniðskotsæfingu á mánudaginn Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Jón Gautur „Ég er svona ágætlega ánægður með stelpurnar,“ byrjaði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur að segja eftir tap liðsins gegn Þór í dag. Fyrir leikinn var Þorleifur ómyrkur í máli og sagðist í raun vera sama um það hvernig leikurinn færi. „Þær rúlluðu okkur upp í fyrri hálfleiknum og ég var auvitað ekki sáttur með það og þá sérstaklega þar sem við klúðruðum svo mikið af tækifærum sem við náðum að skapa okkur og þá sérstalega úr sniðskotum,“ hélt Þorleifur áfram að segja. Þorleifur var ánægður með seinni hálfleikinn en Grindavík var með fleiri stig en gestirnir þar. „Við unnum seinni hálfleikinn með fjórum stigum og ég var þess vegna ánægður með stelpurnar þar. Hefðum við nýtt okkar tækifæri betur í fyrri þá hefðum við kannski getað haldið í við þær. En ég held kannski bara sniðskotsæfingu á mánudaginn,“ endaði Þorleifur á að segja. Daníel Andri Halldórsson: Leikurinn var ekki góður hjá okkur Daníel Andri Halldórsson er þjálfari Þórsara.vísir/Diego „Leikurinn var ekki góður hjá okkur verð ég að segja,“ byrjaði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyris, að segja eftir leik. „Við vissum að þetta yrði óeðlilegur leikur hvað varðar svæði og við vissum að Grindavík hefði eitthvað til þess að hleypa þess í einhverja vitleysu. Við hefðum þurft að vera ákveðnari til þess að ganga frá þessum leik fyrr,“ hélt Daníel áfram að segja. Daníel Andri útskýrði mál sitt aðeins betur. „Það sem ég meina þegar ég segi að þetta hafi ekki verið góður leikur er það að við vorum að spila gegn mjög þunnt skipuðu Grindavíkur liði og erum yfirleitt með fleiri stig að meðaltali sóknarlega. Mér fannst við auðveldlega getað bætt í, bæði í opnum velli og hálfum velli, ná betra flæði og betri skotum í okkar sóknarleik.“ Daníel vill sjá liðið sitt gera betur í næsta leik. „Ég vil að við hreyfum boltann betur og verðum óeigingjarnari sóknarlega,“ endaði Daníel Andri á að segja. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Þór Akureyri
Þór Akureyri hafði betur gegn Grindavík í leik liðanna í Bónus deild kvenna í dag er liðin mættust í Smáranum. Fyrir leikinn var Þór í fjórða sæti deildarinnar með fjórtán stig á meðan Grindavík var í áttunda sætinu með sex stig. Það var þungt yfir þjálfurum beggja liða í viðtölum fyrir leik en báðir leikmannahópar liðanna voru þunnt skipaðir. Það var í raun ljóst frá upphafi leiks hvort liðið var mætt til þess að vinna og var það Þór. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 9-26 en það gekk hreinlega allt á afturfótunum hjá Grindvíkingum. Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta fyrir utan það að Grindavík náði að setja niður aðeins fleiri stig. Þórsarar voru hins vegar ekkert að hægja á hlutunum hjá sér og enduðu og var staðan 21-45 í hálfleik. Það var smá baráttuandi í Grindvíkingum í þriðja leikhluta og náði liðið aðeins að minnka forystu Þórsara á tímabili. Það var þó aðeins í nokkrar mínútur því eftir það fór leikurinn aftur að spilast líkt og í fyrsta og öðrum leikhluta. Staðan eftir þriðja leikhluta 39-64. Þórsara sigldu sigrinum heim í fjórða leikhluta og er liðið því komin með sextán stig í deildinni. Atvik leiksins Það er ekkert eitt atriði sem stendur upp úr leiknum sjálfum en yfirburðir Þórsara voru algjörir þrátt fyrir það að hafa eflaust ekki farið úr fyrsta gír. Stjörnurnar og skúrkarnir Maddie var án efa mikilvægust hjá Þór í dag en hún tók hvert frákastið á fætur öðru og endaði með 26 fráköst. Esther Fokke fór fyrir liði Þórs í stigasöfnun en hún setti niður 27 stig. Hvað skúrka varðar er erfitt að setja út á Grindavíkur liðið enda liðið þunnt skipað þessa daganna. Þórsara voru þó með enn færri leikmenn á skýrslu og því erfitt að nota það sem afsökun. Eitt sem sló mig þó fyrir leik voru orð þjálfara liðsins í viðtali fyrir leik en þar sagði Þorleifur Ólafsson að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi í dag. Ég ætla leyfa mér að fullyrða það að það sé ekki það rétta til þess að segja við liðið sitt rétt fyrir leik en dæmi það hver fyrir sig. Dómararnir Það var ekkert hægt að setja út á í þessum leik. Stemningin og umgjörð Stemningin var því miður ekki nægilega góð enda er leiktíminn kannski ekki sá allra besti Þorleifur Ólafsson: Hef kannski sniðskotsæfingu á mánudaginn Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Jón Gautur „Ég er svona ágætlega ánægður með stelpurnar,“ byrjaði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur að segja eftir tap liðsins gegn Þór í dag. Fyrir leikinn var Þorleifur ómyrkur í máli og sagðist í raun vera sama um það hvernig leikurinn færi. „Þær rúlluðu okkur upp í fyrri hálfleiknum og ég var auvitað ekki sáttur með það og þá sérstaklega þar sem við klúðruðum svo mikið af tækifærum sem við náðum að skapa okkur og þá sérstalega úr sniðskotum,“ hélt Þorleifur áfram að segja. Þorleifur var ánægður með seinni hálfleikinn en Grindavík var með fleiri stig en gestirnir þar. „Við unnum seinni hálfleikinn með fjórum stigum og ég var þess vegna ánægður með stelpurnar þar. Hefðum við nýtt okkar tækifæri betur í fyrri þá hefðum við kannski getað haldið í við þær. En ég held kannski bara sniðskotsæfingu á mánudaginn,“ endaði Þorleifur á að segja. Daníel Andri Halldórsson: Leikurinn var ekki góður hjá okkur Daníel Andri Halldórsson er þjálfari Þórsara.vísir/Diego „Leikurinn var ekki góður hjá okkur verð ég að segja,“ byrjaði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyris, að segja eftir leik. „Við vissum að þetta yrði óeðlilegur leikur hvað varðar svæði og við vissum að Grindavík hefði eitthvað til þess að hleypa þess í einhverja vitleysu. Við hefðum þurft að vera ákveðnari til þess að ganga frá þessum leik fyrr,“ hélt Daníel áfram að segja. Daníel Andri útskýrði mál sitt aðeins betur. „Það sem ég meina þegar ég segi að þetta hafi ekki verið góður leikur er það að við vorum að spila gegn mjög þunnt skipuðu Grindavíkur liði og erum yfirleitt með fleiri stig að meðaltali sóknarlega. Mér fannst við auðveldlega getað bætt í, bæði í opnum velli og hálfum velli, ná betra flæði og betri skotum í okkar sóknarleik.“ Daníel vill sjá liðið sitt gera betur í næsta leik. „Ég vil að við hreyfum boltann betur og verðum óeigingjarnari sóknarlega,“ endaði Daníel Andri á að segja.