Körfubolti

Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær kann vel við sig á Spáni.
Tryggvi Snær kann vel við sig á Spáni. Borja B. Hojas/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason átti virkilega góðan leik þegar lið hans Bilbao Basket mátti þola tap á útivelli gegn Lenovo Tenerife.

Tryggvi Snær byrjaði leikinn frábærlega og var framan af leik stigahæstur í liði Bilbao. Það breytti því miður litlu í kvöld þar sem Tenerife vann 11 stiga sigur, lokatölur 86-75.

Tryggvi Snær endaði á að skora 12 stig og taka sjö fráköst. Enginn á vellinum tók fleiri fráköst en íslenski landsliðsmaðurinn.

Bilbao er í 11. sæti að loknum 14 leikjum með sex sigra og átta töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×