Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Kári Mímisson skrifar 5. janúar 2025 19:17 Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson. vísir/Anton Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn toppliði Stjörnunnar í 12. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Með sigrinum lyftir Valur sér úr fallsæti en Stjarnan er þó enn á toppnum þrátt fyrir þetta tap í dag. „Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu strákanna hér í dag. Við erum að taka skref í rétta átt. Við höfum verið ósáttir við okkar frammistöðu framan af móti og vitum vel að við getum gert töluvert betur. Á sama tíma verðum við líka að leggja hart að okkur á æfingum. Þessi leikur var klárlega skref í rétta átt og menn að uppskera eftir því en á sama tíma þurfum við að passa okkur og muna að við erum á þeim stað í töflunni sem að við eigum skilið að vera á. Nú þurfum við að halda fókus og spila enn betur í næsta leik.“ Framan af leik má segja að gestirnir úr Garðabæ hafi verið sterkari aðili leiksins en það var ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem Valsmenn náðu frábærum kafla og tókst að koma sér ágætlega frá Stjörnunni sem höfðu leitt mest með 10 stigum. Spurður að því hvað hafi gerst á þessu tíma segir Finnur að varnarleikur liðsins hafi skilað þessu en liðið náði 16-0 kafla á þessum tímapunkti. „Ég veit ekki hvað við náðum mörgum stoppum í röð á þessum kafla. Það var svona það sem skilaði þessu, að ná að stoppa þá. Stjarnan gerir vel í að refsa, þeir eru í efsta sæti af einhverri ástæðu og eru með mjög gott lið. Sjálfstraustið er mikið hjá þeim og þeim tókst að refsa okkur þegar við gerðum mistök, sérstaklega framan af leik. Þegar okkur tókst að loka á þá, vera sterki varnarlega og neyða þá í erfiðari skot þá verður sóknarleikurinn alltaf aðeins auðveldari.“ Það hefur gengið brösuglega hjá Val það sem af er tímabili en liðið hefur verið að berjast í neðri helming deildarinnar, eitthvað sem fæstir reiknuðu með að myndi gerast hjá núverandi Íslandsmeisturum. Nú þegar það fer að styttast í að glugginn loki er því vert að spyrja Finn hvort hann sé að leita eftir einhverjum leikmönnum? „Við erum aðallega að horfa til þess að við eigum Kristófer og Ástþór inni. Það fer að styttast í þá, þeir eru báðir byrjaðir að æfa og hóta að koma til baka. Það eru aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta. Við vitum öll hvað Kristófer getur en við höfum sömuleiðis saknað Ástþórs mikið líka, hann kemur með ákveðna hluti inn í hópinn sem við þurfum. Ég hlakka mikið til að sjá þá á gólfinu sem fyrst.“ Körfubolti Bónus-deild karla Valur Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu strákanna hér í dag. Við erum að taka skref í rétta átt. Við höfum verið ósáttir við okkar frammistöðu framan af móti og vitum vel að við getum gert töluvert betur. Á sama tíma verðum við líka að leggja hart að okkur á æfingum. Þessi leikur var klárlega skref í rétta átt og menn að uppskera eftir því en á sama tíma þurfum við að passa okkur og muna að við erum á þeim stað í töflunni sem að við eigum skilið að vera á. Nú þurfum við að halda fókus og spila enn betur í næsta leik.“ Framan af leik má segja að gestirnir úr Garðabæ hafi verið sterkari aðili leiksins en það var ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem Valsmenn náðu frábærum kafla og tókst að koma sér ágætlega frá Stjörnunni sem höfðu leitt mest með 10 stigum. Spurður að því hvað hafi gerst á þessu tíma segir Finnur að varnarleikur liðsins hafi skilað þessu en liðið náði 16-0 kafla á þessum tímapunkti. „Ég veit ekki hvað við náðum mörgum stoppum í röð á þessum kafla. Það var svona það sem skilaði þessu, að ná að stoppa þá. Stjarnan gerir vel í að refsa, þeir eru í efsta sæti af einhverri ástæðu og eru með mjög gott lið. Sjálfstraustið er mikið hjá þeim og þeim tókst að refsa okkur þegar við gerðum mistök, sérstaklega framan af leik. Þegar okkur tókst að loka á þá, vera sterki varnarlega og neyða þá í erfiðari skot þá verður sóknarleikurinn alltaf aðeins auðveldari.“ Það hefur gengið brösuglega hjá Val það sem af er tímabili en liðið hefur verið að berjast í neðri helming deildarinnar, eitthvað sem fæstir reiknuðu með að myndi gerast hjá núverandi Íslandsmeisturum. Nú þegar það fer að styttast í að glugginn loki er því vert að spyrja Finn hvort hann sé að leita eftir einhverjum leikmönnum? „Við erum aðallega að horfa til þess að við eigum Kristófer og Ástþór inni. Það fer að styttast í þá, þeir eru báðir byrjaðir að æfa og hóta að koma til baka. Það eru aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta. Við vitum öll hvað Kristófer getur en við höfum sömuleiðis saknað Ástþórs mikið líka, hann kemur með ákveðna hluti inn í hópinn sem við þurfum. Ég hlakka mikið til að sjá þá á gólfinu sem fyrst.“
Körfubolti Bónus-deild karla Valur Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira